Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. apríl 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 404

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1203417 – Norðurbakki 7-9, breyting

      Haghús ehf sækir 29.03.12 um breytingar á gildandi byggingarnefndarteikningum. Útbrún 1.hæðar færð út í línu við efri hæðir, gluggasetningu og útliti breytt lítilega,íbúðum fjölgað úr 62 í samtals 72 í báðum húsum. Samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundsonar dag.27.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar rétt skráningatafla berst og skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1202119 – Dalshraun 5,breyting á byggingarleyfi

      Brimborg ehf sækir 08.02.12 um breytingu á núverandi atvinnuhúsnæði. einnig er sótt um rif-leyfi á hluta hússins (mhl 02) Nýjar teikningar og samþykki meðeiganda barst 02.03.12 Nýjar teikningar bárust 30.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar rétt skráningatafla berst og skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1204167 – Klukkuvellir 22, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1204168 – Klukkuvellir 24, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1204169 – Klukkuvellir 26, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1204170 – Klukkuvellir 26b, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1204019 – Furuvellir 14, reyndarteikning

      Sólrún Ragnarsdóttir leggur inn 02.04.2012 reyndarteikningar af Furuvöllum 14, samkvæmt teikningum Sigurðar Kristjánssonar dagsettar 28.03.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1203229 – Eyrartröð 2 reyndarteikningar byggingarleyfi

      Bréfabær ehf sækir þann 21.03.2012 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar af iðnaðarhúsinu nr.2 við Eyrartröð samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt.141250-4189. Nýjar teikningar bárust 29.03.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1104140 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

      Norðurhella 8 ehf og Smiðjuvegur 8 ehf landn.204721 leggja 11.04.11 fram reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 22.03.11.Nýjar teikningar bárust 02.01.2012 með stimpli SHS. Nýjar teikningar bárust 28.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1204033 – Umsókn um graftrarleyfi innan lóðar

      Fjörukráin ehf sækir um leyfi til að grafa fyrir vatslögnum, fjarlægja grjót, tré og hellur. Einnig að gera göt í malbik.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1204014 – Mávahraun 9, fyrirspurn

      Sædís S.Arndal og Valur R. Jóhannssson leggja 02.04.12 fram fyrirspurn um að gera létta útbyggingu á norðurhlið hússins sjá með fylgjandi bréf og skissu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1203092 – Álfhella 9, fyrirspurn

      Tekin fyrir fyrirspurn Páls Poulsen frá 07.03.2012 sem óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í steinsteypta girðingu á lóðamörkum og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu 03.04.12 eins og það lá fyrir. Lagður fram tölvupóstur Ingólfs Arnar Steingrímssonar dags. 04.04.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Bent er á að fyrirspyrjandi er ekki lóðarhafi.

    • 1204171 – Álfhella 7, fyrirspurn um lóð

      Ingólfur Örn Steingrímsson leggur fram fyrirspurn um lóðina sem stækkun við lóðina Álfhellu 9. Spurt er um greiðslufyrirkomulag og niðurfellingu gatnagerðargjalda þangað til byggt yrði á henni.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi vísar erindinu til bæjarráðs.

    • 1203076 – Vallarbarð 12.breyting á deiliskipulagi

      Þorsteinn Svavarsson sækir þann 06.03.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi vegna Vallarbarðs 12 samkvæmt teikningum frá Sigurði Hafsteinssyni byggingartæknifræðing dagst. 01.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði tillögunni í grenndarkynningu þann 7. mars sl. Tillagan hefur verið grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1203028 – Óseyrarbraut 25 og 27, skipulagsbreyting

      Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðum Óseyrarbrautar 25 og 27.$line$Byggingareitum lóðanna er breytt og gerð ný lóð nr. 27B við Óseyrarbraut.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1107223 – Vesturbraut 15, fyrirspurn

      Edda Ársælsdóttir leggur inn 19.07.11 fyrirspurn um viðbyggingu, hækka þak og fækka um eina íbúð samkvæmt teikningum Erlends Hjálmarssonar dagsettar 23.06.11 Nýjar teikningar bárust einnig bréf frá Húsafriðunarnefnd.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 0812062 – Stapahraun 8,byggingarleyfi

      Stál og suða ehf sótti 05.12.08 um byggingaleyfi. Lagðar voru inn nýjar aðalteikningar/ reyndarteikningar af húsi og sótt var um stækkun að lóðarnotkun suðvestur,samkvæmt teikningum Jónasar Þórðarsonar dags.29.09.08. Grenndarkynningu var lokið, engar athugasemdir bárust.

      Byggingarleyfið er fallið úr gildi, þar sem engar framkvæmdir hafa farið fram. Sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1202251 – Heiðvangur 2-14, umgengni á bæjarlandi við Heiðvang

      Í hrauninu vestan Heiðvangs 4-10 hefur verið komið fyrir ýmsu dóti og afgangs byggingarefni. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir að þetta svæði verði hverfisverndað. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf eigendum 22.02.12 frest til 1. apríl að fjarlægja dótið. Að öðrum kosti yrði því fargað.

      Ekki hefur verið brugðist við erindinu og verður dótinu því fargað.

    C-hluti erindi endursend

    • 1203375 – Strandgata 34,breyting

      Nærandi ehf sækir 28.03.12 um breytingu sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Hilmars Gunnarssonar dag.27.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem eldvarnir eru ekki í samræmi við fyrri teikningar. Umsækjandi þarf að leita samþykkis Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir breytingunum. Sjá enn fremur meðfylgjandi minnispunkta.

    • 1203231 – Steinhella 12,breyting þakgluggi

      Xyzeta ehf sækir 21.03.12 um að setja þakglugga á húsið. Samkvæmt teikningum Davíð Karls Karlssonar. dags.20.03.12. Nýjar teikningar bárust 02.04.12 sem á að skipta út fyrir það sem að kom inn 21.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem stigi samræmist ekki byggingarreglugerð. Sjá meðfylgjandi minnispunkta.

    • 1203361 – Álfaskeið 1,Reyndarteikning

      Jón Eimar Eyjólfsson og Herbjörg Alda Sigurðardóttir leggja 28.03.12 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar dag.10.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu og bendir á að ekki liggur fyrir samþykkt um að bílskúr sé breytt í íbúðarherbergi. Sjá enn fremur meðfylgjandi minnispunkta. Athugasemdir við þessa afgreiðslu berist innan 14 daga, og ennfremur er bent á kæruheimild il Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Ábendingagátt