Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. ágúst 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 474

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1308152 – Selhella 9, stoðveggur

   Vesturkantur ehf sækir 14.08.13 um að reisa stoðvegg við lóðarmörk samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags.13.07.06 Viðabótarteikningar bárust með stimpli slökkviliðs og brunahönnuðar dags. 14.08.13.

   Skipulags- og byggingarstjóri samþykkir erindið. Byggingarleyfi verður gefið út þegar leiðréttir uppdrættir berast.

  • 1308126 – Drekavellir 44, breyting

   Eiríkur og Einar Valur ehf sækja 14.08.13 um að breyta tveimur íbúðum í fyrra form. Herbergi tekin út 0103 og 0201 samkvæmt reyndarteikningum Einars Ólafssonar dags. 13.07.07

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1308234 – Karmelítaklaustur, byggingarleyfi

   Karmelítaklaustur sækir 16.08.13 um að koma fyrir lyftu á norðurhlið byggingarinnar samkvæmt teikningum Ingimundar Sveinssonar dags. 12.08.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1308149 – Cuxhavengata 1, símaloftnet

   Húsfélagið Cuxhavengötu 1 sækir um fyrir Símann hf að setja upp símaloftnet á þak hússins samkvæmt teikningum Jóhanns M.Kristinssonar dags.19.07.13. Meðfylgjandi er samþykki húsfélagsins og bréf frá Geislavörnum ríkisins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1308220 – Skarðshlíð leyfi fyrir skilti

   Ishmael R David sækir með tölvupósti f.h. Umhverfis- og framkvæmda um að staðsetja skilti til bráðabirgða í og í nágrenni Skarðshlíðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir leyfi fyrir umræddum skiltum til 3 mánaða.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1308279 – Krýsuvík, yfirgefið tjald og annað dót.

   Borist hefur ábending um dót og drasl í tjaldi í Krýsuvík. Dótið er farið að fjúka.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Framkvæmdasviði að fjarlægja dótið.

  • 1001205 – Eyrartröð 8, byggingarstig og notkun

   Húsið er á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Lokaúttekt fór fram 11.10.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Síðan hefur ekkert gerst í m´linu.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Minnt er á ábyrgð eigenda samkvæmt sömu lögum.

  • 1012183 – Fjóluás 20A, byggingarstig og úttektir

   Húsið er á byggingarstigi 2, þrátt fyrir að það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttekt innan vikna.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir byggingarstjóra og eiganda skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna.

  • 1308302 – Blikaás 9

   Komið hefur í ljós rangar tengingar á lögnum frá húsinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja fram áætlun um endurbætur innan einnar viku, og ljúka framkvæmdum innan tveggja vikna. Að öðrum kosti mun Hafnarfjarðarbær láta framkvæma verkið á kostnað húseigenda sbr. grein 56. í lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1203183 – Hvaleyrarbraut 35, lokaúttekt

   Húsið er skráð á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að hafa verið tekið í notkun, þ.e. ekki skráð fokhelt. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Íbúðir hafa verið innréttaðar í húsinu, sem ekki er leyfi fyrir. 15.02.12 var samþykkt að skipta eign 0202 í tvo hluta, en eignaskiptasamningur hefur ekki verið lagður inn, þannig að það leyfi er fallið úr gildi. Lokaúttekt fór fram 23.05.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Bent er á ábyrgð eigenda skv. sömu lögum.

  • 1008104 – Lónsbraut 6,byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og lögboðin lokaúttekt hefur ekki farið fram. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Í ljos kom að enginn byggingarstjóri er skráður á verkið.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt inna 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltúi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ábyrg þeirra skv. sömu lögum.

  • 1204264 – Rauðhella 11. lokaúttekt

   Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 23.10.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarstjóri gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

  • 1011269 – Rauðhella 14, byggingarstig og notkun

   Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 12.06.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarstjóri gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því munu -aður boðaðar dagsektir koma í framkvæmd skv. 56 grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1308131 – Stapahraun 9, breyting á þaki

   Kaffibrennsla Hafnarfjarðar Hf leggur 14.08.13 inn teikningar Jens Bárðarsonar dags.06.08.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt