Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. mars 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 402

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

 1. B-hluti skipulagserindi

  • 1203092 – Álfhella 9, fyrirspurn

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Páls Poulsen frá 07.03.2012 sem óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í steinsteypta girðingu á lóðamörkum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203227 – Gjáhella 4, br. á deiliskipulagi

   ASK arkitektar f.h. Héðins hf sækja dags. 20.03.12.um breytingu á deiliskipulagi á Gjáhellu 4. í samræmi við meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrátt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1203214 – Norðurbakki 1, fyrirspurn kaffihús

   Pálmar Þór Hlöðversson kt.271284-2339 leggur þann 19.03.2012 inn fyrirspurn um að setja upp kaffihús í norðurhluta húss að Norðurbakka 1 auk þess að setja borð fyrir utan. Meðfylgjandi er grunnmynd sem sýnir hvar óskað er eftir kaffihúsinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið þar sem það samræmist deiliskipulagi.

  • 1203149 – Sléttuhlíð, landnemaspilda Actavis.

   Guðmundur H. Arngrímsson f.h. Actavís óskar eftir skv. meðfylgjandi gögnum að útbúa áningar- og dvalarsvæði úr náttúrulegum efnun á skógræktarspildu við Klifsholt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

  • 1203232 – Erluás 2, byggingarstig og úttektir

   Erluás 2 er enn skráð að mestu á byggingarstigi 4 og matsstigi 8, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 25.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

  • 1203225 – Lónsbraut 32,Fyrirspurn

   Óttar Reynir Einarsson leggur 20.03.12 inn fyrirspurn um að setja innkeyrsluhurð 3×2.6 m á suðurhlið hússins og loka hurð sem snýr að lóninu norðan megin við húsið. Gönguhurð verður norðan megin.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í að setja hurð á suðurhlið. Hins vegar er hér um að ræða bátaskýli og ekki um það að ræða að loka hurð út að lóninu eða vera með innkeyrsluhurð af þessari stærð.

  C-hluti erindi endursend

  • 1203150 – Holtabyggð 1, land í fóstur.

   Borist hefur erindi frá Hilmari Árnasyni og Guðlaugu Rósu Friðgeirsdóttur um að fá að taka land í fóstur skv. meðfylgjandi gögnum dags. 12.mars 2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem ekki liggur fyrir samþykki meðeigenda í húsi.

  • 1203180 – Rauðhella 14.breyting á byggingarleyfi

   Einar Marteinsson sækir fyrir hönd húsfélags Rauðhellu 14 um leyfi til að gera breytingu á teikningum þann 16.03.2012 samkvæmt uppdráttum dagsettar 23.05.2011 frá Ásmundi Jóhannssyni kt. 1704414519.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1203166 – Norðurbakki 7-9, breyting

   Haghús ehf sækja 15.03.2012 um breytingar á gildandi byggingarnefndarteikningum: Úbrún 1.hæðar færð út í línu við efri hæðir, gluggasettningu og útliti breytt lítillega , íbúðum fjölgað úr 62. í 72. samtals í báðum húsum, samkvæmt teikningum Pálmars Krismundssonar dagsettar 12.03.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi. Sjá ennfremur meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt