Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. ágúst 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 423

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1207325 – Sólvangsvegur 3.þjónustuíbúðir aldraðra

      Höfn öldrunarmiðstöð sækir þann 31.07.2012 um leyfi til að breyta heilsugæslu á Sólvangsvegi 3 í íbúðir samkvæmt teikningum frá Hilmari Þór Björnssyni kt.280845-3109. Leiðréttar teikningar bárust 16.08.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1207275 – Sléttahraun 14, stækkun á svölum

      Helgi G. Kristinsson sækir 26.07.12 um að stækka svalir samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundssonar dags. 20.07.12 Leiðréttar teikningar bárust 15.08.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1207321 – Óseyrarbraut 6,reyndarteikningar, breyting v/eldvarnarveggja

      Guðmundur Á Tryggvason leggur 31.07.12 inn reyndarteikningar, breyting á Eldvarnarveggjum. Samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinsonar dag.09.02.12. Nýjar teikningar bárust 20.8.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1208168 – Skipalón 5, byggingarleyfi

      Fjarðarmót sækir 14.08.12 um að byggja 32 íbúða fjölbýlishús með svalagangi á 5 hæðum með lokuðum bílakjallara.Samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttir dags.14.08.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 0905032 – Tjarnarbraut 29, iðnaðarhúsnæði á lóð

      Kvörtun hefur borist vegna skýlis sem reist hefur verið á lóðinni,ásamt ólöglegri búsetu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigenda á að búseta er óheimil í iðnaðarhúsnæði. Ekkert byggingarleyfi er fyrir skýlinu,og skal það fjarlægt án tafar að viðlögðum dagsektum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1208140 – Öldugata 9.fyrirspurn um að setja kvist á þak

      Jón Óskarsson Öldugötu 9, sendir inn fyrirspurn dags. 13.ágúst 2012 um að setja kvist á þak skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir að skv. staðfestur deiliskipulgi megi kvistur ekki vera stærri en 2/3 af þakhlið hússins. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1207226 – Fagraberg 38,Viðbygging

      Jóhann Sigurðsson sækir 19.07.2012 um að byggja viðbyggingu við Fagraberg 38, samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 01.06.2012 17.08.2012. leiðréttar teikningar bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt