Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. mars 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 451

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1210286 – Rauðhella 8, breyting

      H.Jakobsen ehf sækir 11.10.12 um að breyta millilofti 01-03 samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundssonar dags.03.10.12 Ný skráningartafla barst 08.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1111200 – Strandgata, ný húsagata

      Helga Stefánsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir húsagötu við Strandgötu 71-89 f.h. Vegagerðarinnar og Umhverfis- og framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar skv. meðfylgjandi uppdrætti. Erindið er í samræmi við deiliskipulag Suðurgötu-Hamarsbrautar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við Reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.

    • 1303189 – Reykjanesbraut undirgöng við Hvaleyrarholt, framkvæmdaleyfi

      Vegagerðin sækir með bréfi dags. 13.03.13 um framkvæmdaleyfi fyrir undirgöng með tilheyrandi stígagerð undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt. Erindið er í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbrautar samþykkt í bæjarstjórn 16.09.08 og birt í b-deild Stjórnartíðinda 28.10.08. Mat á umhverfisáhrifum breikkunar Raykjanesbrautar samkvæmt skipulaginu liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við Reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1303069 – Hverfisgata 41, Fyrirspurn

      Borgar Þorsteinsson leggur 06.03.2013 fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi til samræmis við uppdrætti sem sendir hafa verið á skipulagssvið með tölvupósti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1209337 – Norðurvangur 15, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Bergsveinn Jónsson leggur inn fyrirspurn dags. 12.03.13 um hvort hægt sé að fara fram á að breyta deiliskipulagi, svo hægt sé að bæta við viðbyggingu sem áður var spurt um.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1212037 – Helluhraun 16-18, breyting á deiliskipulagi

      Eik fasteignafélag sækir 04.12.12 um deiliskipulagsbreytingu á Helluhrauni 16-18.$line$Tillagan barst 14.01.2013 og skipulags-og byggingarráð samþykkti 7.1.2013 að auglýsa tillögu að breytingunni skv. 43. gr.laga nr. 123/2010. Auglýsingartími er liðinn, athugasemd barst. Endurskoðaður uppdráttur barst, þar sem brugðist er við athugasemd Vegagerðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1303183 – Hjallahraun - Fjarðarhraun gatnamót

      Gestur Ólafsson óskar með tölvupósti dags. 13.03.13 eftir því f.h. Eikar fasteignafélags að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um breytingu á hægri beygju af Hjallahruani inn á Fjarðarhraun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1303165 – Norðurhella 10, fullnaðarfrágangur húss

      Fjárvari ehf óskar með bréfi dags. 8. mars 2013 eftir leyfi til að reisa girðingu á hluta lóðar, fækka bílastæðum og loka gegnumakstri. Einnig óskað eftir heimild til að gera 300 fermetra milliloft í húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og síðan til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekin fyrir fyrirspurn frá Helgu Stefánsdóttur Umhverfis- og framkvæmdasviði varðandi deiliskipulagsskyldu fyrir göngubraut yfir Fjarðargötu við Norðurbakka.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að um óverulegt frávik frá Miðbæjarskipulagi 2002 sé að ræða sem varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda skv. 3. mgr. 44 greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1303053 – Hlíðarþúfur 424, fyrirspurn.

      Egm ehf leggur 05.03.2013 fram fyrirspurn um hækkun á þaki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir fullnaðargögnum í samræmi við grein 2.4.1 í byggingarreglugerð með umsókn um byggingarleyfi.

    • 1303160 – Burknavellir 5 pallur og skjólveggur við hús

      Borist hefur ábending frá einum eigenda að Burknavöllum 5 þar sem fram kemur að byggður hefur verið sólpallur og skjólgirðing á samþykkis meðeigenda og skyggir skjólveggurinn á glugga og dagsbirtu inní svefnherbergi íbúðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eiganda sólpallarins og skjólgirðingarinnar á það að lóðin er sameiginleg og er öll lóðarhönnun háð samþykki allra eigenda. Það er því á hendi húsfélagsins að fjalla um málið.

    • 1303103 – Straumsvík, stöðuleyfi fyrir gám, umsókn

      Sótt er um leyfi þann 8.3.13 til að staðsetja vinnubúðir IAV á lóð Alcan við Staumsvík. Sjá meðfylgjnadi afstöðumynd.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að vinnubúðir teljast ekki vera gámar og eru byggingarleyfisskyldar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1003123 – Blómvellir 14, slæmur frágangur

      Margsinnis hefur verið kvartað undan frágangi húss og lóðar, og hefur skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekað sent eiganda erindi þar um. Húsið er ennfremur á byggingarstigi 3, ekki skráð fokhelt. Nýr eigandi hússins er Arion banki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til nýs eiganda að koma húsi og lóð í viðunandi horf og sækja um fokheldisúttekt á húsið.

    • 1303182 – Dalshraun 15,ófullgert gistirými tekið í notkun án úttektar.

      Þarna eru leigð út herbergi í gistiheimili í ófullgerðu húsnæði. Flóttaleiðir úr herbergjum eru ekki í lagi eða samkvæmt teikningum. Brunaviðvörunarkerfi ekki komið. Brunaskil ekki samkvæmt teikningum. Séruppdráttum hefur ekki verið skilað til byggingarfulltrúa. Engin byggingarstjóri eða meistaraskráning var á framkvæmdinni. $line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til nýs eiganda að koma húsinu í viðunandi horf og sækja um úttektir samkvæmt því. Að öðrum kosti verður farið fram á lokun gistiheimilisins.

    • 1104377 – Brekkuás 5-7,Lokaúttekt

      Borist hafa ábendingar frá húsfélaginu Brekkuási 5 – 7, þar sem gerðar eru athugasemdir við frágang húss og lóðar. Lokaúttekt fór fram 28.04.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóri sagði sig síðan af verki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að ráða nýja byggingarstjóra sem ljúki við verkið.

    • 1011350 – Brekkutröð 1, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 23.02.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Í ljós hefur komið að byggingarstjori hefur sagt sig af verkinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að ráða nýja byggingarstjóra sem ljúki við verkið.

    • 1011351 – Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun

      Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Við lokaúttekt kom í ljós að nánast allir eigendur eru búnir að gera ólögleg milliloft. Einnig vantar upp á brunavarnir í húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skila inn réttum uppdráttum af húsinu með samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins innan fjögurra vikna eða fjarlægja milliloftin að öðrum kosti. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1303070 – Lækjargata 11, byggingarleyfi

      Lárus Gunnar Jónasson leggur 06.03.2013 fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um stækkun á jarðhæð, sem mun hýsa stofu og eldhús. Samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 01.02.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1302221 – Reykjavíkurvegur 54, breyting

      N1 hf sækir um 15.02.2013 um að breyta innraskipulagi á Subway samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.22.02.10 breytt 12.02.13 Nýjar teikningar bárust 04.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303081 – Reykjavíkurvegur 60, byggingarleyfi

      J.M. veitingar sækja 07.03.2013 um að breyta innra fyrirkomulagi skv. skýringaruppdrætti Árna Þórs Helgasonar dags. 08.01.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303075 – Bæjarhraun 16, breyting

      Foodco hf sækir 07.03.2013 um innanhúsbreytingar ásamt hurðaopnun sem var svissuð. Sjá nánar á teikningum frá Arkís dags. 22.01.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt