Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. nóvember 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 435

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1210657 – Hólshraun 2, viðbygging

      Eigendur fasteignarinnar að Hóslhrauni 2 óska eftir formlegri afturköllun á byggingarleyfi viðbyggingar við umrætt hús, sem sótt var um og samþykkt 18. okt 2006.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að fella byggingarleyfið úr gildi að því tilskyldu að leiðrétt skráningartafla berist undirrituð á A2 formi og í rafrænu formi. Beiðni um niðurfellingu gjalda er vísað til fjármálastjóra.

    • 1211120 – Strandgata 21, breytt skráning

      Smári Brynjarsson sækir 09.11.2012 um breytta skráningu eignar,úr gistiheimili, yfir í íbúð, eins og eignin var áður skráð. Áður hafði byggingarleyfi verið samþykkt 01.01.2006, samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettum 20.11.2004, en ekkert varð af framkvæmdum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi frá 2006 er fallið úr gildi þar sem framkvæmdir hófust ekki innan tilskilins tíma.

    • 1208050 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Jón Ariliusson sækir 08.08.12 um að byggja nýbyggingu úr steinsteypu samkvæmt teikningum Sigrúnar Óla dags.26.07.12 Leiðréttar teikningar dagst.24.07.2012 bárust 18.09.2012. Nýjar teikningar dags. br. 1.11.2012 hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Sé óskað eftir að styðjast við eldri byggingarreglugerð skal sækja um það sérstaklega.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 11032659 – Gjáhella 19,umgengni á lóð.

      Athygli okkar var vakin á því að umgengni á lóðinni nr. 19 við Gjáhellu er slæm. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 18.07.12 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við því.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011321 – Gjáhella 7, byggingarstig og notkun

      Gjáhella 7 er skráð á bst/mst. 4 þótt að það hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 14.03.2012, en frestur var veittur til 01.06.12. Ekki hefur verið staðið við þau tímamörk.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 07.12.12 kl. 15 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

      Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Síðan hafa staðið deilur um hver sé byggingarstjóri á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 27.11.12 kl. 15 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Ágúst Péturssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011320 – Gjáhella 5 byggingarstig og notkun

      Gjáhella 5 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4, mst.8 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið i notkun, það vantar lokaúttekt. Frestur veittur til 01.04.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 07.03.2012 en frestur var veittur til 01.06.12. Ekki hefur verið staðið við þann tímafrest.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 11.12.12 kl. 14:30 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1211145 – Miðvangur 41, breyting

      Jón I. Garðarsson ehf sækir 12.11.12 um að setja glugga og hurð á vestuhlið og breyta innra skipulagi samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 10.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt