Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. apríl 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 406

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1203149 – Sléttuhlíð, landnemaspilda Actavis.

   Guðmundur H. Arngrímsson f.h. Actavís óskar eftir skv. meðfylgjandi gögnum að útbúa áningar- og dvalarsvæði úr náttúrulegum efnum á skógræktarspildu við Klifsholt. Jákvæð umsögn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar dags. 20. apríl sl. liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1204279 – Háabarð 4, fyrirspurn

   Magðalena Ósk Einarsdóttir Háabarði 4 leggur fram fyrirspurn um að skipta eigninni í tvær íbúðir. Athugasemd er gerð við fyrri afgreiðslu málsins, þar sem leiðbeiningarskyldu hafi ekki verið gætt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203227 – Gjáhella 4, br. á deiliskipulagi

   ASK arkitektar f.h. Héðins hf sækja dags. 20.03.12.um breytingu á deiliskipulagi á Gjáhellu 4. í samræmi við meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrátt dags. 20.3.2012. Erindið var grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1204310 – Rafha, minnisvarði

   Tekið fyrir erindi Björns Péturssonar bæjarminjavarðar f.h. menningar- og ferðamálanerfndar varðandi uppsetningu minnisvarða um Rafha verksmiðjurnar nálægt þeim stað sem þær stóðu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir frekari upplýsingum um stærð, gerð og staðsetningu.

  • 1201336 – Sörlaskeið 9, byggingarstig og notkun

   Sörlaskeið 9 er skráð á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að vera fullbúið. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 13.04.2012 kl. 15:00, en byggingarstjóra barst ekki bréf um afgreiðsluna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 03.05.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1011319 – Breiðhella 16, byggingarstig og notkun

   Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst/mst 4, þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Ekki var brugðist við því og boðaði skipulags- og byggingarfulltrúi til lokaúttektar 17.03.2011, sem ekki var lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til endurtekinnar lokaúttektar 16.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Engin viðbrögð voru við boðaðri úttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Þórarinn Þorgeirsson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

  • 1011233 – Berghella 2, byggingarstig og notkun

   Á lóðinni Berghellu 2 sem er á iðnaðarsvæði eru 3 mhl og allir skráðir á bst 4, mst 8 en hafa verið í notkun nokkur ár. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 14.04.11. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði aftur til lokaúttektar 24.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent var á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson frá og með 1. júní 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

Ábendingagátt