Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. febrúar 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 449

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1302293 – Norðurhella 2,umsókn um byggingarleyfi

      Breyting á gluggum á áður byggðu húsnæði. Bætt er við opnanlegum fögum í glugga á norður og suðurgafli byggingarinnar í samræmi við teikningar Batterísins dags. 21.02.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    • 1301771 – Hvaleyrarvöllur, jarðvegsframkvæmdir

      Golfklúbburinn Keilir óskar eftir framkvæmdaleyfir vegna nýbyggingar golfbrautar á syðsta hluta golfvallarins á Hvaleyri skv. meðfylgjandi gögnum dags. 2012. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19.02.13 liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi með því skilyrði að fylgt sé fyrirmælum sem fram koma í umsögn Minjastofnunar og að umræddur garður verði ekki hulinn fyrr en rannsóknarskurður hefur verið gerður af Byggðasafni Hafnarfjarðar. Verði ekki farið að þeim fyrirmælum verður framkvæmdaleyfi afturkallað.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1211296 – Trönuhraun 9, byggingaáform á lóð

      Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar leggur inn fyrirspurn dags 18.11.12 varðandi byggingaráform fyrirtækisins á lóð fyrirtæksins og leitar eftir samþykki skipulagsyfirvalda á þeim. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar um erindið og framhald málsins. Lagðar fram nýjar hugmyndir 28.01.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1302330 – Mjósund 10, fyrirspurn

      Mjósund 10 ehf leggur fram fyrirspurn um að breyta félagsmiðstöð í fjöleignahús, 3 íbúðir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs og bendir jafnframt á að skv. aðalskipulagi er byggingin á svæði fyrir þjónustustofnanir. Verði sótt um að nota eldri byggingarreglugerð þarf að berast umsókn um það og byggingarleyfi að vera veitt fyrir 01.04.13.

    • 1302337 – Norðurbakki 21, framkvæmdir

      Breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu án leyfis byggingarfulltrúa, hitalögnum breytt og breytingar á gluggum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skila inn réttum uppdráttum innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011332 – Suðurhella 7, byggingarstig og notkun

      Suðurhella 7 sem er á athafnasvæði er skráð á bst. 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 09.03.11. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur var brugðist við erindinu og skipulags- og byggignarfulltrúi lagði dagsektir á byggingartjóra Bergsvein Jakobsson og eigendur: Suðurhellu ehf, Stálnaust ehf, Flúx ehf, Suðurhellu 7 ehf og Frystitækni ehf í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 kr. 20.000 á dag frá og með 01.02.13 yrði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Stálnaust óskaði eftir fresti f.h. húsfélagsins, meðan nýr byggingarstjóri væri ráðinn. Frystitækni er með væntanlegan byggingarstjóra og vill ekki vera í samfloti með hinum eigendunum.

      Lokafrestur er veittur til 01.04.13. Hafi ekki verið sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma og sameiginlegur byggingarstjóri ráðinn koma dagsektir til innheimtu. Skipulags- og byggingarfulltrúi er ekki sáttasemjari milli eigenda og lengri frestur verður ekki veittur.

    • 1210097 – Fléttuvellir 35, hlaðinn veggur á lóðarmörkum.

      Komið hefur í ljós að byggð hefur verið hleðsla á vegg á lóðarmörkum við hús nr 35 við Fléttuvelli. Veggurinn er ekki sýndur á samþykktum teikningum og er mun stærri en ákvæði í byggingarreglugerð segja til um. Í greinagerð deiliskipulags Valla 4 kemur fram að leyfilegt sé að reisa girðingu allt að 180 cm háa innan lóðarmarka í minnst 180 cm frá lóðarmörkum. Um girðingar gilda að öðru leyti fyrirmæli byggingarreglugerðar 67.gr. 3 kafla. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.10.12 kröfu um að veggurinn yrði fjarlægður. Ekki hefur verið brugðist við því.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli um að fjarlægja vegginn. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1302338 – Brekkugata 10, viðbygging, skráning og byggingarstig

      Viðbygging samþykkt árið 2007 og virðist næstum öll hafa verið gerð.Síðasta úttekt var á burðarvirki þann 8.9.2008.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna, og að því loknu um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0905032 – Tjarnarbraut 29, iðnaðarhúsnæði á lóð

      Kvörtun hefur borist vegna skýlis sem reist hefur verið á lóðinni,ásamt ólöglegri búsetu í matshluta 02. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 22.08.12 eigenda á að búseta er óheimil í iðnaðarhúsnæði. Ekkert byggingarleyfi er fyrir skýlinu,og skal það fjarlægt án tafar að viðlögðum dagsektum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skýlið hefur verið fjarlægt, en gerðar hafa verið útlitsbreytingar án leyfis. Nýjar upplýsingar hafa borist um að rekið sé bílaverkstæði í skúrnum og gögn lögð fram því til satðfestingar. Ekki starfsleyfi fyrir því og starfsemin óheimil þar sem hér er íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 23.01.13 að búseta er óheimil í húsinu og gerði eiganda skylt að hætta atvinnurekstrinum (bílaverkstæðinu) tafalaust. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000/dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Eigendur íbúðarhússins biðja um að byggingarfulltrúi óski eftir lögbanni á starfsemina.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á þinglýstan eiganda Jóhann Tryggva Jónsson kt. 180365-5839 frá og með 01.04.13 2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma og útlit fært í upprunalegt form. Jafnframt er verkstæðisrekanda Algimantas Cesiulis gert skylt að stöðva reksturinn án tafar, en bendir á að byggingarfulltrúi hefur ekki lögboðna stöðu til að biðja um lögbann við rekstrinum.

    • 1302361 – Skerseyrarvegur 3, fyrirspurn.

      Valgarður Valgarðsson leggur 27.02.2013 fram fyrirspurn um að smíða pall og setja svalahurð við vesturhlið húsins til að opna úr stofu út á pallinn skv. uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 25.2.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðaruppdráttum þegar sótt verður um byggingarleyfi.

Ábendingagátt