Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. júní 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 412

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1205328 – Álfhella 9,Byggingarleyfi

   Ingólfur Ó.Steingrímsson sækir 29.05.12 um leyfi fyrir atvinnu-og geymsluhúsnæðis Álfhellu 9. samkvæmt teikningum Páls Poulsen dag.15.05.12 Undirskrift nágranna fylgir á teikningu. 05.06.12 Nýjar teikningar bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt:$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1206033 – Frímúrarahúsið við Ljósatröð 2, Ljósatröð

   Friðrik Guðlaugsson f.h. Frímúrarastúkunnar Hamars, óskar, með bréfi dags 1.6.2012, eftir heimild til að nefna Frímúrarahúsið við Ljósatröð 2 nafninu “Ljósatröð”, skrá það í fasteignaskrá og merkja það nafninu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1206027 – Dalshraun 6, breyting á byggingarleyfi

   Íslandspóstur sækir 04.06.12 um að setja nýjan inngang á austurhlið. Tveir gluggar stækkaðir á vesturhlið.Kaffistofa stækkuð. Skrifstofa færð samkvæmt teikningum Ádísar H. Ágústsdóttur dags. 30.05.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1205346 – Rauðhella 13, breyting byggingarleyfi

   Vað fasteignafélag leggur 30.05.12 fram leiðréttar teikningar af stiga og glugga á suður gafli hússins samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags.19.01.05/15.05.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1205075 – Víðistaðatún, staurar fyrir TRX bönd í Rope Yoga

   Elín Sigurðardóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 25. maí 2012 að setja niður æfingagrind á Víðistaðatúni fyrir Rope Yoga æfingar við hliðina á strandblakvellinum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Framkvæmdasviðs og höfundar deiliskipulagsins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1006282 – Hundasvæði

   Lögð fram umsókn Umhverfis- og framkvæmdasviðs um framkvæmdaleyfi varðandi gerð hundasvæðis sem Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1205139 – Ölduslóð 6, breyting

   Benedikt Benediktsson sækir 09.05.2012 um breytingar á útliti á garðskála og þaki skv. meðf. bréfi aðalhönnuður, hannaðar af Halldóri Arnarsyni dagsettar 05.05.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1203228 – Arnarhraun 40,breyting

   Guðmundur Jónsson leggur 21.03.12 inn umsókn um breytingu á húsi,sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Ingunnar Helgu Hafstað dags.10.02.12$line$Samþykki nágranna berst 21.03.12$line$Nýjar teikningar bárust 04.05.2012 með stimpli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins , undirskriftir nágranna og umsögn umsækjanda, ásamt stimpli HHK.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1205168 – Brekkuás 27, umsókn um breytingu a deiliskipulagi

   Bjarni Guðni Jóhannesson leggur 11.05.12 inn fyrirspurn, sótt er um leyfi til að byggja í innskoti á húsinu,og byggja við vegg til að halda við jarðveg, bæta við svölum og færa heitan pott. Sjá meðfylgjandi gögn. 04.06.12 umsókn um breytingu á deiliskipulagi barst, undirskrift nágranna liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203361 – Álfaskeið 1,Reyndarteikning

   Jón Eimar Eyjólfsson og Herbjörg Alda Sigurðardóttir leggja 28.03.12 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar dag.10.03.12$line$Nýja teikningar bárust 30.05.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1206053 – Reykjavíkurvegur 30, umgengni og bílastæði

   Vakin er athygli á slæmu ástandi í bílastæðismálum í botnlanga Kjóahrauns vegna bílaverkstæðis á Reykjavíkurvegi 30.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi starfsleyfi verkstæðisins, en staðsetning þess er ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025.

  • 1206060 – Álfaskeið 14, kofi.

   Magnús B. Jóhannsson óskar eftir með tölvupósti dags. 15. maí 2012 að fá notkunarrétt yfir landi skv. meðfylgjandi gögnum og setja niður 10 m2 útigeymslu á spildunna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á afnotarétt á landinu og veitingu leyfis fyrir kofann tímabundið, með því skilyrði að hann verði fjarlægður á kostnað eiganda ef bærinn þarf á landinu að halda. Ef óskað er eftir varanlegri staðsetningu ber að sækja um lóðarstækkun til bæjarráðs.

  • 1205327 – Selhella 11, Fyrirspurn

   Viðar Halldórsson leggur 29.05.12 inn fyrirspurn um að fá að setja niður girðingu við suðurenda hússins í 6 metra fjarðlægð frá húsgafli þ.e 2. metrum út fyrir lóðamörk. sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en sækja þarf formlega um lóðarstækkun til bæjarráðs. Ef veitur eru með lagnir á þessum stað þarf formlegt samþykki þeirra. Bent er á að allur kostnaður við færslu á lögnum og götugögnum greiðist af umsækjanda.

  • 1205362 – Reykjavíkurvegur 22, bílastæðamál

   Stæði fyrir framan húsið hafa verið sérmerkt húsinu, þrátt fyrir að engin heimild sé fyrir því. Lagt fram bréf frá húseiganda ásamt minnisblaði umhverfis- og framkvæmdasviðs.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að taka skilti um sérmerkingu niður, og leggur til við Umhverfis- og framkvæmdasvið að stæðin verði merkt sem skammtímastæði, 15 mín.

  • 1205272 – Klukkuvellir 3, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 01.06.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Lögð fram skýrsla Almennu verkfræðistofunnar dags. febrúar 2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að bæta úr þeim atriðum sem athugsemdir voru gerðar við í lokaúttektarskýrslu og bendir jafnframt á ábyrgð byggingarstjóra samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997 og lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1206048 – Hraunvangur 1-3, breyting á svalalokun byggingarleyfi

   Naustavör ehf sækir 04.06.12 um að setja póstalaus svalaskjól úr hertu gleri á svalir og palla húsana samkvæmt teikningum Halldórs Guðmundssonar dags.23.05.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1205364 – Óseyrarbraut 17, breyting byggingarleyfi

   Eskja rekstrafélag sækir 30.05.12 um að stækka húsið til norðurs, einangra það og klæða með báruáli samkvæmt teikningum Gunnars Valdimarssonar dags. 29.05.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1205354 – Norðurbakki 1-3, breyting á mhl.0104 byggingarleyfi

   Ljósþing ehf sækir 30.05.12 um leyfi til að innrétta kaffihús á 1.hæð mhl.0104 samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 20.12.05/ 25.04.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir kröfu um samþykki Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ábendingagátt