Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. júlí 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 469

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1307141 – Melabraut 24, byggingarleyfi

      Magnús Þór Aðalsteinsson sækir 10.07.13 um að breyta innra skipulagi í rými 01-02. Samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar arkitekts dags 10.03.99.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1307089 – Fjóluás 8, byggingarleyfi

      Kristín Gunnarsdóttir sækir 05.07.13 um leyfi fyrir stækkun á baðherbergi. Innveggir og baðherbergi fært til og innveggir fjarlægðir ásamt því að minnka geymslu. Samkvæmt teikningum Valdimars Harðarssonar dagsettar 27.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1307180 – Krýsuvík, leyfi fyrir kvikmyndatöku.

      Brynhildur Birgisdóttir fh. Pegasus kvikmyndafyrirtækis óskar eftir því í tölvupósti dagssettan 16. júlí 2013 að fá að mynda auglýsingu fyrir bandarískt fyrirtæki við Krýsuvíkurbjarg.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður á kosnað umsækjanda. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þessi að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara auglýsingargerðar. Einnig er vakin athylgi á að svæðið er innan girts fjárhólfs og að Krýsuvíkurbjarg er hverfisverndað vegna náttúruminja. Óskað er eftir að umsækjandi hafi samráð við Umhverfisstofnun vegna fuglalífs í bjarginu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1307142 – Fálkahraun 12, breytingar

      Víðir Stefánsson leggur 10.07.13 inn fyrirspurn vegna breytinga, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi bendir umsækenda á að sækja um byggingarleyfi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1307133 – Suðurhvammur 15, fyrirspurn

      Sigfús Þór Magnússon og Elísabet Valgeirsdóttir gera fyrirspurn þann 9. 7.13 um lokun svala sjá meðfylgjandi uppkast af teikningum.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu og bendir umsækjanda að hafa samband við embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1307149 – Víkingastræti 3, byggingarleyfi

      Fjörukráin ehf sækir 11.07.13 um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum uppdráttum. Byggingarlýsing, brunavarnir og svefnloft. Samkvæmt teikningum Erlends Á. Hjálmarssonar og Atla Erlendssonar dags 04.02.13. Samþykki eldvarnareftirlits liggur fyrir ásamt skýrslu brunahönnuðar. Bréf mannvirkjastofnunar liggur einnig fyrir.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1307150 – Strandgata 32.breyting

      Eyvindur Jóhannsson sækir 12.07.13 um að setja hurð í stað núverandi glugga á suðurhlíð að Firði. Samkvæmt teikningum Gísla G.Gunnarsonar dags.10.07.13.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt