Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Kristinn Ragnarsson sækir um f.h.lóðarhafa, byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. teikningum dags. 31.7.2012. Lóðarhafi Guðjón Sigurðsson sækir með bréfi dags. 24.09.12 um að styðjast við eldri byggingarreglugerð skv. heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita umbeðna undanþágu.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
Skipalón 27,húsfélag sækir þann 19.09.2012 um að loka öllum svölum á SV-hlið með svalagleri samkvæmt teikningum dagst. 06.12.2006.Stimplað 17.09.2012 af SHS.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Elín María Nielsen sækir 20.09.2012 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Geymsla fjarlægð úr bílskúr. Skráning breytinst þannig að bílskúr stækkar og íbúðarhús minnkar. brúttóstærð óbreytt, samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 11.09.2012.
Framkvæmdir hafa legið niðri nokkur ár, en byggingarleyfi var gefið út 02.03.2007. Aðvörun um niðurfellingu byggingarleyfis var send 27.10.2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir byggingarleyfið úr gildi í samræmi við 2. mgr. 14. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Guðmundur Jónsson Heiðvangi 28, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu á óupphituðu geymsluskýli við suðurgafl bílskúrs – viðbygging snýr inn í garðinn. Stærðir – lengd 4100 mm – (sama og breidd bílskúrs) og breidd um 1700 mm. Þak væri einhalla þannig hæst um 1700 mm við hús en ca 1300-1400 mm þar sem það er lægst.
Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir íbúðahverfi í Norðurbæ fyrir reit 4 sem Heiðvangur 28 tilheyrir er ekki heimilt að byggja meira á lóðamörkum en komið er.
Bergsveinn Jónsson gerir fyrirspurn þann 18. september um stækkun á húsi, um ræðir framlenging á bílskúr. Lóðin nýtist illa eins og hún er í dag, en þar er lítill 13 fermetra skúr sem ég mun rífa. Einning með þessum breytingum mun hljóðmengun sem skapast frá stóru bílastæði, minka talsvert.
Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir íbúðahverfi í Norðurbæ fyrir reit 4 sem Norðurvangur 15 tilheyrir er ekki heimilt að byggja meira á lóðamörkum en komið er. Heimilt er að stækka húsið um allt að 20 fermetra innan byggingarreits.
Leyfi sem Marko-merkingar fengu til reynslu að setja ljósaskilti á ljósastaura er löngu útrunnið. Samkvæmt byggingarreglugerð þarf að sækja um leyfi fyrir öllum skiltum á bæjarlandi.
Eiganda ber að taka skiltin niður innan þriggja vikna.
Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Anton Kjartansson frá og með 1. september 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hefði hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Frekari gögn hafa komið fram sem sýna að stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram þegar fyrri byggingarstjóri sagði sig af verki, og telst hann því enn vera byggingarstjóri, en ekki Anton Kjartansson.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur. Jafnframt eru dagsektir á Anton Kjartansson felldar niður.
Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Frekari gögn hafa komið fram sem sýna að stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram þegar fyrri byggingarstjóri sagði sig af verki, og telst hann því enn vera byggingarstjóri, en ekki Anton Kjartansson.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur.
Jón Ariliusson sækir 08.08.12 um að byggja nýbyggingu úr steinsteypu samkvæmt teikningum Sigrúnar Óla dags.26.07.12 Leiðréttar teikningar dagst.24.07.2012 bárust 18.09.2012.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.