Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. júní 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 413

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Auk þess Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Auk þess Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1206084 – Hvaleyrarvatn útivistarstígur, framkvæmdaleyfi

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og hönnunardeildar óskar eftir f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs í bréfi dags. 6. júní 2012 eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu göngustígs við norðurenda Hvaleyrarvatns. Stígurinn verður gerður með handafli og úr möl. Stígurinn er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sem unnið skal í samráði við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar.

    • 1206114 – Ásvellir 2, breyting inni

      Hafnarfjarðabær sækir 08.06.2012 um leyfi fyrir breytingu á innraskipulagi á Ásevllir 2, samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dagsettar 01.06.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1206087 – Selhella 11, breyting á skráningatöflu

      11-13 ehf leggja fram 07.06.12 breytingu á skráningartöflu samkvæmt teikningu Gunnars Rósinkranz dags.22.08.2011/ 06.06.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1206134 – Upplýsingaskilti, strandstígur og Hvaleyrarvatn.

      Rotarýklúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Landslag ehf óskar eftir með tölvupósti dags. 7. júní 2012 að setja upp upplýsingaskilti við strandstíginn í miðbæ Hafnarfjarðar og við norðausturenda Hvaleyrarvatns.

      Skipulags- og byggingarfulltrúinn samþykkir erindið enda sé það í samræmi við þá skiltareglugerð sem er í gildi. Jákvæð umsögn Framkvæmdasviðs liggur fyrir.

    • 1205184 – Víkingastræti 3, byggingarleyfi, gistiskálar

      Fjörusteinn ehf leggur 14.05.12 inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 14 gistiskála á nýrri lóð austan við Fjörukrána. Samkvæmt teikningum Jón Þórs Þorvaldsonar dag.10.05.12.Teikningar með stimpli brunahönnuðar og HHK bárust 15.05.12. Nýjar teikningar bárust í samræmi við skipulags- og byggingarsvið vegna nánari yfirferðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1205238 – Gjáhella 4.viðbygging

      Héðinn hf, vélsmiðja sækir þann 18.05.2012 um að byggja við núverandi húsnæði vélsmiðjunnar Héðins að Gjáhellu 4 samkvæmt teikningum frá Helga Má Halldórssyni kt.301258-7049. Nýjar teikningar bárust 12.06.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1206169 – Víkingastræti 2, viðbyggingar, byggingarstig og skráning

      Hótelið er skráð 691,4 m2 í dag en skv. nýjustu samþykkt frá árinu 2009, á það að vera 1247,3 m2. Síðasta skráða úttekt er frá árinu 2007, yfirferð vegna fokheldis. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né að ný eignaskiptayfirlýsing hafi borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja fram eignaskiptayfirlýsingu innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um lokaúttekt á umræddum byggingarhlutum.

    • 1110138 – Dalshraun 11, fyrirspurn vegna bílastæða.

      Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Sé óskað eftir lóðarstækkun þarf húsfélagið að sækja formlega um hana til bæjarráðs.

    • 1006228 – Brekkugata 26, kjallaragluggi

      Áður lagt fram bréf Björgvins Þórðarsonar hdl f.h. Jóhanns Inga Sigurðssonar og Tinnu Rósar Guðmundsdóttur Brekkugötu 26, þar sem þau óskuðu eftir afstöðu byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar til þess að glugginn fái að vera í óbreyttu ástandi, þ.e. vera opnanlegur eins og hann nú er. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í erindið, þar sem það samræmdist ekki samþykktum teikningum, sem gera ráð fyrir minni gluggum með ísteyptum glersteini af eldvarnarástæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.05.11 eigendum skylt að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna innan 2 mánaða. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 26.09.11 fyrirmæli sín til eigenda að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja mánaða mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2011 um dagsektir. Eigendur báru því við að uppsláttur hamlaði aðgang að gluggunum. Uppslátturinn hefur nú verið færður.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar enn fyrirmæli sín um að færa gluggana í það horf sem samþykktir uppdrættir sýna. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1206113 – Ölduslóð 6, byggingarstig viðbygginga og bifreiðageymslu

      Við skoðun á nýlegri samþykkt kemur í ljós að bifreiðageymslan er óskráð í landskrá fasteigna. Bifreiðageymslan er samþykkt á árunum 1993-94 og síðasta eignaskiptayfirlýsing er frá 1988. Það hefur ekki borist eignaskiptayfirlýsing vegna síðustu breytinga eða garðskála og síðasta úttekt er á sökklum þ. 11.8.2008, með athugasemdum

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja fram eignaskiptayfirlýsingu innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um lokaúttekt á umræddum byggingarhlutum.

    • 1205168 – Brekkuás 27, umsókn um breytingu a deiliskipulagi

      Bjarni Guðni Jóhannesson leggur 11.05.12 inn fyrirspurn, sótt er um leyfi til að byggja í innskoti á húsinu,og byggja við vegg til að halda við jarðveg, bæta við svölum og færa heitan pott. Sjá meðfylgjandi gögn.$line$04.06.12 umsókn um breytingu á deiliskipulagi barst, undirskrift nágranna liggur fyrir.Erindið fór fyrir fund skipulags-og byggingarráðs 12.6.2012 sem fól skipulags og byggingarfulltrúa að vinna málið með umsækjanda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir umsækjanda leyfi til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1206165 – Kaplahraun 22 klettur, umgengni

      Á kletti norðan lóðarinnar eru m.a. byggingarefni, gámar og vinnuskúr sem ekki er leyfi fyrir, skúrinn merktur Verkþing.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum vinnskúrsins, gámanna, byggingarefnis og annars sem er utan lóðamarka Kaplahrauns 22 skylt að fjarlægja umrædda hluti af klettssvæðinu án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi láta fjarlægja þá á kostnað eigenda.

    C-hluti erindi endursend

    • 1206102 – Brekkutröð 1, breyting á innra skipulagi

      Húsfélagið Brekkutröð 1 sækir 08.06.2012 um áðurgerðar breytingar á innra skipulagi rýma. Skyggni á vesturhlið ekki gert og tekið burtu af teikningum. Skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar 26.04.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt