Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. janúar 2013 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 443

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson sat einnig fundinn.

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson sat einnig fundinn.

 1. B-hluti skipulagserindi

  • 1301378 – Óseyrarbraut, stöðuleyfi

   Lögð fram umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um starfsmannaaðstöðu, dagsett 23. nóvember 2012, undirritað Eiríkur Ormur Víglundsson. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Umsókn um stöðuleyfi barst 15.01.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að starfsmannaaðstaða er byggingarleyfisskyld skv. 9. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Einungis er því hægt að taka erindið fyrir sem fyrirspurn. Skipulags- og bygigngarfulltrúi óskar eftir viðræðum við hafnarstjóra um erindið, og vísar því jafnframt til skipulags- og byggingarráðs.

  • SB050418 – Klukkuberg 32

   Borist hefur kvörtun frá nágrönnum vegna slæms frágangs og slysahættu af byggingarframkvæmdum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.04.2009 eiganda og byggingarstjóra skylt að bæta úr þessu innan tveggja vikna. Yrði ekki úr því bætt innan tilskilins frests mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um dagsektir í samræmi við 57 gr. skipulags- og byggingarlaga. “Skipulags- og byggingarráð gerði 26.05.2009 eiganda og byggingarstjóra skylt að bæta úr umgengni á lóðinni innan tveggja vikna. Verði ekki úr því bætt innan tilskilins frests mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57 gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki var brugðist við því. Bæjarstjórn samþykkti dagsektir á eiganda og byggingarstjóra frá og með 01.09.2009. Eignin er komin í eigu Frjálsa Fjárfestingarbankans. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.03.10 nýjum eiganda skylt að ganga þannig frá innan fjögurra vikna að ekki stafi slysahætta af og ekki sé til óprýði. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu og kvörtun barst á ný 15.01.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir Frjálsa Fjárfestingabankanum eða umsýsluaðila hans skylt að ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af í samræmi við grein 3.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 20.000 á dag skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1011270 – Rauðhella 16, byggingarstig og notkun

   Á Rauðhellu 16 eru skráðar 3 eignir, 2 eru á bst. 7 mst 7 en ein 0103 er á bst 4 mst.7, sem segir að það vanti lokaúttekt en húsið hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 23.02.12, en frestur var veittur þar sem verið væri að vinna í teikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.12.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt fyrir 15.01.13. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. – Byggingarstjóri hefur sagt sig af verki og óskað eftir úttekt við byggingarstjóraskipti (oft ranglega nefnd stöðuúttekt), en byggingu hússins er lokið og það tekið í notkun án þess að lögboðin stöðuúttekt eins og hún er skilgreind í 55. grein eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998, öryggisúttekt skv. gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til öryggisúttektar dags. 06.02.13 kl. 15:00 í samræmi við grein 3.8.1 í byggignarreglugerð nr. 112/2012. Sú úttekt verður jafnframt úttekt við byggingarstjóraskipti.

  • 0911548 – Hvammabraut 4, sólhús

   Tekið fyrir bréf Lex-lögmannsstofu dags. 17.12.12 þar sem gerð er krafa um skaðabætur vegna byggingarleyfis sem fellt var úr gildi með tilvísun til lóðarleigusamnings.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að hlíta beri kröfunni og vísar málinu til fjármálastjóra.

  • 1301472 – Hellnahraun 3 fyrirspurn um lóð

   Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur inn fyrirspurn f.h. Fashion Group ehf varðandi uppbyggingu á lóð, hvort unnt sé að fylla nýtingarhlutfall á einni hæð á lóð í Hellnahrauni 3.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að svo sé ekki, en bendir á möguleika að sameina tvær lóðir. Til þess þarf breytingu á deiliskipulagi.

  C-hluti erindi endursend

  • 1301283 – Gullhella 1, Reyndarteikningar

   Lárus Ársælsson og Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf leggja inn 10.01.2013 reyndarteikningar af Gullhellu 1, samkvæmt teikningum Lúðvíks Björnssonar dagsettar 04.01.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1301305 – Helluhraun 8, Breyting

   Klettagljúfur 2 ehf sækir 11.01.2013 um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi 01-01 einning breytingu á útliti, samkvæmt teikningum Erlends Á Hjálmarssonar dagsettar 17.12.2012.$line$Undisrskriftir nágranna bárust einning.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt