Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. september 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 427

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1209288 – Dalshraun 16, stöðuleyfi vegna gesthús.

   Pálmi Þór Pálsson sækir 17.09.2012 um stöðuleyfi fyrir 40fm gesthús sem byggt verður við Dalshraun 16. og verður flutt i okt. 2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi til 1.nóvember 2012 fyrir gesthúsið.

  • 1208523 – Bláfjallavegur, Leirdalshöfði, frágangur á námu.

   Jóhann B. Skúlason f.h. vegagerðarinnar óskar eftir í tölvupósti þann 13. september sl. að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna frágangs námu í Leirdalshöfða skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir umbeðið leyfi en bendir á að náman er innan Reykjanesfólksvangs óskar eftir því að varlega verði farið í allar framkvæmdir.

  • 0710087 – Bjarkavellir 1A, byggingarleyfi

   Byggingarleyfi var samþykkt 19.03.08 og framkvæmdir hafnar, en hafa legið niður síðan það ár.

   Skipulags- og byggignarfultlrúi fellir byggingarleyfið úr gildi í samræmi við 2. mgr. 14. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 0710095 – Bjarkavellir 1C, byggingarleyfi.

   Byggingarleyfi var samþykkt 21.11.07 og framkvæmdir hafnar, en hafa legið niður síðan 2008.

   Skipulags- og byggignarfultlrúi fellir byggingarleyfið úr gildi í samræmi við 2. mgr. 14. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1208420 – Hverfisgata 52b, fyrirspurn

   Óli Örn Eiríksson leggur 24.08.12 fram fyrirspurn um að breyta bílskúr,breyta kvistum, byggja garðskála. Nánari lýsing á fyrirspurnarblaði. Fyrirspurninni var vísað til Húsafriðunarnefndar og umsögn hennar dags. 11. september liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1209232 – Garðavegur 15,umsókn um Lóðastækkun

   Sævar Þór Guðmundsson sækir 13.09.12 lóðarstækkun vegna stækkunar á bílastæði, sjá umsókn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til bæjarráðs.

  • 1209251 – Norðurhella 19, umgengni á lóð.

   Norðurhella 19, umgengni á lóð. Á lóðinni eru 5 trailerar,nokkrir gámar/vinnuskúrar ásamt öðrum varningi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir umráðanda Íslandsbanka hf,skylt að bæta umgengnina innan þriggja vikna.

  • 1209252 – Norðurhella 2,byggingarleyfi

   Umhverfis- og framkvæmdasvið sækir um að fá að byggja þrjár færanlegar kennslustofur á lóð við Norðurhellu 2.$line$ $line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskildu að uppdrættir berist í samræmi við byggingarreglugerð.

  • 1209345 – Arnarhraun 29, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Sigurður Hafsteinsson gerir fyrirspurn þann 18. 9. 2012 vegna eignarinnar Arnarhraun 29. Endurnýja þarf þak vegna fúa. Íbúðir á efri hæð eru óíbúðarhæfar og fólk flutt út. Þegar þak var opnað blasti við mikill fúi, sveppir o.s.frv. Hefja þarf framkvæmdir sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að efsta brún þaks verði nokkurn veginn í sömu hæð og húsin sitthvoru megin, þ.e. hús nr. 27 og 31.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

  • 1011337 – Gullhella 1, byggingarstig og notkun

   Gullhella 1, mhl 01 til 04 eru skráðir á bst 2 mst 1, þrátt fyrir að vera fullbyggðir og teknir í notkun. Um er að ræða vélaverkstæði og dreifistöð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldis- og lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur og byggingarstjóra kr. 20.000/dag frá og með 01.11.12 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1209254 – Eyrartröð 13, ólögleg búseta.

   Þrjár manneskjur eru skráðar til heimilis að Eyrartröð 13, en þar hvorki skráð íbúð, né starfsmananíbúð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigendum á að búseta er óheimil í iðnaðarhúsnæði og gerir eigendum skylt að ljúka ölöglegri búsetu án tafar að viðlögðum dagsektum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1209309 – Heiðvangur 28, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Guðmundur Jónsson Heiðvangi 28, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu á óupphituðu geymsluskýli við suðurgafl bílskúrs – viðbygging snýr inn í garðinn. Stærðir – lengd 4100 mm – (sama og breidd bílskúrs) og breidd um 1700 mm. Þak væri einhalla þannig hæst um 1700 mm við hús en ca 1300-1400 mm þar sem það er lægst.

   Frestað milli funda.

  • 1209337 – Norðurvangur 15, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Bergsveinn Jónsson gerir fyrirspurn þann 18. september um stækkun á húsi, um ræðir framlenging á bílskúr. Lóðin nýtist illa eins og hún er í dag, en þar er lítill 13 fermetra skúr sem ég mun rífa. Einning með þessum breytingum mun hljóðmengun sem skapast frá stóru bílastæði, minka talsvert.

   Frestað milli funda.

  • 1009070 – Krýsuvík, Seltún kvikmyndataka

   Birgitta Björnsdóttir f.h. Zik Zak kvikmynda óskar eftir að fá leyfi til að taka upp stuttmynd í byrjun október í hálfan dag.

   Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þessi að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara auglýsingargerðar. $line$Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

  • 0704150 – Hnoðravellir 24, byggingarleyfi

   Borist hefur bréf frá Guðjóni Ólafi Jónssyni JP lögmenn dags. 14.09.12 þar sem gerð er athugasemd við samþykkt byggingarfulltrúa á regnvatnslögn, þar sem samþykki nýs eiganda lá ekki fyrir þegar teikningin var send inn. Farið er fram á ógildingu samþykktarinnar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að rétt hafi verið staðið að afgreiðslu málsins, þar sem um er að ræða reyndarteikningu af regnvatnslögn sem fyrri eigandi hafði lagt, og teikningin var lögð inn af hönnuði hússins.

  C-hluti erindi endursend

  • 1209240 – Fururás 4, breyting

   Örn Arnarson sækir 13.09.2012 um breytingu á eldhúsi, snyrt og anddyri , samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 06.06.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt