Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. október 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 429

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1210002 – Skipalón 10-14, Breyting á innra skipulagi

      Fm-hús sækir 01.10.12 inn breytingar á innra skipulagi íbúða 02-03,02-04,03-03,03-04,04-03,04-04,05-03,05-04,06-03 og 06-04. Baðherbergjum fækkað úr tveimur í eitt og anddyri breytt. Þvotthús stækkuð í sömu íbúðum. Sankvæmt teikningum Páls Gunnarsonar dag.24.09.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1209533 – Arnarhraun 29,hækkun á þaki

      Húsfélagið Arnarhrauni 29 sækir 27.09.12 um að hækka þak hússins samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar sags. 13.09.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Það þarf að koma til ný eignaskiptayfirlýsing, þar sem skráningartafla sýnir aðrar stærðir en eru skráðar.

    • 1011384 – Dalshraun 8, byggingarstig og notkun

      Dalshraun 8, mhl 03 er skráður á bst/mst 1 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Það vantar fokheldis og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 12.01.12 eigendum frest í fjórar vikur til að skila inn leiðréttum uppdráttum og sækja um fokheldis- og lokaúttekt. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1210060 – Thorsplan, stöðuleyfi vegna Jólaþorps 2012

      Sótt er um tímabundið leyfi 03.10.12 til uppsetningar á Jólaþorpi á Thorsplani. 19. nóv til 31.des.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir uppdrætti sem sýnir fyrirkomulag húsanna.

    • 1205120 – Hlíðarás 24,byggingaframkvæmdir og skilmálar

      Vakin er athygli á að Hlíðarás 24 sé hálfbyggt hús og skapi hættur fyrir börnin í hverfinu. Húsið er skráð á byggingarstigi 2, sökkulveggir, en skv. úthlutunarskilmálum átti að skila sökkulveggjum þann 18. maí s.l. og fokheldisfrestur er til 18. maí 2008.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að gera húsið fokhelt og sækja um fokheldisúttekt og ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af.

    • 1209565 – Lækjargata 5, byggingarstig og notkun

      Bílgeymslan er byggð árið 2009, án fokheldis- né lokaúttektar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt.

    • 1210064 – Selhella 13 ólögleg búseta

      Komið hafa í ljós að búseta er í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði og búseta því ekki heimil.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skýringum frá húseigendum.

    • 1103120 – Heiðvangur 18, skráning á bifreiðageymslu og tengibyggingu.

      Fokheldisúttekt fór fram 21.07.11, en var synjað. Frestur var veittur til 15.09.11. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að gera bifreiðageymslu og tengibyggingu fokheldar og sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur.

    • 1111183 – Hraunstígur 5 og 7, mhl 02 skráning og notkun

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 2.5.2001 byggingu á bílskúrum mhl 02 við Hraunstíg 5 og 7. Mhl 02 er skráður á bst. 1 í fasteignaskrá en á loftmynd sést að þeir eru fullbyggðir. Síðasta skráða úttekt er á veggjum 1.hæð þ. 8.8.2001. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.11.12 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 3 vikna og síðan lokaúttekt. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að gera bifreiðageymslur fokhelda og sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur.

    • 1111247 – Kaldakinn 14, stækkun og skráning

      Þann 1.8.2007 samþykkti byggingarfulltrúi hækkun á rishæð hússins nr. 14 við Kaldakinn og byggingu á kvistum og suður og norður hliðum hússins ásamt svalagerð. Síðasta skráða úttekt er á burðarvirki með athugasemdum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldis- og lokaúttekt innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja fram úrbætur.

    • SB060572 – Drekavellir 53

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þótt það sé í fullri notkun. Fokheldisúttekt var synjað 21.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja að nýju um fokheldisúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi tilkynnti 22.02.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.09.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur kr. 20.000 á dag og sömu upphæð á byggingastjóra frá og með 15.11.2012 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóra áminningu, hvort tveggja skv. 56 og 57 grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1210062 – Gjáhella 11, deiliskipulagsbreyting

      Guðmundur Pétursson f.h. lóðarhafa að Gjáhellu 11 leggur fram fyrirspurn þess efnis að breyta deiliskipulagi og að kvaðir um gróður og sameiginlegan innakstur verði felldur úr gildi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til brugðist hefur verið við tilmælum skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi fokheldi og skil á réttum uppdráttum.

    • 1209503 – Brekkuás 9,breyting á eignarhaldi á sérgeymslu.

      FM Hús ehf sækir þann 25.09.2012 um að breyta eignarhaldi á sérgeymslu í kjallara hússins nr.9. Geymslu nr.00-05 samkvæmt teikningum dagst. 06.07.09.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt