Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. ágúst 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 424

Mætt til fundar

 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Berglind Guðmundsdóttir
 1. B-hluti skipulagserindi

  • 1208395 – Holtsgata 21.merkja bílastæði

   Miroslav Bartlewski sækir þann 23.08.2012 um leyfi fyrir merktum bílastæðum á tveim stöðum. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu stæðanna ásamt fylgigögnum frá fasteignasölunni Ás um eignina.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Umhverfis-og framkvæmdasviðs.

  • 1208290 – Klukkuvellir 4, deiliskipulagsbreyting

   Tekin fyrir umsókn Haghúsa ehf dags 21.08.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1208291 – Klukkuvellir 6, breyting á deiliskipulagi

   Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1208292 – Klukkuvellir 8, breyting á deiliskipulagi

   Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1208420 – Hverfisgata 52b, fyrirspurn

   Óli Örn Eiríksson leggur 24.08.12 fram fyrirspurn um að breyta bílskúr,breyta kvistum, byggja garðskála. Nánari lýsing á fyrirspurnarblaði.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Húsafriðunarnefndar.

  • 1208453 – Helluhraun 16-18, fyrirspurn

   Gestur Ólafsson arkitekt leggur inn fyrirspurn fyrir hönd Eikar fasteignafélags dags. 21.8.2012 um tillögu að skipulagi lóðar við Helluhraun 16-18 ásamt greinagerð og uppdráttum dags. 16.8.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Umhverfis-og framkvæmdasviðs.

  • 1105490 – Hrauntunga 24, göngustígur

   Á afgreiðslufundi þann 1. júní 2011 var lóðarhafa gert að fjarlægja lokað hlið við göngustíg. Komið hefur í ljós að hliðið er ennþá á umræddum stað og lokar þar með gönguleið barna á leið í skóla. Deiliskipulag gerir ráð fyrir deiliskipulagi á þessum stað.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun og bendir því til lóðarhafa að fjarlægja hliðið án tafar. Ef hliðið verður ekki farið innan 3 vikna mun skipulags-og byggingarfulltrúi leggja á dagssektir á eigenda skv. 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2012.

  A-hluti byggingarleyfa

  • 1206174 – Skútahraun 2, Loftnetssúla

   Fjarskipti ehf sækja 13.06.12 um að setja loftnetssúlu og kapalstiga á Skútahraun 2, samkvæmt teikningum Gauts Þorsteinssonar dagsettar 07.06.12. Samþykki eigenda Skútahrauns 2 og 2a, barst 29.8.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1208475 – Tjarnarbraut 25, byggingarleyfi

   Magnús I Einarsson sækir 28.08.12 um leyfi fyrir nýjum stiga, breyting á innra skipulagi og útlitsbreytingu á austur og vesturhlið hússins samkvæmt teikningum Arnars Þórs Jónsonar dags. 21.08.12. Undirskriftir nágranna fylgja með.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt