Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. febrúar 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 447

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1301712 – Víkingastræti 1 breyting

      Fjörukráin ehf sækir 28.01.13 um að setja upp tvær hurðir,tilfærsla á stiga samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 22.11.2012. Jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. februar 2013 hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1302177 – Suðurgata 38, breyting

      Davíð Á Stefánsson sækir um að breyta útliti hússins. Tveir gluggar fjarlægðir, svalahurðir settar á bakhlið og gluggar færðir í upprunalegt horf samkvæmt reyndarteikningum Kára Eiríksonar dags. 12.02.2013. Umsögn Húsafriðunarnefndar frá 16.06.2009 liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1302065 – Herjólfsgata 30-34, deiliskipulag.

      Borist hefur tölvupóstur frá Inga Guðmundssyni f.h. Landeyjar ehf um það hvort deiliskipulag sem fellt var úr gildi sökum annmarka á málsmeðferð fáist samþykkt aftur verði eftir því leitað.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1302144 – Helluhraun 14, ósk um deiliskipulagsbreytingu

      Gunnþór Ægir Gunnarsson óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á lóð Helluhrauns 14. Breytingin felst í að byggingarreitur yrði stækkaður og nýtingarhlutfall hækkað.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1302007 – Óseyrarbraut 31b, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á reit 5.3. hafnarsvæðisins. Breytingin felur í sér stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 31 um 1.288,0 fermetra og byggingarreit norðaustast á lóðinni. Hafnarstjórn samþykkti 01.02.13 að leggja til við skipulags- og byggingaráð að breyta deiliskipulagi á reit 5.3 á hafnarsvæðinu í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að leigja vélsmiðju Orms og Víglundar afnot af lóðinni Óseyrarbraut 31 b til 3 ára fyrir starfsmannaaðstöðu.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.2.20013 að breyting á deiliskipulaginu verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynngu er lokið þar sem undirritað samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 0909008 – Óseyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 þótt það sé fullbyggt. Fokheldisúttekt fór fram 12.03.2010. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fullbúið 1.10.2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 05.03.2013 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1302124 – Tinhella 1, lóðarleigusamningur, byggingarleyfi o.fl.

      Þann 27.11.2007 fékk N1 hf, úthlutað lóðinni Tinhellu 1. Lóðarleigusamningur hefur ekki verið þinglýstur á lóðinni.Graftarleyfi fékkst samþykkt 26.8.2008 þ.e. fylla í lóðina. Árið 2009 var sótt um starfsleyfi og árið 2010 var sótt um að reisa girðingu kringum athafnasvæði en var synjað. Ekkert byggingarleyfi er á lóðinni né stöðuleyfi, en þar er afgreitt metangas í dag og gámar án stöðuleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga frá lóðarleigusamningi, sækja um byggingarleyfi fyrir metangasstöð og stöðuleyfi fyrir gámana. Að öðrum kosti fjarlægja mannvirkin af lóðinni, sem enn telst vera bæjarland. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1201192 – Linnetsstígur 2, byggingarstig og notkun

      Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er óheimilt skv. lögum um mannvirki nr. 123/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Bygginsgarstjóri Benedikt Steingrímsson óskaði eftir fresti til 15.04.13 til að ljúka verkinu.

      Frekari frestir verða ekki veittir umfram það.

    • 09103151 – Steinhella 12, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þó svo að það sé nær fullgert. Fokheldisúttekt fór fram 29.05.2012, en var synjað þar sem skilyrði voru ekki uppfyllt. Byggingarstjóri taldi að hægt væri að ljúka við endurtekna fokheldisúttekt í september 2012, en ekkert hefur enn gerst í því máli.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 09103152 – Steinhella 14, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þó svo að það sé nær fullgert. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Nýr byggingarstjóri var skráður á verkið 16.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1302117 – Bæjarhraun 4, Grand Canal Hótel ehf, rekstrarleyfi

      Borist hefur erindi frá sýslumanninum í Hafnarfirði dags. 11.02.13 þar sem beðið er um umsögn um umsókn um rekstraleyfi fyrir Grand Canal Hotel, gististaður í flokki II.

      Eftirlitsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa mun skoða bygginguna og gefa síðan umsögn.

    C-hluti erindi endursend

    • 1302073 – Hjallahraun 2,reyndarteikningar

      Skel ehf v/ Trefja leggur 07.02.13 fram reyndarteikningar með vísan í fund við Bjarka 06.02.2013 teiknað af Sveini Karlssyni dags.02.02.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt