Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. nóvember 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 436

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1210560 – Bjarkavellir 1A, byggingarleyfi

      Valhús ehf sækir 26.10.2012 um að byggja 21.íbúða fjölbýlishús samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 26.10.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Lóðauppdráttur þarf að berast áður en fleiri hús á lóðinni verða samþykkt.$line$Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1211154 – Móabarð 12b.viðbygging

      Eiríkur Skarphéðinsson sækir þann 13.11.2012 um leyfi fyrir viðbyggingu á suð-vestur hlið einbýlishúss sem mun hýsa borðstofu samkvæmt teikningum frá Kára Eiríkssyni dagst.06.11.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1211157 – Gjáhella 11, umsókn um byggingarleyfi

      Sótt er um leyfi til innri breytinga frá áður samþykktum teikningum. Í stað fyrrverandi fyrirkomulags, verður húsið gert að einni rekstrareiningu. Léttur iðnaður á 1. hæð og skrifstofur og starfsmannaaðstaða á 2. hæð. Að utan verður húsið óbreytt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1211151 – Berjahlíð 1.fyrirspurn

      Mihajlo Velemir leggur þann 13.11.2012 inn fyrirspurn um að setja upp gervihnattadisk á austurhlið fjölbýlishúss við Berjahlíð 1. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skissa sem sýnir staðsetningu disksins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1211221 – Sörlaskeið 24.hesthús

      Sigurður T Sigurðsson sækir þann 19.11.2012 um leyfi til að breikka dyr á N-Austurhlið hesthúss um 150 cm samkv. teikningum dagst.12.11.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1211264 – Krýsuvík, Seltún uppsetning á gasmæli.

      Baldur Bergsson óskar eftir í tölvupósti þann 15. nóvember 2012 að setja upp gasmæli á hverasvæðinu við Seltún skv. meðfylgjandi myndum. Verkefnið tengist gasmælingum á veðurstofu Íslands og stuðlar að rannsóknum í eldfjallavöktun á Íslandi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið en bendir á að svæðið er innan Reykjanesfólksvangs og skal því beita ítrustu varkárni við uppsetningu þessara mæla. Þar sem Seltúnið er á virku hvera- og sprengisvæði mun Hafnarfjarðarbær ekki bera neinn kostnað af mögulegu tjóni sem kann að verða á útbúnaði.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1210356 – Brekkugata 14, deiliskipulagsbreyting

      Ragnar Agnarsson sækir 16.10.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðar. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.11.2012. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1112190 – Kríuás 17 a og b, lokaúttekt

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði Jóhann G. Hlöðversson byggingarstjóra til lokaúttektar 19.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Jóhann G. Hlöðversson kr. 20.000/dag frá og með 01.10.2012 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga hefði hann ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Enn fremur yrði sent erindi á Mannvirkjastofnun um áminningu skv. sömu grein laganna. Byggingarstjóri bað um frest til 01.01.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að dagsektir koma til innheimtu 01.01.13, hafi ekki verið sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Enn fremur beiðni um áminningu til Mannvirkjastofnunar.

    • 1210657 – Hólshraun 2, viðbygging

      Eigendur fasteignarinnar að Hóslhrauni 2 óska eftir formlegri afturköllun á byggingarleyfi viðbyggingar við umrætt hús, sem sótt var um og samþykkt 18. okt 2006. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 14.11.12 að fella byggingarleyfið úr gildi að því tilskyldu að leiðrétt skráningartafla berist undirrituð á A2 formi og í rafrænu formi. Komið hefur í ljós að breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar ennfremur eftir reyndarteikningum af húsinu þar sem áður nefndar breytingar eru sýndar, áður enn byggingarleyfið verður fellt úr gildi.

    • 1003444 – Norðurhella 10, byggingarstig og notkun.

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, úttekt á sökkulveggjum, en er fullbyggt og tekið í notkun. Dagsektir voru lagðar á, en frestur veittur til 03.03.11 til að ljúka úttektum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 28.03.12 byggingastóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur. Eigendur telja málið vera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um málið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

    • 1011245 – Rauðhella 9, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 9 eru skráðar 7 eignir sem eru allar skráðar í bst 4 mst. 8, en allar teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.03.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Engin viðbrögð voru við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 09.05.12 dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Guðmund Ragnar Guðmundsson frá og með 1. júlí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram yrði sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Fram hefur komið að byggingarstjóri hafi sagt sig af verkinu 11.04.12, en engin stöðuúttekt farið fram í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til stöðuúttektar 25.06.12 kl. 13:15. Byggingarstjóra var gert skylt að mæta á staðinn og gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 01.12.12 og jafnframt tillögu um áminningu á byggingarstjóra verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Byggingarstjóri sagði sig einhliða af verki 11.04.12, en lögboðin stöðuúttekt fór ekki fram.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðar að Guðmundur Ragnar Guðmundsson sé enn byggingarstjóri á verkinu og ábyrgur fyrir framkvæmdum við bygginguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. þar sem stöðuúttekt fór ekki fram við afskráningu. Dagsektir koma því til framkvæmda 01.12.12. Unnt er að skjóta máli þessu til athugunar Mannvirkjastofnunar skv. 18. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1111370 – Kirkjuvellir 3.Byggingarstig og notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 11.01.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingastjóri sótti 20.01.2012 um lokaúttekt, en athugasemdir voru gerðar við útfærslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir leiðréttum gögnum þannig að lokaúttekt geti farið fram.

    • 0709238 – Herjólfsgata 30-34, deiliskipulagsbreyting

      Deiliskipulagsbreyting samþykkt 05.09.06 var felld úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Jafnframt féllu þá úr gildi síðari deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðina.

      Deiliskipulag Hleina að Langeyrarmölum frá ágúst 2001 er þá enn í gildi fyrir lóðina.

    • 1011394 – Stapahraun 7-9, byggingarstig og notkun

      Stapahraun 7-9, mhl 03 er skráður á bst 3 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun, það vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 21.04.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt. Frestur var veittur til 15.01.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 11.01.12 skylt að óska eftir fokheldis- og lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Eigandi matshluta 03 gerði grein fyrir sínum eignarhluta. Aðrir eigendur hafa ekki brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur verði ekki lagðar inn teikningar vegna breytinga fyrir 15.01.13.

    C-hluti erindi endursend

    • 1211201 – Þrastarás 36,uppfærðar aðalteikningar vegna lokaúttektar

      Andri Ægisson leggur 16.11.12 inn uppfærðar aðalteikningar vegna lokaúttektar, samkvæmt teikningum Gísla G.Gunnarssonar dag.12.11.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt