Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. september 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 426

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1209061 – Bjarkavellir 1b, breyting á byggingarleyfi

   Valhús ehf sækir 06.09.12 um að breyta þaki samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 27.08.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Þ.m.t. lóðarhönnun þar sem fram kemur kvöð um girðinu við Kirkjuvelli í samræmi við deiliskipulag. Jafnframt er eldra byggingarleyfi fellt úr gildi skv. 2. mgr. 14. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.$line$13. grein mannvirkjalaga:$line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1208168 – Skipalón 5, byggingarleyfi

   Fjarðarmót sækir 14.08.12 um að byggja 32 íbúða fjölbýlishús með svalagangi á 5 hæðum með lokuðum bílakjallara. Samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttir dags.14.08.12. Farið er fram á að byggt verði í samræmi við eldri reglugerð samkvæmt heimild til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.08.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt:$line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1209032 – Steinhella 12, breyting

   Xyzeta ehf sækir 04.09.2012 um breytingu á stiga á rými. 0101,0102,0106,0107,0108, og 0114 samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dagsettar 03.09.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1208507 – Steinhella 17a, byggingarleyfi

   Steinhella 17 ehf sækja 29.08.12 um leyfi til að innrétta skrifstofu og sýningarsal í norðurenda hússins og setja nýja glugga og hurð í núverandi hurðar á austurhlið samkvæmt teikningum Þorsteins Friðþjófssonar dags. 04.02.06 Nýjar teikningar bárust 06.09.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1209159 – Helluhraun 16-18, niðurrif á timburskýli

   Eik fasteignaféla sækir 11.09.12 um að rífa niður matshluta 01-02 timburskýli vegna breytingar á plani við Helluhraun 16-18.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Sækja þarf um starfsleyfi til heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

  • 1209098 – Brúsastaðir 2, stöðuleyfi

   Börkur Jónsson kt. 021172-4569 sækir 06.09.12 um tímabundið stöðuleyfi fyrir vinnuskúr vegna framkvæmda í íbúðarhúsi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi til eins árs fyrir vinnuskúrinn.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1209136 – Miðvangur 41.fyrirspurn

   Jón I Garðarsson ehf leggur þann 10.09.2012 inn fyrirspurn um breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Ný gögn hafa verið lögð fram. Sjá einnig fylgiskjöl.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1205148 – Hverfisgata 34, fyrirspurn um stækkun

   Ásmundur Þórðarson Hverfisgötu 34 leggur inn nýja fyrirspurn um að stækka húsið usamkvæmt meðfylgjandi uppdrætti 10.09.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1207128 – Brekkuás strætóskýli, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir erindi umhverfis- og framkvæmdasviðs um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga Áslands til að staðsetja strætóskýli samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Tillagan var auglýst 31.07.12 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 11032656 – Gjáhella 3,umgengni á lóð.

   Umgengni á lóð við Gjáhellu 3 er verulega ábótavan. Sjá nánar myndir sem teknar voru á staðnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir umráðanda Fasteignaskoðun Reykjavíkur ehf skylt að bæta umgengnina inna þriggja vikna.

  • 1209056 – Vörðuberg 20, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Vörðuberg 20, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en bendir á að skila þarf teikningum þríriti í samræmi við grein 4.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sjá vef Mannvirkjastofnunar http://www.mvs.is. Skriflegt samþykki meðeiganda í húsalengju þarf að fylgja.

Ábendingagátt