Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. mars 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 400

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1202005 – Reykjavíkurvegur 72.breyting

      Grímmannsfell ehf sækir þann 01.02.2012 um leyfi til að gera breytingu á skipulagi i kjallara atvinnuhúsnæðis staðsett á Reykjavíkurvegi 72 samkvæmt teikningum frá Brynjari Daníelssyni kt.090467-5229.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202032 – Lónsbraut 1, breyting á byggingarleyfi

      Stormur Seafood sækir 02.02.12 um breytingu á teikningum, breytingu á reyklosun, sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Björns Gústafsonar dags.26.01.12 Nýjar teikningar með stimpli frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins barst 20.02.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1203018 – Straumsvík, Bráðabirgðavinnubúðir MHL. 13.

      Alcan á Íslandi hf sækja 01.03.2012 um bráðabirgðaskrifstofu og matsal sem fjarlægðar verða að framkvæmd lokinni í byrjun árs 2013. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið byggingarleyfi til byrjunar árs 2013. Að þeim tíma liðnum fellur byggingarleyfið úr gildi og byggingarnar skulu fjarlægðar.

    • 1203068 – Straumsvík, bráðabirgðavinnubúðir B MHL. 13.

      Alcan á Íslandi hf sækja 06.03.2012 um leyfi fyrir bráðabirgðaskrifstofum kaffiaðstöðu og geymslum sem fjarlægðar verða að framkvæmd lokinni í byrjun árs 2013. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið byggingarleyfi til byrjun árs 2013. Að þeim tíma liðnum fellur byggingarleyfið úr gildi og byggingarnar skulu fjarlægðar.

    • 1203071 – Straumsvík, kerbrotstöð

      Alcan á Íslandi hf sækja um að setja skýli yfir loftræsingu samkvæmt teikningum Einar Bjargdal Jónssonar dagsettar 02.03.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1203057 – Íshella 1,3 og 3a, Geymslusvæði

      Ístak hf óska eftir leyfi til að nýta lóðina undir byggingarefni og girða lóðirnar af þannig að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang inná svæðið. Notkun svæðisinns sem geymslusvæðis er timabundinn til eins árs frá 1.mars 2012. að telja , sjá gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið til eins árs frá og með 7. mars 2012.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1203021 – Dalshraun 9b, deiliskipulagsbreyting

      Síld og Fiskur ehf sækja 01.03.2012 um deiliskipulagsbreytingu á Dalhrauni 9b, samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dagsettar 28.02.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1203005 – Álfholt 30,32,34, merking bílastæða

      Helga Veronika Gunnarsdóttir Álfholti 30, Eyrún Brynjólfsdóttir Álfholti 32, Margrét Lilja Álfholti 34, sækja um að fá að merkja bílastæði við húsnæði samkvæmt skipulagi, sjá gögn.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarsviðs.

    • 1203076 – Vallarbarð 12.breyting á deiliskipulagi

      Þorsteinn Svavarsson sækir þann 06.03.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi vegna Vallarbarðs 12 samkvæmt teikningum frá Sigurði Hafsteinssyni byggingartæknifræðing dagst. 01.03.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1202009 – Furuhlíð 23, breyting á deiliskipulagi

      Þorvaldur Ólafsson sækir um þann 1.2.2012 breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar. Skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Alark arkitektum. Erindið var grenndarkynnt frá 6.2. til 5.3. engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir skipulagstillöguna og að henni verði lokið skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1203052 – Óseyrarbraut 40M, deiliskipulag

      Hafnarfjarðarhöfn sækir 6.3.2012 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnarinnar þar sem gerð er lóð Óseyrarbraut 40M skv. uppdrætti dags. 2.3.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem Hafnarfjarðarhöfn er eini grenndaraðilinn og hefur þegar veitt samþykki sitt telst grenndarkynningu lokið án athugasemda. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir skipulagstillöguna og að henni verði lokið skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1011366 – Hvaleyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 29 byggt 2001 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 02.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra væri skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Eigandi mætti á staðinn, en byggingarstjóri sinnti erindinu ekki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurð Hjálmar Ragnarsson frá og með 15. apríl 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

    C-hluti erindi endursend

    • 1203074 – Trönuhraun 10, Breyting, gistiheimili

      Lindaberg ehf. sækja um breytingu á innraskipulagi og breyta í gistiheimili samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 05.03.2012. Undisrskriftir eigenda barst líka og stimpill frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugsemdir.

    • 1202450 – Lónsbraut 32,fyrirspurn

      Óttar Reynir Einarsson leggur 27.02.12 fram fyrirspurnum um að setja innkeyrsluhurð 3×2.6 m á suðurhlið hússins og loka hurð sem snýr að lóninu norðan megin við húsið. Gönguhurð verður norðan megin.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í fyrirspurnina. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1203019 – Vikingastræti 3, fyrispurn

      Fjörusteinn ehf leggur 01.03.2012. um er að ræða stöðuleyfi fyrir 14, 20.fm hús sem reyst yrðu á stöplum. Sem stendur er deiliskipulagsferli að ljúka án athugasemda, og hönnun húsana er á lokastigi. Húsin eru út timbri með torfþaki og bárujárnsklæðningu, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem breyting á deiliskipulagi er enn í auglýsingu.

    • 1202119 – Dalshraun 5,breyting á byggingarleyfi

      Brimborg ehf sækir 08.02.12 um breytingu á núverandi atvinnuhúsnæði. Einnig er sótt um rifleyfi á hluta hússins (mhl 02) Nýjar teikningar og samþykki meðeiganda barst 02.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt