Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. maí 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 462

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1303545 – Norðurbakki 21, byggingarleyfi

   Batteríið arkitektar og Eykt ehf sækja 27.03.2013 um leyfi vegna breytinga á innihurðum íbúa og svalahurða, þykkt léttra veggja er aðlagað því. Þykkt á plötu breytt og salarhæðir og kótar aðalagaðir. Einnig er herbergjaskipan í íbúð 305 breytt. Samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafsonar dags: 24.11.2005. Undirskriftir meðeigenda í húsi hafa borist.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1303013 – Brekkugata 22, byggingarleyfi breyting

   Sigurður B.Stefánsson sækir 28.02.13 um að gera eina íbúð í tvíbýlishúsi sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Stefáns Arnar Stefánsonar dags.16.08.12. Undirskriftir nágranna bárust 05.03.2013. Nýjir uppdrættir bárust 30.4.2013.Nýjar teikningar bárust 24.05.13

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti 14.05.13.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1304544 – Lónsbraut 4, stöðuleyfi fyrir gám.

   Einar í Bjarnabæ ehf sækir um 30.04.13. stöðuleyfi fyrir 18 feta gám við enda húss. Sjá meðfylgjandi teikningu. Ný teikning lögð fram 24.05.2013

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir umbeðið stöðuleyfi til 01.06.2014 í samræmi við grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 þegar tilskilin gjöld hafa verið greidd skv. gjaldskrá skipulags- og byggingarsviðs.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1305345 – Unnarstígur 3, byggingarleyfi

   Ketill Árni Ketilsson og Harpa Una Hrafnsdóttir sækja 27.05.2013 um stækkun og breytingar á húsinu skv. teikningum Árna Þór Helgasonar dags.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1305337 – Strandgata 39, fyrirspurn

   Ásgrímur Skarphéðinsson, Dröfn Hreiðarsdóttir og Páll Eyjólfsson sækja um að reisa kvisti á rishæð Strandgötu 39 skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1305339 – Fjóluhvammur 14, notkun húss

   Borist hefur bréf frá íbúum í nágrenni Fjóluhvamms 14 þar sem kvartað er yfir atvinnustarfsemi í húsinu, nú síðast hafi húsið verið leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda.

   Um er að ræða breytta notkun húss, sem er byggingarleyfisskyld. Starfsemin samræmist ekki heldur skilgreiningu Aðalskipulags Hafnarfjarðar, þar sem um er að ræða vistheimili/stofnun á íbúðarsvæði. Beðið er um skýringar innan tveggja vikna.

  • 1305367 – Hraunbrún 38, viðbót við leigulóð

   Birgir Már Pétursson sækir um að fá á leigu 7,39 m breiða og 15,54 m langa spildu við lóðina Hraunbrún 38 sunnanverða.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi felur skipulags- og byggingarsviði að gera samræmda tillögu að lóðamörkum Hraunbrúnar 38 og 40.

  • 1105246 – Stekkjarhvammur 74, lóðarstækkun

   Arnar Þór Þorláksson Baxter, Harpa Þórsdóttir og Ingibjörg Brynjólfsdóttir sækja með bréfi dagsettu 8.6.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 74 við Stekkjarhvamm, sjá meðfl. gögn, sem nemur lóðarspildu sem þau hafa haft í fóstur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 14.09.11 að veita umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.

   Skipulags- byggingarfulltrúi felur skipulags- og bygigngarsviði að vinna nýtt mæliblað og breyta lóðarleigusamningi í samræmi við stækkunina.

  • 1305377 – Kirkjuvellir 8, byggingarkrani á lóð

   Kvartanir hafa borist vegna byggingarkrana á lóðinni, sem staðið hefur óhreyfður í nokkur ár.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að sækja um leyfi fyrir krananum eða fjarlægja hann innan 4 vikna að öðrum kosti.

  • 1205120 – Hlíðarás 24,byggingaframkvæmdir og skilmálar

   Vakin er athygli á að Hlíðarás 24 sé hálfbyggt hús og skapi hættur fyrir börnin í hverfinu. Húsið er skráð á byggingarstigi 2, sökkulveggir, en skv. úthlutunarskilmálum átti að skila sökkulveggjum þann 18. maí s.l. og fokheldisfrestur er til 18. maí 2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 04.10.12 eigendum skylt að gera húsið fokhelt og sækja um fokheldisúttekt og ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af. Kvartanir hafa borist frá nágrönnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 27.03.13 fyrirmæli sín um frágang og fokheldi. Yrði ekki brugðist við tilmælum um fokheldi mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 um aðgerðir til að knýja fram umbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur Ríkarð Halldórsson og Ingibjörg Ásu Gunnarsdóttur / Hástíg ehf í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir 01.07.13.

  C-hluti erindi endursend

  • 1305165 – Icetransport, skilti í landi bæjarins, staðgreinir 9998-9100 og landnr. 123161

   Bjarni Gunnarsson 300854-5759 fh. Icetransport óskar eftir að setja upp skilti til bráðabirgða við Reykjanesbraut skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem það stendur utan lóðar og uppfyllir ekki kröfur skiltareglugerðar.

  • 1303081 – Reykjavíkurvegur 60, byggingarleyfi

   J.M. veitingar sækja 07.03.2013 um að breyta innra fyrirkomulagi skv. skýringaruppdrætti Árna Þórs Helgasonar dags. 08.01.2013. Ný teikning og skráningartafla bárust dags. 27.05.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt