Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. apríl 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 458

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1304475 – Furuás 12, Umsókn um byggingarleyfi, steyptir veggir úti/lóð

      23.04.13 sækir Hildur Guðmundsdóttir um steypta veggi úti á lóð skv. teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dagsettar 13.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1304483 – Íshella 8, breyting

      Promens Tempra sækir 24.04.13 um leyfi fyrir skorsteini á NA gafli. Samkvæmt teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts dags: 28.06.07.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1304508 – Sólvangssvæði norður, fyrirspurn

      Höfn -öldrunarmiðstöð leggur 26.04.13 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á Sólvangssvæði norður.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1304499 – Daggarvellir 4, breyting á lóð

      Skarphéðinn Rósenkjær f.h. Húsfélagsins að Daggarvöllum 4 óskar með bréfi dags. 22.04.13 eftir að breyta grasbletti í bílastæði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1304494 – Kelduhvammur 20, Merki

      Alda Finnbogadóttir sækir 24.04.13 um leyfi fyrir merki fyrir fatlaðstæði. Númer bílsins er LJ M59

      Sérmerkingar innan lóðar eru ekki leyfisskyldar og eru á kostnað húseigenda, en þurfa samþykki húsfélags.

    C-hluti erindi endursend

    • 1304470 – Dalshraun 3, breyting

      Reitir I ehf sækir 23.04.13 um leyfi á breytingu á innra skipulagi og fyrirkomulagi á 1,2,3,4 og 5. hæð vegna nýrra notenda. Samkv. teikningum Baldurs Óla Svavarssonar dagsettar: 31.10.2007

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt