Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. október 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 430

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1210060 – Thorsplan, stöðuleyfi vegna Jólaþorps 2012

      Ásbörg Una Björnsdóttir f.h.skrifstofu menningar- og ferðamála óskar eftir að setja upp jólaþorpið á Thorsplani skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu jólaþorps, að því gefnu, að húsin verði tekin niður milli jóla og nýárs, og að uppsetning Jólaþorpsins verði í fullu samráði við skipulags- og byggingarsvið og í samræmi við fyrirliggjandi uppdrætti.

    • 1210189 – Krýsuvík, myndataka við Seltún.

      Ómar Jabali f.h. kvikmyndafyrirtækisins Comrade Film óskar eftir í tölvupósti þann 8. október sl. að taka upp erlenda stuttmynd við Seltún í Krýsuvík þann 10. október nk.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar. $line$Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 1210133 – Dalshraun 9b.dreifistöð

      HS Veitur hf sækir þann 08.10.2012 um að setja upp dreifistöð á lóð Dalshrauns 9b samkvæmt uppdráttum frá Birni Gústafssyni dagst.05.10.2012. Einnig fylgir samþykki Gunnars Þórs Gíslasonar fyrir staðsetningu dreifistöðvarinnar á lóðarmörkum Dalshrauns 11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Dreifistöðin verður sér matshluti, nr 02, og þarf ný skráningartafla að berast í samræmi við það ásamt eignaskiptasamningi.

    • 1209240 – Fururás 4, breyting

      Örn Arnarson sækir 13.09.2012 um breytingu á eldhúsi, snyrtingu og anddyri , samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 06.06.12 Leiðréttar teikningar bárust 02.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1106205 – Hverfisgata 12-setja gamalt hús á lóð

      Sigurður Jónsson sækir um með erindi dags. 27. júní 2011 að fá lóðina að Hverfisgötu 12 undir gamalt hús sem byggt er 1894. Ný gögn bárust 10.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1210075 – Krýsuvík, draghundasport.

      Páll Ingi Haraldsson formaður Reykjavíkurdeildar Draghundasport Iceland óskar eftir í tölvupósti dags. 4. október 2012 að keppa í hundadragi þann 13. október nk. sem felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli í Krýsuvík. Þessi viðburður á að eiga sér stað milli 12-14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur í jákvætt í erindið þar sem Lögregla og Krýsuvíkursamtökin hafa verið upplýst um þennan viðburð. Bent skal á að þar sem Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar keppni.

    • 1210094 – Dalshraun 5 ólögleg búseta mhl 04 0301 og 04 0302

      Borist hafa vísbendingar um ósamþykkta íbúð og ólöglega búsetu að Dalshrauni 5 3. hæð, matshluti 0301 og 0302. Húsið er á athafnasvæði og búseta því óheimil og erindi þar um hefur áður verið synjað.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skýringum frá eigendum innan þriggja vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1210088 – Kríuás 1, færanlegar kennslustofur byggingarleyfi

      Sótt er 04.10.12 um að byggja færanlegar kennslustofur á Norðurhellu 2 til flutnings á Kríuás 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1210204 – Furuás 8-10 og 23-25 og 27, fyrirspurn breytingu á byggingarreit vegna parhúss og raðhúss

      Lautasmári ehf leggur inn fyrirspurn dags 10.10.2012, varðandi breytingu á byggingareit fyrir parhús á Furuás 8-10 og raðhúss á Furuás 23-25 og 27.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt