Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. október 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 433

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1210561 – Steinhella 17a, breyting á innra skipulagi

   Steinhella 17 ehf sækir 26.10.12 um að bæta inn millilofti í samræmi við innsendar teikningar, sjá mál nr. 1208507. Samkvæmt teikningum Þorsteins Friðþjófssonar dag.07.08.12. Ný skráningartafla hefur borist.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1210626 – Dalshraun 9b, umsókn um graftrarleyfi innan lóðar

   Dalshraun 9b, umsókn um graftrarleyfi innan lóðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1210308 – Bæjarhraun 16, breyting á byggingarleyfi

   Íslandsbanki sækir um 12.10.12 um að breyta flóttleiðum í kjallara , nýtt björgunarop samkvæmt teikningum Egils Guðmundssonar dags.10.10.12. Nýjar teikningar með undirritun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bárust þann 25.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1209503 – Brekkuás 9,breyting á eignarhaldi á sérgeymslu.

   FM Hús ehf sækir þann 25.09.2012 um að breyta eignarhaldi á sérgeymslu í kjallara hússins nr.9. Geymslu nr.00-05 samkvæmt teikningum dagst. 06.07.09.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1210291 – Eyrartröð 3, breyting

   Heiðarverk ehf sækir um 11.10.12 um að breyta innra skipulagi.Rýmum fækkað samkvæmt teikningum Guðna Pálsonar dags.10.06.06 breytt 10.10.12 Nýjar teikningar bárust 31.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1204411 – Hringbraut 16, Fjarlægja hús af lóð

   Sigurður Haraldsson sækir fyrir hönd Fasteignafélags Hafnarfjarðr um að fjarlægja brunarústir af lóðinni.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar að fjarlægja brunarústirnar.

  • 1009262 – Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur

   HS-Orka sækir með bréfi dags. 26.10.12 um framlengingu framkvæmdaleyfis fyrir borholur í Krýsuvík til eins árs. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti framkvæmdaleyfið 06.10.2010 eftir umfjöllun skipulags- og byggingarráðs með eftirtöldum skilyrðum: Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar. Umsóknin samræmist skipulagslögum nr. 123/2010.

  • 1210560 – Bjarkavellir 1A, byggingarleyfi

   Valhús ehf sækir 26.10.2012 um að byggja 21.íbúða fjölbýlishús samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 26.10.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Bent er á að sækja þarf sérstaklega um ef óskað er eftir að styðjast við eldri byggingarreglugerð.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1011376 – Melabraut 27, byggingarstig og notkun

   Melabraut 27 er skráð á bst/mst 1, byggingar- og framkvæmdarleyfi, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og búið að taka í notkun. Vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Dagsektir áður lagðar á, en frestur veittur 01.05.11 teikningar á leiðinni að sögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að skila umræddum teikningum innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um fokheldisúttekt og lokaúttekt. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Dagsektir lagðar á 01.03.12 en frestað þar sem byggingarstjóri sagðist 02.04.12 vera að undirbúa úttekt. Ekkert hefur gerst síðan í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi mun setja dagsektir í innheimtu frá og með 01.12.2012 kr. 20.000 á dag á eiganda Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf og byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson og jafnframt senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu á byggingarstjóra verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1210536 – Hlíðarbraut 3 bílskúr, byggingarstig og notkun

   Komið hefur í ljós að bílskúr við húsið er ekki skráður í fasteignaskrá og lögboðnar úttektir hafa ekki farið fram.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt fyrir bílskúrinn og síðan lokaúttekt.

  • 1205163 – Garðavegur 8 skúr á lóð

   Kvörtun hefur borist yfir ásigkomulagi á skúr á lóðinni og girðingu að göngustíg. Einnig er jarðvegur og kantsteinn að losna við heimkeyrsluna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skúrsins skylt að bæta úr ásigkomulagi skúrsins og girðingarinnar. Útfærslu kantsteins er vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

  • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

   Málið snýst um hver sé með réttu byggingarstjóri á byggingunni. Ágúst Pétursson skráði sig af verki þegar framkvæmdum var lokið og Anton Kjartansson skrifaði undir samþykki nýs byggingarstjóra. Stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram skv. 1. mgr. 36. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998: “Gera skal úttekt á þeim verkhluta sem lokið er og skulu fráfarandi og aðkomandi byggingarstjórar undirrita hana, ef þess er kostur, ásamt byggingarfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðar að byggingarstjóraskiptum hafi ekki verið lögformlega lokið, og telst Ágúst Pétursson því enn vera byggingarstjóri og ábyrgur fyrir framkvæmdum við bygginguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Unnt er að skjóta máli þessu til athugunar Mannvirkjastofnunar skv. 18. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

   Málið snýst um hver sé með réttu byggingarstjóri á byggingunni. Ágúst Pétursson skráði sig af verki þegar framkvæmdum var lokið og Anton Kjartansson skrifaði undir samþykki nýs byggingarstjóra. Stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram skv. 1. mgr. 36. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998: “Gera skal úttekt á þeim verkhluta sem lokið er og skulu fráfarandi og aðkomandi byggingarstjórar undirrita hana, ef þess er kostur, ásamt byggingarfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðar að byggingarstjóraskiptum hafi ekki verið lögformlega lokið, og telst Ágúst Pétursson því enn vera byggingarstjóri og ábyrgur fyrir framkvæmdum við bygginguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Unnt er að skjóta máli þessu til athugunar Mannvirkjastofnunar skv. 18. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1011361 – Einivellir 7, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 08.12.10 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóri sagði sig af verki 08.12.10. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.03.12 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem óski um endurtekna lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.07.12 tilmæli sín til eigenda hússins að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við erindinu fyrir 1. september 2012 mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á húsfélagið að Einivöllum 7 f.h. eigenda kr. 20.000 á dag frá og með 01.12.12 skv. grein 56. í lögum um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1203232 – Erluás 2, byggingarstig og úttektir

   Erluás 2 er enn skráð að mestu á byggingarstigi 4 og matsstigi 8, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 25.04.2012 en ekki var brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín og mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra verði ekki sótt um lokaúttekt innan 4 vikna.

  C-hluti erindi endursend

  • 1210522 – Hlíðarás 20, breyting

   Elín María Nielsen sækir 25.10.2012 um breytingu á áður samþykktum teikningum, breyta glugga á salerni 1.hæð og bæta við garðvegg, samkvæmt teikningu Jóns H. Hlöðversonar dagsettar 11.10.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða þarf að liggja fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1210088 – Kríuás 1, færanlegar kennslustofur byggingarleyfi

   Sótt er 04.10.12 um að byggja færanlegar kennslustofur á Norðurhellu 2 til flutnings á Kríuás 1.Teiknað af Borghildi Sölvey Sturludóttir dags.24.10.12. Nýjar teikningar bárust 25.10.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt