Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. mars 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 401

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1203079 – Hafravellir 13.breytingar

   Trétraust ehf sækir þann 07.03.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum. Málið felst í að breyta kubbahúsi í hefðbundið steinsteypt hús samkvæmt teikningum frá Þorsteini Friðþjófssyni arkitekt kt.211055-5299.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1203082 – Hafravellir 15.breytingar

   Trétraust ehf sækir þann 07.03.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum. Málið felst í að breyta kubbahúsi í hefðbundið steinsteypt hús samkvæmt teikningum frá Þorsteini Friðþjófssyni arkitekt kt.211055-5299.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1203074 – Trönuhraun 10, Breyting, gistiheimili

   Lindaberg ehf. sækja um breytingu á innraskipulagi og breyta í gistiheimili samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dagsettar 05.03.2012. Undisrskriftir eigenda barst líka og stimpill frá slökkviliði höfuðborgar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1201595 – Kvistavellir 29, breyting

   Sveinn Ingason sækir 31.01.12 um breytingu á gluggum og innra skipulagi á baði. Samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dag.30.12.11. Nýjar teikningar bárust 12.03.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.01.2012 að augýsa breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar vegna lóðar nr. 45 við Reykjavíkurveg skv. uppdrætti dags. 25. nóvember 2011. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203005 – Álfholt 30,32,34, merking bílastæða

   Helga Veronika Gunnarsdóttir Álfholti 30, Eyrún Brynjólfsdóttir Álfholti 32, Margrét Lilja Álfholti 34, sækja um að fá að merkja bílastæði við húsnæði samkvæmt skipulagi, sjá gögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 8.3.2012 til umsagnar umhverfis- og framkvæmdasviðs. Umsögn liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203109 – Fjóluás 6, fyrirspurn

   Guðrún Svava Pálsdóttir leggur inn 09.03.2012 fyrirspurn, óskar eftir að setja 2 glugga þ.e í þvottahús og svefnherbergi , gluggi í þvottahúsi kæmi í flúkti v/ útidyrahurð. Einnig setja glugga í framhaldi af rennihurð. Gluggarnir eru hugsaðir sem loftun í þessi rými. Búið er að ræða við nágranna og hægt að nálgast undirskriftir nágranna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Óska þarf eftir skriflegu samþykki meðeigenda í raðhúsalengju. $line$Sjá ennfremur meðfylgjandi minnispunkta.

  • 1203138 – Eskivellir 13, umgengni á lóð

   Slysahætta af girðingu og umgengni ábótavant við Eskivelli 13.Sjá ljósmyndir af staðnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bæta umgengni og lagfæra girðingu innan tveggja vikna.

  • 1011233 – Berghella 2, byggingarstig og notkun

   Á lóðinni Berghellu 2 sem er á iðnaðarsvæði eru 3 mhl og allir skráðir á bst 4, mst 8 en hafa verið í notkun nokkur ár. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 14.04.11. Ekki var brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 24.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

  • 1201373 – Gjótuhraun 7, byggingarstig og úttektir

   Gjótuhraun 7 er á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 09.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra væri skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Ekki var brugðist við erindinu. Þar sem breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu án tilskilinna leyfa hafa verið lagðar inn reyndarteikningar. Afgreiðslu var frestað þar sem þær uppfylla ekki skilyrði byggingarreglugerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum og byggingarstjóra fjögurra vikna frest til að koma teikningum í lag og sækja um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því koma áður boðaðar dagsektir og áminning til byggingarstjóra til framkvæmdar. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum hönnuðar og byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1012198 – Steinhella 8, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 23.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1011269 – Rauðhella 14, byggingarstig og notkun

   Á Rauðhellu 14 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 4 eignir sem eru allar skráðar á byggingarstigi 4 matsstigi 8, þrátt fyrir að þær séu allar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins í samræmi við 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og vísaði til ábyrgðar eigenda skv. 15. grein mannvirkjalaganna. Frestur var veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu og ráða byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á hvern eiganda Hagsbót ehf, Draumagarða ehf, Pálínu Sif Gunnarsdóttur og Smáherja ehf skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Eigendur hringdu og kváðust vera að vinna í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar áður boðuðum dagsektum til 1. maí 2012. Að þeim tíma liðnum koma dagsektirnar til framkvæmda verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1201374 – Hringhella 6, mhl 03, byggingarstig og úttektir

   Hringhella 6 matshluti 03 er skráður fokheldur frá 10.5.2011. Ekki hefur verið óskað eftir lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna.

  • 1011365 – Hvaleyrarbraut 27, byggingarstig og notkun

   Hvaleyrarbraut 27 er skráð á bst. 4 og mst 8, þ.e. 3 af 10 eignum en það vantar lokaúttekt á húsið. Lokaúttekt var boðuð 27.01.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1011362 – Daggarvellir 4, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 07.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóri sagði sig af verki 07.12.10.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem óski um endurtekna lokaúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

  • 1011361 – Einivellir 7, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 08.12.10 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóri sagði sig af verki 08.12.10.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem óski um endurtekna lokaúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

  • 0909004 – Selhella 3, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 6. júní 2008 og fullbúið 6. janúar 2009. Frestur var veittur til 15.02.11. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna, en byggingarstjóra barst ekki bréf um það.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

   Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra væri skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Ekki var brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Ágúst Þór Pétursson frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1110276 – Íshella 8, viðbygging, úttektir, byggingarstig og notkun.

   Byggingarfulltrúi samþykkti þann 15.3.2005 viðbyggingu við húsið nr. 8 við Íshellu. Síðasta skráða úttekt er á botnplötu viðbyggingar 11.5.2006 en viðbyggingin er risin og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 28.11.11, en byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Bjarna Þór Ólafsson og eiganda Summit ehf frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 11021487 – Norðurbakki 1 abc, byggingarstig og notkun.

   Byggingin er á byggingarstigi 4, fokheld, en fullbyggð og löngu tekin í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 07.04.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki var enn brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurþór R Jóhannesson og eigendur Hafhús ehf o.fl. frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 11021488 – Norðurbakki 3 abc, byggingarstig og notkun.

   Byggingin er á byggingarstigi 4, fokheld, en fullbyggð og löngu tekin í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 07.04.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag ábyggingarstjóra Sigurþór R Jóhannesson og eigendur Hafhús ehf o.fl. frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1203092 – Álfhella 9, fyrirspurn

   Páll Poulsen leggur 07.03.2012 fyrirspurn óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012

   Ekki er hægt að fallast á steypta girðingu að bæjarlandi þar sem gert er ráð fyrir mön í skipulagi. Sömuleiðis er ekki hægt að samþykkja girðingu á lóðamörkum nema samþykki aðliggjandi lóðarhafa berist með erindinu. Sjá ennfremur meðfylgjandi minnispunkta.

Ábendingagátt