Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. janúar 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 445

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1301283 – Gullhella 1, Reyndarteikningar

   Lárus Ársælsson og Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf leggja inn 10.01.2013 reyndarteikningar af Gullhellu 1, samkvæmt teikningum Lúðvíks Björnssonar dagsettar 04.01.2013. Nýjar teikningar bárust 23.01.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1208013 – Hafravellir 1, Byggingarleyfi, ógilt

   Eigandi hefur afsalað sér lóðinni.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi fellir úr gildi bygginarleyfi sem gefið var út 2012.

  • 1301432 – Kríuás 1, breyting á byggingarleyfi

   Hafnarfjarðarbær sækir 15.01.13 um að breyta áður samþykktu leyfi við lausar skólastofur bæta við tengigangi samkvæmt teikningum Borghildar Sturludóttur dags. 29.01.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1, 2 og 4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1301604 – Hvaleyrarbraut 41, byggingarleyfi breyting

   HG Design sækir um 23.01.13 breytingu, tekur aðeins til 2. hæðar. Skv. teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags.15.01.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1212261 – Skútahraun 13, breyting á byggingarleyfi

   Nýibær,LX fasteignir og Guðmundur Kort Guðmundsson sækja 21.12.12 um að stækka núverandi húsnæði um 5.metra til suðurs sjá teikningar eftir Sigurð Hallgrímsson dag. 11.02.10. breytt 10.12.12. Nýjar teikningar bárust 22.01.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1210062 – Gjáhella 11, deiliskipulagsbreyting

   Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Gjáhellu 11. Guðmundur Pétursson f.h. lóðarhafa að Gjáhellu 11 leggur fram fyrirspurn þess efnis að breyta deiliskipulagi og að kvaðir um gróður og sameiginlegan innakstur verði felldur úr gildi.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar á Umhverfis- og framkvæmdasviði.

  • 1301035 – Brattakinn 14, fyrirspurn um fjölda íbúða og lóðarleigusamning

   Magnús Pálmi Skúlason hdl, f.h. Lögskipta ehf gerir fyrirspurn með tölvupósti þann 2.1.2012 um möguleika til að skipta húsinu í 3 íbúðir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Í deiliskipulagsskilmálum segir: “Ekki er heimilt að fjölga íbúðum í hverfinu á þegar byggðum lóðum og gildir það jafnt hvort um er að ræða breytingar eða nýbyggingar.”

  • 1301689 – Helluhraun 14, fyrirspurn

   Gunnþór Ægir Gunnarsson leggur inn fyrirspurn 25.01.2013 um viðbyggingu úr steinsteypu við Helluhraun 14. Samþykki nágranna bárust einnig.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Erindið samræmist ekki deiliskipulagi þar sem viðbyggingin er utan byggingarreits og lóðin telst fullbyggð.

  • 1301744 – Hamarsbraut 3, tré sem skyggja á lóð.

   Hjördís Reykdal Hamarsbraut 3 gerir athugasemd við há grenitré sem skyggja á alla sól á suðurpalli við hús hennar og óskar eftir að eitthvað af þessum trjám verði fjarlægð. Minnisblað frá Garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eigendur þessara trjáa hafi samráð með grisjun. Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar getur veitt faglega ráðgjöf varðandi þá útfærslu sé óskað eftir því.

  • 1012184 – Dalsás 14A, byggingarstig og úttektir

   Lokaúttekt er enn ólokið þrátt fyrir ábendingu árið 2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.10.12 eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 13.02.2013 kl. 15 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1201192 – Linnetsstígur 2, byggingarstig og notkun

   Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er óheimilt skv. lögum um mannvirki nr. 123/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki hefur verið brugðist við því.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1109302 – Skipalón 4-6-8, Lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 27.09.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 18.04.12 að lagðar yrðu dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og því jafnframt beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var síðan veittur til 01.09.12. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt á húsinu. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 10071340 – Cuxhavengata 1, byggingarstig og notkun.

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 09.03.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.10.12 eiganda skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli til eiganda að sækja um endurtekna lokaúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1208055 – Brekkuás 9-11, byggingarstig og notkun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 15.08.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt eða öryggisúttekt innan 4 vikna, þar sem íbúðir höfðu verið auglýstar til sölu. Húsið hefur verið tekið í notkun, en hvorki hefur farið fram öryggisúttekt né lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 12.02.2013 kl. 15 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1011231 – Hringhella 14, byggingarstig og notkun

   Hringhella 14 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 5 og mst. 8, en húsið hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Lokaúttekt var framkvæmd 30.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 28.11.12 eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli til eiganda og byggingartjóra að sækja um endurtekna lokaúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu á byggingarstjóra í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1011350 – Brekkutröð 1, byggingarstig og notkun

   Lokaúttekt var framkvæmd 23.02.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna.

  • 1102967 – Drekavellir 4, byggingarstig

   Húsið er á byggingastigi 4 en tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 14.04.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri skráði sig af verkinu árið 2008, en byggingu þess var lokið án þess að nýr byggingarstjóri væri skráður á verkið, sem er brot á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.03.11 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna og sækja í framhaldi af því um lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 11.01.12 og gerði eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum enn 2 vikur til að bregðast við erindinu. Að öðrum kosti mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur, kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • SB050091 – Kirkjuvellir 5

   Skipulags-og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar á húsinu 15.2.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gerði byggingarstjóra skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Lokaúttekt framkvæmd 25.08.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum og byggingarstjóra enn 4 vikur til að bregðast við erindinu. Að öðrum kosti mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra, kr. 20.000 á dag í samræmi við 15. og 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1011369 – Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun

   Hvaleyrarbraut 33 er skráð á bst. 4 og mst 8, 2 eignir af 6 eru skráðar á mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra 01.12.10 skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 17.10.2012 kl. 14:00 í samræmi við 36. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjóra frá og með 01.01.13, en byggingarstjóri hefur sagt sig af verki og óskað eftir úttekt við byggingarstjóraskipti.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar/öryggisúttektar 2013 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 sem jafnframt verður úttekt við byggingarstjóraskipti. Byggingarstjóra/eiganda er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir útektina. Sinni hann ekki erindinu verða áfallnar dagsektir innheimtar.

  • 1001204 – Drangahraun 14, byggingarstig og notkun

   Fokheldi er komið á húsið, en það vantar enn lokaúttekt og svo virðist sem húsið sé í notkun. Enginn byggingarstjóri er skráður á verkið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.05.12 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 um dagsektir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur, Drangahraun 14 ehf, frá og með 1. mars 2013 í samræmi við 15. og 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1203232 – Erluás 2, byggingarstig og úttektir

   Erluás 2 er enn skráð að mestu á byggingarstigi 4 og matsstigi 8, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 25.04.2012 en ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 31.10.12 fyrirmæli sín og að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra yrði ekki sótt um lokaúttekt innan 4 vikna. Eigandi hringdi 21.11.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Pétur Guðmundsson frá og með 1. mars 2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1301712 – Víkingastræti 1 breyting

   Fjörukráin ehf sækir 28.01.13 um að setja upp tvær hurðir,tilfærsla á stiga samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 22.11.2012

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og bendir umsækjanda á að leita umsagnar Minjaverndar ríkisins í samræmi við 2. mgr 31. gr laga um menningarminjar nr. 80/2012.

  • 1301714 – Víkingastræti 3, breyting

   Fjörukráin ehf sækir 28.01.13 um tilfærslu á innveggjum, breyta staðsetningu brunaslöngu samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 22.11.12.Breytt 24.01.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt