Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. maí 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 461

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1304470 – Dalshraun 3, breyting

      Reitir I ehf sækir 23.04.13 um leyfi á breytingu á innra skipulagi og fyrirkomulagi á 1,2,3,4 og 5. hæð vegna nýrra notenda. Samkv. teikningum Baldurs Óla Svavarssonar dagsettar: 31.10.2007. Nýjar teikningar bárust 21.05.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1305250 – Spóaás 18 og 20, samkomulag um mannvirki á lóðarmörkum.

      Eigendur að Spóaási 18 og 20 leggja fram skriflegt samþykki sitt vegna mannvirkja á lóðarmörkum skv. meðfylgjandi gögnum. Mannvirkin samræmast gr. 2.3.5 í byggarreglugerð og skal liggja fyrir skriflegt samþykki og lagt fram hjá byggingarfulltrúa skv. sömu gr.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að samkomulagi milli lóðarhafa verði þinglýst.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1011383 – Kirkjugarður stækkun til norðurs deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjugarðinn í Hafnarfirði, stækkun til norðus, í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdarfresti lauk þann 16 maí sl. Engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við reglugerð um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar á skipulagserindum nr. 767/2005, og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305241 – Ásvellir, skólagarðar

      Geir Bjarnason starfandi æskulýðsfulltrúi óskar eftir því í tölvpósti dags. 17. maí sl. fh. Fjöslkylduráðs að starfrækja skólagarða við Ásvelli. Garðarnir eru hugsaðir fyrir börn 6 ára og eldri og jafnvel líka fyrir íbúa hverfisins. Stærðin er ca. 500 fm. Undirritað samkomulag við Hauka liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1302381 – Hvers er að minnast ? Örsögur, styrkumsókn

      Björg Magnúsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 21 mai sl. um að setja um 8 álþynnuskilti skv. meðfylgjandi gögnum. Umsóknin hlaut styrk menningar- og ferðamálanefndar á þessu ári. Umsögn Framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að skipulagið yrði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 Haldinn var kynningarfundur um skipulagið skr. 40. grein sömu laga.$line$Athugasemdifresti lauk þann 16. maí og bárust athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      Costa Invest sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurgötu 22 og Strandgötu 19 samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 03.04.2013. Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda 16.04.13 að vinna breytingu á deiliskipulaginu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1203417 – Norðurbakki 7-9, breyting

      Byggingaráform voru samþykkt 18.04.2012 með fyrirvara um að leiðrétt skráningartafla berist. Ekki hefur verið brugðist við erindinu og engar framkvæmdir verið á staðnum. Samkvæmt upphaflegum skilmálum í lóðaleigusamningi átti að vera lokið við að fullgera húsið að utan og lóð frágengin þann 1. október 2009.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til Skipulags- og byggingarráðs og leggur til að nýir skilmálar verði settir á nýja eigendur þannig að skil á skráningartöflu á teikningarformi og rafrænu verði eigi síðar en 1. júlí 2013 og fokheldi eigi síðar en 1. júlí 2015. Verði ekki staðið við þessa tímafresti verði ákvæði lóðarsamings beitt: “Ljúki lóðarhafi ekki lóð og frágangi húss að utan á tilskyldum tíma ber honum að greiða sekt að upphæð kr. 10.000 á dag sbr. ?Útboðsgögn byggingarréttar?.

    • 1305249 – Furuás 20, fyrirspurn

      Axel Viðar Hilmarsson leggur inn fyrirspurn í þremur liðum. 1) Varðandi stiga á lóð við vesturmörk lóðar. 2) Varðandi útigeymslu við vesturmörk lóðar. 3) Varðandi kostnaðarskiptingu milli eigenda íbúða í raðhúsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í liði 1 og 2, þar sem vesturmörk lóðarinnar snúa að bæjarlandi, og óskar eftir fullnaðaruppdráttum með byggingarleyfisumsókn. Ekki er tekin afstaða til liðar 3 þar sem það er mál milli eigenda.

    C-hluti erindi endursend

    • 1305177 – Öldugata 37, breyting

      Stefán Örn Stefánsson sækir 17.05.13 fyrir hönd Hildar Tryggvadóttur um að taka niður burðaveggi milli stofu og eldhúss að hluta, setja í staðinn stálbita og stoðir, opna dyr að garði úr eldhúsi og síkka glugga í eldhúsi og stofu. samkvæmt teikningum ARGOS ehf dags 21.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1305244 – Tinhella 1 byggingarleyfi

      N1 sækir 21.05.13 um að byggja bráðabirgðarstöð fyrir metan gáma samkvæmt teikningum Svavars M. Sigurjónssonar dags. 14.05.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Fyrir þarf að liggja samþykki Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ekki er tekið fram til hve langs tíma sótt er um leyfið. Ekki kemur fram hvernig umferðarmál á lóðinni eru leyst. Samkvæmt lóðrleigusamningi átti að vera lokið við að fullgera hús á lóðinni ásamt fullfrágenginni lóð fyrir 1. desember 2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um byggingaráform og tímasetningu þeirra. Verði skilmálum þessum eigi fullnægt í samræmi við framangreinda fresti, greiðslur, gjalddaga eða önnur ákvæði, fellur lóðarveitingin niður án frekari fyrirvara. Sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt