Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. janúar 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 442

Mætt til fundar

 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Fundargerð lesin yfir og samþykkt af Bjarka Jóhannessyni sviðsstjóra/skipulags- og byggingarfulltrúa.

Ritari

 • Berglind Guðmundsdóttir

Fundargerð lesin yfir og samþykkt af Bjarka Jóhannessyni sviðsstjóra/skipulags- og byggingarfulltrúa.

 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1109380 – Hjallabraut 35-43, gerð lóðarleigusamnings

   Athygli embættisins var vakin á því að aldrei var gefinn út lóðarleigusamningur fyrir lóðina Hjallabraut 35-43 á sínum tíma. Lagt fram nýtt mæliblað, þar sem lóðarstærðir leiðréttast.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir nýtt mæliblað dags. 5. september 2012.

  • 1212263 – Heiðvangur 18, breyting á byggingarleyfi

   Snæbjörn Ingvarsson sækir 27.12.12 um að breyta gluggum á suður og austurhlið einbýlishúss. Breyta klæðningu utanhúss á bílgeymslu og eldri hluta hússins samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags. 12.06.05 breytt. 30.11.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samkykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1301077 – Öldugata 26,reyndarteikningar v/lokaúttektar

   Magnús Heimisson leggur 04.01.13 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Guðmundar Jónssonar dags. 12.12.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samkykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1104030-1 – Kaplakriki, mhl 06 og 07, byggingarstig og notkun

   Sjálfsafgreiðslustöð Atlansolíu, Kaplakriki, mhl 06, 07 eru skráðar á bst 1, þrátt fyrir að vera löngu byggðir og hafa verið teknir í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.04.11 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.$line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna frá dagssetningu fundarins mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í smræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010

  • 1212232 – Lónsbraut 2.breyta innra skipulagi iðnaðarhúss 0105.fyrirspurn

   Þorvaldur Friðþjófsson leggur fh Gaflara ehf þann 14.12.2012 inn fyrirspurn um að breyta innra skipulagi iðnaðarhúss 0105. Útbúa milligólf þannig að bilið verði í raun 2 hæðir. Lækka inn keyrsluhurð baka til og setja glugga á efri hæð í stað hurðar. Meðfylgjandi eru teikningar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í fyrirspurnina. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1207249 – Unnarstígur 3, fyrirspurn

   Ketill Árni Ketilsson leggur fram 23.07.12 fyrirspurn um að stækka hús um 2,4m í suðu-austur, 4,1 í norðvestur og hluta hús 3,5 í suðvestur. Einnig færsla á bílskúr frá suðaustur hlið húss að norðaustur hlið. Skissur fylgja með.Nyjar teikningar bárust 07.01.2013 þar sem sótt er um heimild til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðrar stækkunar og breytingum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1212260 – Suðurgata 68, reyndarteikningar

   Arion banki hf.sækir 21.12.12 um leyfi fyrir áður gerðum breytingar á 1.hæð samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 20.12.2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1212261 – Skútahraun 13, breyting á byggingarleyfi

   Nýibær,LX fasteignir og Guðmundur Kort Guðmundsson sækja 21.12.12 um að stækka núverandi húsnæði um 5 metra til suðurs sjá teikningar eftir Sigurð Hallgrímsson dag. 11.02.10. breytt 10.12.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1212262 – Grandartröð 3, reyndarteikning

   Íslandsbanki hf. og Silkiprent ehf sækja 27.12.2012 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikninugum Kristins Ragnarssonar dagsettar 10.12.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1203361 – Álfaskeið 1,Reyndarteikning

   Jón Einar Eyjólfsson og Herbjörg Alda Sigurðardóttir leggja 28.03.12 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar dag.10.03.12. Nýjar teikningar bárust 30.05.2012.$line$Nýjar teikningar Einars Tryggvasonar bárust 07.01.2012.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi frestar erindinu þar sem ekki hefur verið brugðist við athugasemdum.$line$

Ábendingagátt