Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. janúar 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 441

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. B-hluti skipulagserindi

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingum á deiliskipulagi hverfisins dags. 26.10. 2012. Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1212236 – Dalshraun 5 fyrirspurn um búsetu

      Björn Möller gerir fyrirspurn um hvort hægt sé að samþykkja að skrá eignarhluta 04-0202 sem íbúð ef teikningar verði sendar inn. Einngi hvort hægt sé að skrá fleiri eignir í húsinu sem íbúðir í húsinu Dalshraun 5 sem íbúðir á sömu forsendum. Breytingar hafa verið gerðar án tilskilins byggingarleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1212231 – Selhella 13, umgengni á lóð.

      Borist hefur kvörtun frá Landsvirkjun vegna umgengni á lóðinni, netadræsur, bobbingar og gámar sem hindra umgengni á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhöfum skylt að bæta umgengni á lóðinni innan 4 vikna.

Ábendingagátt