Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. nóvember 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 434

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1211003 – Melabraut 18, viðbygging þvottastöð

      Hagvagnar hf. sækja 01.11.2012 um viðbyggingu á þvottastöð samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldason dagsettar 31.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1210381 – Skipalón 7, byggingarleyfi

      Krap ehf sækir 17.10.2012 um leyfi til að byggja 5.hæða fjölbýlishús samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 16.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1210380 – Skipalón 1, byggingarleyfi

      Krap ehf sækir 17.10.2012 um leyfi til að byggja 5.hæða fjölbýlishús samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 16.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1210368 – Furuás 23.raðhús á tveimur hæðum

      Kristinn Ragnarsson arkitekt sækir f.h. eiganda um að nota byggingarreglugerð nr. 441/1998 í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012, ákvæði til bráðabirgða nr. 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1210369 – Furuás 25.raðhús á tveimur hæðum

      Kristinn Ragnarsson arkitekt sækir f.h. eiganda um að nota byggingarreglugerð nr. 441/1998 í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012, ákvæði til bráðabirgða nr. 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1210370 – Furuás 27.raðhús á tveimur hæðum

      Kristinn Ragnarsson arkitekt sækir f.h. eiganda um að nota byggingarreglugerð nr. 441/1998 í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012, ákvæði til bráðabirgða nr. 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1211012 – Dalsás 8, breyting á kjallara

      G. Leifsson ehf sækir 01.11.2012 um breytingar á steyptum vegg í kjallara á Dalsás 8. veggur feldur niðuur, aðkoma tröppu á húsi númar 8. breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar. sept.2012. Breyting frá áður samþykktum teikningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Vakin er þó athygli á meðfylgjandi athugasemdum.

    • 1211048 – Fluguskeið 22, breyting

      Helgi Vilhjálmsson sækir 06.11.2012 um breytingu á áðursamþykktum teikningum, breytingar eru lagfært mál , hurð á norðurvegg sett inn, innkeyrsluhurð felld niður, hús einángrað að innan og múrað með ádregnum salla að utan, samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dagsettar 30.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1210064 – Selhella 13 ólögleg búseta

      Komið hafa í ljós vísbendingar um að búseta sé í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði og búseta því ekki heimil.Svarbréf barst frá Kjarnagluggum ehf, dagss 02.11.2012.

      Lagt fram.

    • 10103545 – Laufvangur 1-9, bílastæði

      Borist hafa ábendingar íbúa við Laufvang nr. 7 og 9 vegna reits við enda bílastæðis við Laufvang nr. 1-9. Á reitnum er lagt jeppa og tjaldvagni sem skerðir útsýni í vinkilbeygju. Reiturinn er utan lóðar og skapar hættu og er óskað eftir því að settur verði kantur ásamt grasi og steini til að koma í veg fyrir að reiturinn verði notaður sem bílastæði.

      Skv. staðfestu og birtu deiliskipulagi fyrir þetta svæði er ekki gert ráð fyrir bílastæði á umræddu horni einnig er það utan lóðar og ógnar umferðaröryggi þar sem það er í vinkilbeygju. Umsögn Framkvæmdasviðs liggur fyrir.

    • 1206053 – Reykjavíkurvegur 30, umgengni og bílastæði

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 25. júlí sl. var vakin athygli á slæmu ástandi í bílastæðismálum á Reykjavíkurvegi 30 og óskaði Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda skylt að fjærlægja bílhræ og annað dót utan lóðar innan fjögurra vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu og hugsanlega er það lóðarhafi nr. 32 sem á stóran hluta þessa hræja.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun og verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi láta fjærlægja dótið á kosnað lóðarhafa.

    • 1207220 – Reykjavíkurvegur 35 og 35A, umgengni á bæjarlandi

      Á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 18. júlí sl. var óskað eftir því við eigenda að Reykjavíkurvegi 35 og 35a að fjarlægja byggingarúrgang á bæjarlandi innan 4 vikna frá umræddum fundi. Komið hefur í ljós að ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.10.12 eigendum skylt að fjarlægja byggingarúrgang af hrauni á bæjarlandi. Upplýsingar hafa borist um að byggingarúrgangurinn tilheyri Reykjavíkurvegi 35.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að fjarlægja byggingarúrganginn. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi grípa til aðgerða til að knýja fram úrbætur í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1211077 – Skipalón 22,24,26 og 16,18,20, plötur á svalahandriðum

      Borist hefur kvörtun frá húsfélaginu varðandi galla í plötum á svalahandriði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur ekki lögsögu í málinu og vísar því til byggingarstjóra.

    • 1111244 – Fjóluás 20a, lokaúttekt

      Lokaúttekt hefur ekki farið fram á mannvirkinu þótt það sé fullbyggt og í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 04.12.12 kl. 15 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina.

    • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

      Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Síðan hafa staðið deilur um hver sé byggingarstjóri á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 27.11.12 kl. 13.15 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Ágúst Péturssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1204085 – Furuás 4,Lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 04.05.12 em lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna.

    • 1211082 – Furuás 2 byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 4, fokhelt, þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 04.12.12 kl. 13.15 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1204086 – Furuás 26.Lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 24.04.12 em lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1211028 – Kaldakinn 14, breyting

      Ólöf Ásta Stefánsdóttir sækir 05.11.2012 um leyfi ap breyta þaki og kvistum á Köldukinn 14, einnig að klæða húsið með bárujárni, samkvæmt teikningum Ásmundar Jóhannssonar dagsettar 14.09.2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt