Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. júlí 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 467

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1306226 – Víðivangur 8,breyting

   Páll Daníel Sigurðsson Sækir 25.06.13 um stækun á húsi og breytingu á innra skipulagi. Samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundsonar dag.19.06.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1303081 – Reykjavíkurvegur 60, byggingarleyfi

   J.M. veitingar sækja 07.03.2013 um að breyta innra fyrirkomulagi skv. skýringaruppdrætti Árna Þórs Helgasonar dags. 08.01.2013 Ný teikningi barst með stimpli slökkviliðs.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1306244 – Hamarsbraut 12, deiliskipulagsbreyting

   Gunnar Á Beinteinsson sækir 26.06.13 um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar byggingareit og hækkunar á nýtingarhlutfalli samkvæmt uppdráttum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 20.6.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1307020 – Sléttuhlíð d.1, Niðurrif í óleyfi

   Eftir vettvangsferð kom í ljós að hús hafi verið fjarlægt, án leyfis.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar skýringa frá eigendum.

  • 1306269 – Strandgata 32, fyrirspurn

   Spurt er hvort bæjarfélagið veiti umsækjendum leyfi til að breyta hluta af jarðhæð 0102 & 0104 og uppgerðum kjallara 0001 úr verslunar- og skrifstofuhúsnæði í skammtíma búsetustæði, húsnæði til útleigu fyrir ferðamenn. Um er að ræða 4 skammtíma búsetustæði. Hverju rými fylgir baðherbergi, eldhúskrókur, setustofa og svefnstæði. Öll rými hafa beinan útgang. Þá er tenging milli rýma þannig hvert rými hefur tvo útganga. Leitast verður við að uppfylla einkalóð 1. hæðar innskot að strandgötu. Leitast verður við að uppfylla allar kvaðir sem eldvarnar og heilbrigðiseftirlit setja á slík húsnæði. Sjá teikningar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi og deiliskipulagi og nær ekki að uppfylla m.a. ákvæði 6.1.3 og 6.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1210116 – Fornubúðir 3, lóðarstækkun og deiliskipulagsbreyting

   Tekin fyrir að nýju tillaga Alark að breytingu deiliskipulags lóðanna Fornubúðir 3 og Cuxhavengötu 2. Hafnarstjórn samþykkti 16.04.13 þessa breytingu á deiliskipulagi lóðanna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Leiðréttur uppdráttur barst dags. 05.06.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1307001 – Burknavellir 17c, hávaði frá íbúð

   Íbúi kvartar yfir skóhjóði á efri hæð, þar sem gólfefni hafi verið skipt út og steinflísar settar í staðinn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir erindishafa á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis eða óháðs ráðgjafa til að fá hljóðstyrkinn metinn.

  • 1307032 – Suðurgata 56

   Eigendur Suðurgötu 56 sækja umað lóðamörkum milli Mýrargötu 2 og Suðurgötu 56 verði breytt skv. meðfylgjandi gögnum. Samþykki eigenda Mýrargötu 2 liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

  • 1108121 – Fléttuvellir 5. Umgengni á lóð.

   Kvartanir hafa borist frá nágrönnum vegna byggingarefnis á lóð. Framkvæmdir hafa legið niðri um nokkurn tíma. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 07.03.2013 eftir upplýsingum frá eiganda um framhald verksins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að bæta umgengni á lóðinni innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

  • 1011348 – Óseyrarbraut 6, byggingarstig og notkun

   Óseyrarbraut 6 er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við því, og skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.03.11. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Fram kemur að byggingarstjóri Sigurður Bjarnason hafi skráð sig af verki árið 2005, og enginn ráðinn í hans stað. Allar framkvæmdir eftir það eru því á ábyrgð eigenda. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 04.07.12 skylt að ráða byggingarstjóra sem sækti um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Reyndarteikningar voru samþykktar 22.08.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi veitti eigendum 28.11.12 frest til 01.01.13 að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan þess tíma. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur: Vörubretti ehf í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 01.09.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki ráðið byggingarstjóra og sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 1307046 – Krýsuvík, útileiga á vegum nemendafélags menntaskólans við Hamrahlíð.

   Ragnhildur Björnsdóttir gjaldkeri nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð óskar eftir í tölvupósti dags. 2. júli að fá leyfi til að vera með útilegu á vegum skólans í Krýsuvík á því svæði sem kirkjan stóð þann 12-13. júli nk.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Krýsuvík er innan Reykjanesfólksvangs og umrætt svæði er hverfisverndað vegna söguminja skv. aðalskipulagi Krýsuvíkur. Ekki er um hefðbundið tjaldstæði að ræða heldur er svæðið hluti af Krýsuvíkurjörðinni og athafnasvæðis skátafélagsins Hraunbúa. Hvorki er aðgengi að vatni né gsm samband á svæðinu.

  • 1307052 – Blómvangur 18 bílskúr í leigu

   Borist hefur fyrirspurn vegna bílskúrs sem leigður er út til íbúðar að Blómvangi 18.

   Bílskúrinn uppfyllir ekki skilyrði þess að vera íbúðarhúsnæði og ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir breyttri notkun hans.

  • 1307038 – Klukkuvellir 28-38

   Eigendur Klukkuvalla 40-50 óska eftir að deiliskipulagi lóðar nr. 28-38 við Klukkuvelli verði breytt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Skipulagið var auglýst á lögboðinn hátt og vissu íbúar að hverju þeir gengu þegar þeir keyptu íbúðir á svæðinu.

  C-hluti erindi endursend

  • 1306259 – Vesturbraut 9, byggingarleyfi

   Pegasos slf. sækir 27.06.13 um að breyta útliti, setja nýjar tröppur og svalir á húsið. Jafnframt er klæðning endurnýjuð. Skv. teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 27.06.13. Breytingar hafa verið gerðar á húsinu án tilskilinna leyfa, og eigandi sinnti ekki fyrirmælum byggingarfulltrúa um að stöðva framkvæmdir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1306250 – Steinhella 1,Reyndarteikningar

   Hraunvinnslan ehf leggur 27.06.13 inn reyndarteikningar af Steinhellu 1, samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dag. 25.06.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1306260 – Hvaleyrarbraut 27,breyting á innra skipulagi

   Barkasuða Guðmundar sækir 28.06.13 um breytingu á innra skipulagi í rými 01-01 bætt inn millilofti og fl.Samkvæmt teikningum Jón Guðmundsonar dag.26.06.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við erindið hvað varðar eign 0101, en frestar erindinu þar sem reyndarteikningar vantar af öðrum eignarhlutum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1307025 – Drekavellir 26, stigi á lóð frá bílastæði

   Beðið er um leyfi til að byggja tröppu við austanverðann vegg uppá bílastæði. Þetta er gert til að tryggja öryggi gangandi sem þurfa að ganga um rampinn í dag. Framkvæmd er samþykkt af aðalfundi húsfélagsins.

   Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði fyrir veitingu byggingarleyfis, en tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum greinar 2.4.1 eftir því sem við á og með vísan í grein 6.4.7, 6.4.8,6.4.10, og 6.5.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir fullnaðargögnum í samræmið við grein 2.4.1 í byggingarreglugerð áður en erindið er afgreitt.

  • 1212261 – Skútahraun 13, breyting á byggingarleyfi

   Guðmundur Kort Guðmundsson óskar eftir að byggingarleyfi fyrir matshluta 01-0102 verði fellt úr gildi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir leiðréttum aðaluppdrætti og skráningartöflu til samræmis við erindið.

Ábendingagátt