Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. september 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 425

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1209025 – Eskivellir 21, byggingarleyfi

      ER hús ehf sækir 03.09.12 um breytingu á áður samþykktu byggingarleyfi. Breyting á eldhúsveggjum í íbúðum 0101-0201-0301-0401 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags.14.05.2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1207226 – Fagraberg 38,Viðbygging

      Jóhann Sigurðsson sækir 19.07.2012 um að byggja viðbyggingu við Fagraberg 38, samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 01.06.2012 17.08.2012. leiðréttar teikningar bárust. Nýjar teikningar bárust 03.09.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1208453 – Helluhraun 16-18, fyrirspurn

      Gestur Ólafsson arkitekt leggur inn fyrirspurn fyrir hönd Eikar fasteignafélags dags. 21.8.2012 um tillögu að skipulagi lóðar við Helluhraun 16-18 ásamt greinagerð og uppdráttum dags. 16.8.2012. Umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1208523 – Bláfjallavegur, Leirdalshöfði, frágangur á námu.

      Jóhann Bjarni Skúlason fh. Vegagerðarinnar óskar eftir í tölvupósti dags. 29. ágúst 2012 að ganga frá gamalli malarnámu með því að slétta hana út og sá í sárið. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið sem kallar á útgáfu framkvæmdaleyfis.

    • 1208395 – Holtsgata 21.merkja bílastæði

      Miroslav Bartlewski sækir þann 23.08.2012 um leyfi fyrir merktum bílastæðum á tveim stöðum. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu stæðanna ásamt fylgigögnum frá fasteignasölunni Ás um eignina. Umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Lóðarhafa er heimilt að sérmerkja íbúðum stæði innan lóðar, en ekki er heimilt að sérmerkja eignum bílastæði á bæjarlandi nema sérstök samþykkt sem tengist hreyfihömlun liggi þar fyrir.

    • 1209030 – Norðurhella 15, byggingarleyfi

      EV 17 ehf leggur fram 04.09.12 fyrirspurn um að gera húsvarðaríbúð í vesturhluta efri hæðar veitingarekstur í vesturhluta jarðhæðar og 8-10 vinnuherbergi í rest af rými.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1109380 – Hjallabraut 35-43, gerð lóðarleigusamnings

      Lagfæra þarf mæliblöð vegna uppfærslu á lóðaleigusamning HS-Orku.

      Skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að breyta mæliblaði lóðar við Hjallabraut 35-43 í samræmi við uppfærðan lóðarleigusamning HS-orku.

    • 1209042 – Linnetsstígur 2, skilti á húsi

      Umhverfis- og Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar hefur borist athugasemd vegna skiltis á húsi nr. 2 við Linnetsstíg þar sem verslunin Sigga&Timo hefur sett upp skilti þar sem bílastæði eru sérmerkt versluninni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eiganda skiltisins á að bílastæði fyrir framan húsið eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar og því óheimilt að merkja þau einni verslun. Fjarlægja ber skiltið.

    • 1209033 – Fluguskeið 22, byggingarstig og úttektir

      Flugskeið 22 er skráð á bst. 2, síðasta skráða úttekt er á veggjum þann 7.9.2009. Skv. loftmynd á heimasíðu Þjóðskráar virðist mannvirkið fullbyggt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og lokaúttekt að því loknu.

    • 1209044 – Eyrartröð 3 mhl 2 byggingarstig og notkun

      Matshluti 2 er skráður á byggingarstigi 2 þó að húsið sé fullgert.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og lokaúttekt að því loknu.

    • 1112190 – Kríuás 17 a og b, lokaúttekt

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði Jóhann G. Hlöðversson byggingarstjóra til lokaúttektar 19.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjóra Jóhann G. Hlöðversson kr. 20.000/dag frá og með 01.10.2012 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga hafi hann ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Enn fremur verður sent erindi á Mannvirkjastofnun um áminningu skv. sömu grein laganna.

    • 0909005 – Gjáhella 11, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki hafði verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki, en bréf munu ekki hafa komist til skila.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar álögðum dagsektum. Þrotabúinu SÆ 14 ehf ber að rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Þá er það skylda þrotabúsins og fasteignasala að gera kaupanda grein fyrir því að húsið sé ekki byggt samkvæmt teikningum og sé ekki á fokheldisstigi, en skipulags- og byggingarfulltrúi mun krefja nýja eigendur um aðgerðir í samræmi við lög og reglugerðir ef taka á húsið í notkun.$line$

    C-hluti erindi endursend

    • 1208507 – Steinhella 17a, byggingarleyfi

      Steinhella 17 ehf sækja 29.08.12 um leyfi til að innrétta skrifstofu og sýningarsal í norðurenda hússins og setja nýja glugga og hurð í núverandi hurðar á austurhlið samkvæmt teikningum Þorsteins Friðþjófssonar dags. 04.02.06.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1208168 – Skipalón 5, byggingarleyfi

      Fjarðarmót sækir 14.08.12 um að byggja 32 íbúða fjölbýlishús með svalagangi á 5 hæðum með lokuðum bílakjallara.Samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttir dags.14.08.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt