Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. október 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 431

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1210379 – Klukkuvellir 20-26 breyting

   Sótt er um breytingu á staðsetningu húss.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að færa staðsetningu hússins til fyrra horfs skv. 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1210356 – Brekkugata 14, deiliskipulagsbreyting

   Ragnar Agnarsson sækir 16.10.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1210322 – Lyngbarð 2, frágangur á húsi

   Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna þess hve dregist hefur að ganga frá húsinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga frá húsinu utanverðu innan fjögurra vikna og jafnframt að fjarlægja vinnuskúr af lóðinni.

  • 1205204 – Klukkuvellir 1 Umgengni á lóð.

   Kvörtun hefur borist vegna Klukkuvalla 1, mikið af byggingarefni er geymt á staðnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 16.05.12 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín um tiltekt á lóðinni. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæði 2. mgr. 2.9.2. gr. byggingarreglugerðar um dagsektir á eigendur.

  • 1205205 – Klukkuvellir 5. Umgengni á lóð.

   Kvartað hefur verið yfir frágangi á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 16.05.12 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Kvartað er einnig yfir ónýtum byggingarkrana á Klukkuvöllum 5,nágrannar vilja láta taka kranan niður áðun en að tjón hlýst af.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín um tiltekt á lóðinni. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæði 2. mgr. 2.9.2. gr. byggingarreglugerðar um dagsektir á eigendur. Enn fremur gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda byggingarkranans að fjarlægja hann innan 4 vikna.

  • 0909005 – Gjáhella 11, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki hafði verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki, en frestaði þeim þar sem bréf munu ekki hafa komist til skila. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.09012 eigendum skylt rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á ný dagsektir kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1210097 – Fléttuvellir 35, hlaðinn veggur á lóðarmörkum.

   komið hefur í ljós að í byggingu er hleðsla á vegg á lóðarmörkum við hús nr 35 við Fléttuvelli. Veggurinn er ekki sýndur á samþykktum teikningum og er mun stærri en ákvæði í byggingarreglugerð segja til um.

   Í greinagerð deiliskipulags Valla 4 kemur fram að leyfilegt sé að reisa girðingu allt að 180 cm háa innan lóðarmarka í minnst 180 cm frá lóðarmörkum. Um girðingar gilda að öðru leyti fyrirmæli byggingarreglugerðar 67.gr. 3 kafla. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir kröfu um að veggurinn verði fjarlægður þar sem hann stendur í dag skv. því sem hér að ofan greinir.

  • 10102394 – Steinhella 1, byggingarstig og notkun.

   Borist hefur fyrirspurn frá heibriðgðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi samþykkta notkun. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4(fokheldi) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun.Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.10.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 23.02.11 að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. apríl í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Upplýst hefur verið að byggingarstjórinn sé látinn, og var frestur veittur til 25.06.11 til að ráða nýjan byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 22.2.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.06.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að ráða nýjan byggingarstjóra og sækja um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á dagsektir kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1111224 – Suðurgata 79, mhl 03 bifreiðageymsla skráning

   Fokheldisúttekt var framkvæmd 14.02.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfultrúi gerir eiganda skylt að bæta úr því sem á vantar og sækja um endurtekna fokheldisúttekt innan 4 vikna.

  • 1011333 – Tjarnarvellir 3, byggingarstig og notkun

   Húsið á Tjarnarvöllum 3 sem er á miðsvæði Valla er skráð á bst/mst 2, en á að vera fullbyggt samkvæmt lóðarskilmálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt 24.11.10 að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Áður lagður fram tölvupóstur frá Friðjóni Sigurðarsyni f.h. Kröfuhafa Skjaldborg 3 dags. 03.12.10 þar sem fram kemur að húsið sé ekki fokhelt og hafi ekki verið tekið í notkun. Fokheldi var synjað 08.08.08, þar sem eldvarnarveggi vantaði. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda skylt að koma eigninni í fokhelt ástand innan fjögurra vikna. Frestur var veittur til 01.06.11. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að sækja um fokheldisúttekt. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á dagsektir kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1210330 – Furuás 10, byggingarleyfi

   Lautarsmári sækir um 15.10.12 um að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags.12.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi byggingarreglugerð. Sækja þarf sérstaklega um undanþágu sem gildir til næstu áramóta.

  • 1210199 – Lækjargata 30.skjólveggur

   Jónatan Eiríksson sækir þann 10.10.12 um leyfi fyrir skjólvegg úr timbri við eignarhluta 0103 á Lækjargötu 30 samkvæmt teikningum dagst.13.07.2004.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi fer fram á að skriflegt samþykki meðeigenda í húsi verði lagt fram. Frestað.

  • 1210291 – Eyrartröð 3, breyting

   Heiðarverk ehf sækir um 11.10.12 um að breyta innra skipulagi. Rýmum fækkað samkvæmt teikningum Guðna Pálsonar dags.10.06.06 breytt 10.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1210286 – Rauðhella 8, breyting

   H.Jakobsen ehf sækir 11.10.12 um að breyta millilofti 01-03 samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundssonar dags.03.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1210329 – Furuás 8, byggingarleyfi

   Lautarsmári sækir 15.10.12 um að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags.12.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi byggingarreglugerð. Sækja þarf sérstaklega um undanþágu sem gildir til næstu áramóta.

  • 1210308 – Bæjarhraun 16, breyting á byggingarleyfi

   Íslandsbanki sækir um 12.10.12 um að breyta flóttleiðum í kjallara , nýtt björgunarop samkvæmt teikningum Egils Guðmundssonar dags.10.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og fer fram á að samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

  • 1210351 – Hvaleyrarbraut 27, breyting

   Arion banki hf sækir 16.10.12 um að sameina eignahluta á 2.hæð.samkvæmt teikningum Jónasar Þórðarsonar dags. 28.02.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt