Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. febrúar 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 448

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1302175 – Hringhella 8,breyting

   Dverghamrar sækja 14.02.2013 um að setja milliloft í rými 01-01,01-02 og 01-06 samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags.10.11.2006 breytt 11.02.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

  • 1302232 – Hraunbrún 35, Niðurrif á sólhúsi

   Ásta Rut Jónasdóttir óskar eftir því að taka niður sólskála sem var byggður ofan á bílskúr.Óskað er eftir því að nota fyrri teikningar dags 24.08.1977. af Hraunbrún 35 þar sem húsið er sýnt án sólskála ofaná bílskúr.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010. Sækja þarf um úttekt að niðurrifi loknu.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1302176 – Daggarvellir 6a, Ljós á bílastæðum

   Borist hefur athugasemd vegna lýsingar á lóðinni Daggavöllum 6a, sem sé truflandi fyrir nágrannana.

   í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir í 10.4.2. gr.: “Kröfur. Við hönnun á útilýsingu skal þess gætt að ekki verði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingu mannvirkja. Tryggja skal að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skal vel skermaða lampa sem varpa ljósinu niður og valda síður glýju og næturbjarma.” Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að deyfa lýsinguna til samræmis við þessar kröfur.

  • 1302224 – Hraunbrún 40, ólöglegar framkvæmdir

   Borist hefur ábending um að verið sé að reisa gestahús á lóðinni Hraunbrún 40, á lóðamörkum að næstu lóð. Húsið er stærra en heimild um smáhýsi á lóð kveður á um og því leyfisskylt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um byggingarleyfi fyrir gestahúsinu innan 4 vikna eða fjarlægja það að öðrum kosti.

  • 1302231 – Unnarstígur 3,Fyrirspurn um grindverk

   Harpa Lind Hrafnsdóttir sendir inn fyrirspurn um hvort heimilað verði að reisa 180 sm hátt grindverk um 15 m til vesturs ofan á steinhleðslu frá lóðamörkum við Unnarstíg 1.

   Umrædd girðing liggur að bæjarlandi og þarf því samþykki bæjarins fyrir henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst ekki á erindið eins og það liggur fyrir, en bendir umsækjanda að ræða málið við landslagsarkitekt skipulags- og byggingarsviðs.

  C-hluti erindi endursend

  • 1302221 – Reykjavíkurvegur 54, breyting

   N1 hf sækir um 15.02.2013 um að breyta innra skipulagi á Subway samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.2202.10 breytt 12.02.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1302235 – Kaplahraun 17, Stöðuleyfi fyrir gám.

   JE56 ehf sækir 18.02.2013 um leyfi fyrir tvöfaldan skrifstofugám sem staðsettur verður á lóð fyrirtækisins við horn húsnæðis.Gámurinn er ætlaður fyrir skrifstofu í óákveðinn tíma eða þar til hentugra húsnæði verður fundið

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem byggingin er byggingarleyfisskyld sbr. 9. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Einungis er veitt stöðuleyfi fyrir gáma, hjólhýsi, báta, torgsöluhús og frístundahús í smíðum,sbr. 2.6.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Til gáma teljast aðeins gámar sem notaðir eru sem slíkir.

  • 0709236 – Gullhella 1, stöðuleyfi

   Hlaðbær-Colas hf sækja 26.09.2007 um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða skrifstofu- og þjónustuhúsi, sem byggt er úr gámum samkvæmt teikningum Bjarna Vésteinssonar 25.09.2007.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem byggingin er byggingarleyfisskyld sbr. 9. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Einungis er veitt stöðuleyfi fyrir gáma, hjólhýsi, báta, torgsöluhús og frístundahús í smíðum,sbr. 2.6.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Til gáma teljast aðeins gámar sem notaðir eru sem slíkir.

Ábendingagátt