Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. desember 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 489

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1311371 – Berjavellir 1, breyting

      Ríkharður Ólafsson sækir 27.01.13 um að loka svölum á 2.hæð samkvæmt teikningum Ingunnar H Hafstað dags. 25.11.13. Skriflegt samþykki meðeigenda í húsi liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1310445 – Norðurhella 5, breyting

      Umhald tækja ehf sækir 30.10.13 um að breyta útliti húss og lóðarskipulagi samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dags. 27.10.13 Nýjar teikningar bárust 20.11.2013 Skráningatafla barst 25.11.2013 Nýjar teikningar bárust 28.11.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Á séruppdráttum þarf m.a. að koma fram hvernig dagvatn er leyst innan lóðar.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1310336 – Brattakinn 3. Byggingarleyfi

      Ingimar Jón Þorvaldsson sækir 21.10.13 um leyfi til að byggja garðskála. Samkv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dagsettar 12.10.13. Byggingaráform voru samþykkt með fyrirvara um að skriflegt byggingarleyfi yrði gefið út þegar leiðrétt gögn hafi borist og var hönnuði tilkynnt það í tölvupósti dags. 04.11.13. Leiðrétt gögn bárust dags. 05.11.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1012257 – Björgunarsveit Hafnarfjarðar, skilti vegna jólatrjáa- og flugeldasölu.

      Hjálmar Örn Guðmarsson f.h. Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sækir um með tölvupósti dags. 03.12.2013 að fá að staðsetja skilti vegna jólatrjáa- og flugeldasölu skv. meðfylgjandi gögnum. Skiltin verða sett upp 6 og 7. desember nk. og verða tekin niður um áramót nema 2 skilti verða fram á þrettándann.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskyldu að skiltin verði tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufli ekki umferð og að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á svæðum í þeirra umsjá.

    • 1312008 – Tjarnarvellir 1, stöðuleyfi vegna flugeldasölu

      Knattspyrnufélagið Haukar óska eftir að setja upp gámaeiningu til 10. desember nk. við Tjarnarvelli 1 vegna flugeldasölu sem er samstarfsverkefni Knattspyrnufélagsins og Landsbjargar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu þessara gáma og er leyfið veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um$line$skotelda.

    • 0912137 – Flugeldasala, skilti

      Emil Hreiðar Björnsson sækir um þann 20. nóvember sl. f.h. Alvöru flugeldar að setja upp auglýsingaskilti fyrir flugeldasölu skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskyldu að skiltin verði tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufli ekki umferð og að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á veghelgunarsvæðum við stofnbrautir.

    • 1306201 – Selhella 13, breyting

      11-13 ehf sækir 20.06.13 um að sameina eignahluta 0101 og 0102 samkvæmt teikningum Gunnars Rósinkranz dags. 29.05.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1312026 – Tjarnarvellir 3, frágangur

      Borist hafa athugasemdir frá nágranna varðandi frágang hússins að utan, að flísar séu að losna o.fl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að lagfæra húsið að utan.

    • 1306056 – Álfaskeið 18, framkvæmdir, úttektir og skráning

      Byggingarfulltrúi samþykkti árið 2006, byggingu á bifreiðageymslum og stækkun húss Álfaskeiði 18. Engar skráðar úttektir eru á framkvæmdunum en báðar framkvæmdir uppbyggðar. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né lögð inn ný eignaskiptayfirlýsing. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.06.13 byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt var bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að sækja um fokheldisúttekt og að því loknu um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1103116 – Álfaskeið 1, skráning á viðbyggingum

      Þann 25.5.2005 var veitt byggingarleyfi fyrir stækkun á garðskála og viðbyggingu við húsið nr. 1 við Álfaskeið. Garðskáli og viðbygging eru fullgerð, en síðasta skráða úttektin var 22.12.05 á veggjum jarðhæðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.08.11, en eigandi fékk frest til 24.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum og byggingarstjóra 11.02.12 skylt að sækja að nýju um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 05.06.13 að leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Teikningar bárust, en eiganda var tilkynnt 15.07.13 að ekki hefði verið byggt í samræmi við þær.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Gísla J Johnsen og sömu upphæð á eiganda Jón E. Eyjólfsson frá og með 01.02.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi eigandi ekki skilað inn réttum uppdráttum og byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1311361 – Tjarnarvellir 15, breyting á innra skipulagi.

      Heima hjá þér slf. leggur inn 26.11.13 umsókn um breytingu á innra skipulagi skv. teikingum Kára Eiríkssonar dags. 25.11.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1205139 – Ölduslóð 6, breyting

      Benedikt Benediktsson sækir 09.05.2012 um breytingar á útliti á garðskála og þaki skv. meðf. bréfi aðalhönnuður, hannaðar af Halldóri Arnarsyni dagsettar 05.05.2012. Nýjar leiðréttar teikningar bárust 2.11.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt