Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. nóvember 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 485

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1310428 – Bæjarhraun 14, byggingarleyfi

      HS Veitur sækja 29.10.13 um að bæta við glerhurð milli gangrýmis 1.01 og 1.10 samkvæmt teikningum Jóns Stefáns Einarssonar dags.18.06.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1311053 – Selhella 7, frágangur á lóð

      Eithvað er af plötum og slíku á lóðinni sem getur fokið og valdið eignartjóni. Talið er að umræddur byggingarúrgangur tilheyri Selhellu 5.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum byggingarúrgangsins skylt að fjarlægja hann innan 3 vikna.

    • 1309644 – Kaplahraun 7b,frágangur á lóð

      Ábending hefur borist við frágang á lóð að Kaplahrauni 7b sbr. bréf dags. 30.september 2013 frá Rafcom og Rafhitun. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 02.10.13 til eiganda 7b að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín í samræmi við grein 7.2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um frágang lóða. Verði enn ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 um dagsektir til að knýja fram úrbætur.

    • 1202287 – Álhella 3, byggingarstig og notkun

      Húsnæðið er að hluta skráð á byggingarstigi 1 (skrifstofuhluti óbyggður) og að hluta á byggingarstigi 4 (skemmuhluti tekinn í notkun).

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt á skemmuhlutanum innan 4 vikna.

    • 1011338 – Álhella 4, byggingarstig og notkun

      Álhella 4 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum aftur skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar enn erindi sitt. Hafi byggingarstjóri/eigandi ekki sótt um lokaúttekt innan 4 vikna mun skipulags- og bygigngarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda/byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011339 – Álhella 8, byggingarstig og notkun

      Álhella 8 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum aftur skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar enn erindi sitt. Hafi byggingarstjóri/eigandi ekki sótt um lokaúttekt innan 4 vikna mun skipulags- og bygigngarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda/byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1310445 – Norðurhella 5, breyting

      Umhald tækja ehf sækir 30.10.13 um að breyta útliti húss og lóðarskipulagi samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dags. 27.10.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1308256 – Melabraut 18,breyting

      Hagvagnar sækja 19.08.13 um að breyta innra skipulagi. Bætt við millilofti á verkstæði og settur upp nýr veggur samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags. júní 2000. Nýjar teikningar bárust 31.10.2013 með stimpli Slökkviliðs

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem ekki hefur verið brugðist við öllum athugasemdum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt