Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. apríl 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 405

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1204055 – Straumsvík, Reyndarteikning á mhl.17

   Alcan á Íslandi hf sækja 03.04.2012 um vinnubúðir mhl.94 milli kerskála 2 og 3. samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar 7.2.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1203264 – Hamarsbraut 8, breyting á viðbyggingu

   Jákob Ásmundsson og Guðbjörg Óskarsdóttir sækja 26.03.12 um breytingu á viðbyggingu -minnkað.Raunteikningar lagfærðar í stofu-hæð 0201. veggur teiknaður áður sem er ekki. Samkvæmt teikningum Luigi Bartolozzi dag.21.03.12 Nýjar teikngar bárust 13.04.12

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1204164 – Suðurholt 1,Breyting

   Áki Snorrason og Laufléttir sf sækja um að stækka núverandi íbúð á neðri hæð húss nr. 1 við Suðurholt skv. teikningum Jóns Guðmundssonar arkitekts sem var breytt 19.3.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1204190 – Fjóluás 6, breyting á gluggum

   Guðrún Svava Pálsdóttir sækir 12.04.12 um leyfi til að setja 2 glugga þr. í hjónaherbergi og þvottahús. Gluggarnir eru hugsaðir sem auka loftun í þessu rými. Samkvæmt teikingum Sigurðar Ásgrímssonar dags. 14.12.11

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1204265 – Hellisgerði, uppsetning á skiltum.

   Vala Magnúsdóttir óskar eftir að setja tímabundið upp 6 skilti í Hellisgerði í tengslum við veggspjaldasýningu sem styrkt er af menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1204267 – Fjóluvellir 14, girðing.

   Stefán Geir Þorvaldsson óskar eftir þann 18. apríl að setja upp girðingu skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1204034 – Norðurbraut 31, Fyrirspurn

   Helgi Pjetur Jóhannsson leggur inn fyrirspurn um hvort leyft verði að byggja ris, 180-240 sm hátt ofan á íbúðarhús við Norðurbraut 31. Sjá meðfylgjandi ljósmyndir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1110315 – Hólshraun 1, viðbygging og skráning

   Þann 14.5.2004 samþykkti bfltr. viðbyggingu við húsið nr. 1 við Hólshraun.Síðasta skráða úttekt er á vatnsúðakerfi þ. 2.12.2004. Það vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt en á loftmynd fasteignaskráar sést að viðbyggingin er komin í notkun.

   Málið dregið til baka.

  • 1101148 – Hellubraut 7, lagnir

   Borið hefur á miklu vatni út úr hamrinum neðan Hellubrautar. Ástandskönnun lagna fór fram á svæðinu til að kanna leka. Lagnir eru í lagi en í ljós koma að hús númer 7 er ekki tengt lagnakerfinu, né rotþró sem er í lóðinni.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli til eiganda Hellubrautar 7,að tengja lagnir frá húsinu við rotþró eða lagnakerfi bæjarins. Bregðast skal við erindinu innan fjögurra vikna.$line$

  • 1201596 – Strandgata 55, breyting

   Við vettvangsskoðun 26. janúar sl. kom í ljós að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi veitingastaðarins. Ekki liggur fyrir samþykki fyrir breytingunum. Húsið er að hluta frá árinu 1841. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 01.02.12 eftir umsögn Húsafriðunarnefndar sem ligggur fyrir, og óskaði jafnframt eftir skýringum frá eiganda sem ekki hafa borist.

   Í samræmi við umsögn Húsafriðunarnefndar gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda skylt að loka götum á eldvarnarvegg eða leggja inn teikningar sem samþykktar hafa verið af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur skal leggja inn reyndarteikningar sem sýna orðnar breytingar, m.a. færslu stiga. Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

  • 1012245 – Hlíðarás 1.Lokaúttekt ólokið.

   Hlíðarás 1.Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 30.06.11 kl. 10:30 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Lokaúttekt lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að bæta úr því sem á vantar og sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna.

  • 1011345 – Lónsbraut 68, byggingarstig og notkun

   Lónsbraut 68 sem er á hafnarsvæði er skráð á bst/mst 4 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt, það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Frestur hefur tvívegis verið veittur, síðast til 01.03.12. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

  • 1109302 – Skipalón 4-6-8, Lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 27.09.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

  • SB060161 – Helluhraun 2

   Jón Davíð Pétursson Flatahrauni 16 kvartar með tölvupósti dags. 14.04.2008 yfir umgengni á lóðinni Helluhraun 2. Eigendum húsnæðisins hefur áður verið bent á að fjarlægja gáma á lóðinni sem ekki er leyfi fyrir, og gefinn kostur á að tjá sig um málið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum verði gámarnir ekki fjarlægðir. Húseigendum var gefinn frestur til 30. apríl að tjá sig um málið. Bréf barst frá lóðarhafa dags. 29.04.2008, þar sem lofað var að ganga frá lóðinni í viðunandi horf. Ekkert hefur gerst í málinu, og er lóðin ein af 8 verst útlítandi í hverfinu. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 21.04.2010 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Bréf dagsl 29.04.2008 barst bréf frá eiganda þar sem lýst var ásetningi um að bæta umgengni á lóðinni, helluleggja og fá hönnuð til að skipulaggja lóðina. Síðan hefur ekkert gerst. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 26.05.11 og lagði dagsketir á eiganda 06.10.2011. Dagsektum var frestað, en ekki hefur komið nein lausn á málið.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Magna ehf kr. 20.000 á dag frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 2. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1012244 – Furuvellir 2.Lokaúttekt ólokið.

   Lokaúttekt ólokið. Lokaúttekt var framkvæmd 28.05.06 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 30.06.11 en byggingarstjóri sinnti því ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurð Hjálmar Ragnarsson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 1011268 – Rauðhella 13, byggingarstig og notkun

   Í fasteignaskrá er Rauðhella 13 sem er á iðnaðarsvæði skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 31.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 29.02.12 að leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna og jafnframt beina því til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Vað fasteignafélag ehf og byggingarstjóra Hreiðar Sigurjónsson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 0909004 – Selhella 3, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 6. júní 2008 og fullbúið 6. janúar 2009. Frestur var veittur til 15.02.11. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna, en byggingarstjóra barst ekki bréf um það. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.03.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Bréfabæ ehf og byggingarstjóra Guðmund Má Ástþórsson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 1004543 – Selhella 5,byggingarstig og notkun

   Selhella 5,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti að leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000 á dag frá og með 01.04.11, en frestur var veittur til 15.05.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 01.02.12. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í samræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóri hringdi og sagði eigendur ekki vilja kosta þær umbætur sem þyrfti að gera fyrir lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltúi benti eigendum 22.02.12 á ábyrgð þeirra að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra” og ítrekaði tilmæli til eigenda hússins og ákvörðun um dagsektir verði ekki brugðist við þeim.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Framleiðsluna ehf frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 1011393 – Stapahraun 11, byggingarstig og notkun

   Stapahraun 11 mhl 02 eining 0103 er skráð á bst 4 mst 8, en hinar 2 einingarnar á bst/mst 7, það vantar lokaúttekt en byggingarárið er 2002. Húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 29.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra væri skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Pétur Helga Friðriksson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur BYR hf frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  C-hluti erindi endursend

  • 1204058 – Straumsvík, Breyting á MHL.94 milli kerskála 2 og 3

   Alcan á Íslandi hf sækja 04.04.2012 um nýja spennistöð mhl.94 milli kerskála 2 og 3. samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar 9.3.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1204053 – Straumsvík, breyting á mhl.12(71)

   Alcan á Íslandi hf sækja 04.04.2012 um breytingu og stækkun á steypuskálu mhl. 12 og dreifistöð mhl 71 samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar 09.03.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1204065 – Straumsvík, viðbygging við steypuskála mhl.12

   Alcan á Íslandi hf sækja 04.04.2012 um viðbyggingu við steypuskála MHL.12 yfirbyggður rampi-rampi1 milli steypuskála pg kerskála 1. steinsteupt gólf og burðarvirki yfirbygging úr jarni og áli samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar 23.3.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt