Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. desember 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 490

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1311354 – Dalsá 2-4-6, breyting

      VHE ehf sækir um 25.11.13 um að breyta svölum á 1. hæð og baðherbergjum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 18.04.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1312039 – Sunnuvegur 9,Reyndarteikningar

      Jón Finnsson og Ólafur Þorgeirsson leggja 3.12.13 inn reyndarteikningar af Sunnuvegi 9, vegna vinnu á eignaskiptayfirlýsingu. Samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags.02.12.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 0809272 – Skipalón 4, kvöð á lóð um aldur íbúa

      Lögð fram fundargerð húsfélagsins að Skipalóni 4 ásamt yfirlýsingu eiganda um að fella niður allar undanþágur frá þeirri kvöð að ekki megi selja eða leigja íbúðir í húsinu aðilum sem eru undir 50 ára.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1310448 – Klukkuvellir 23 - 27, deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir tillaga AVH arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna, dags. 29.10.13. Skipulags- og byggingarráð hafði heimilað að unnin yrði tillaga að breytingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulasbreyting.

      Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir með tölvuposti dags. 11.12.13 um að breyta deiliskipulagi lóðanna. Lóðirnar sameinaðar og raðhúsaíbúðum fjölgað úr 4 í 7.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs og óskar jafnframt eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1312058 – Melabraut 21, efri hæð, byggingarstig

      Skv. loftmynd úr fasteignaskrá er efri hæð hússins nr. 21 við Melabraut risin, án fokheldis né lokaúttektar. Efri hæðin er skráð á bst. 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011382 – Dalshraun 3, byggingarstig

      Húsið er allt skráð á byggingarstigi 4, fokhelt, þó svo að hluti þess hafi verið tekinn í notkun, sem er óheimilt samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Bent er á ábyrgð eigenda í samræmi við sömu lög.

    • 1011376 – Melabraut 27, byggingarstig og notkun

      Melabraut 27 er skráð á bst/mst 1, byggingar- og framkvæmdarleyfi, þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og búið að taka í notkun. Vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Dagsektir áður lagðar á, en frestur veittur 01.05.11 teikningar á leiðinni að sögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að skila umræddum teikningum innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um fokheldisúttekt og lokaúttekt. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Dagsektir lagðar á 01.03.12 en frestað þar sem byggingarstjóri sagðist 02.04.12 vera að undirbúa úttekt. Ekkert hefur gerst síðan í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson og sömu upphæð á eigendur Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf frá og með 01.02.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1310080 – Íshella 7 - ósk um fyllingu utan lóðar

      Lóðarhafi við Íshellu 7 óskar eftir því að fyllt verði upp við suðurenda lóðarinnar til þess að koma í veg fyrir slysahættu þar sem hæðarmunur er 2-3 metrar. Þarna getur myndast slysahætta í hálku.

      Aðgerðin kallar á breytingu á deiliskipulagi. Skv. hæðarblaði á allur landhalli að leysast innan lóðar, það sama gildir um aðliggjandi lóð sem hefur malbikað sína lóð í plani. Tekið er jákvætt í breytingu á deiliskipulagi en bent skal á að hún er á kosnað umsækjanda.

    • 1201192 – Linnetsstígur 2, byggingarstig og notkun

      Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Bygginsgarstjóri Benedikt Steingrímsson óskaði eftir fresti til 15.04.13 til að ljúka verkinu. Sótt var um breytingu á brunahólfun og fl, en erindinu frestað 17.04.2013, þar sem samþykki slökkviliðs lá ekki fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingastjóra skylt að ljúka verkinu og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1312029 – Rauðhella 5,breytingar

      Húsfélagið Rauðhellu 5 leggur 03.12.13 inn breytingarteikningar, samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dag.02.12.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1311276 – Stapahraun 12,byggingarleyfi

      Bílakjallarinn ehf sækir 19.11.2013 um byggingarleyfi sjá meðfylgjandi gögn.Samkvæmt teikningum Sigurður Þorvarðarsson dag.19.11.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309586 – Dalshraun 14 ósamþykktar breytingar.

      Guðmundur Adolfsson gerir athugasemd við að kyndiklefi, sem er skráður sem sameign hússins, hafi verið fjarlægður og útliti hússins breytt, allt án samþykkis meðeigenda í húsi og byggingarfulltrúa. Hann fer fram á að kyndiklefinn verði byggður í samræmi við samþykkta uppdrætti. Enn fremur að honum sé meinaður aðgangur að mælakerfi og lögnum, sem eru staðsett þar sem kyndiklefi á að vera.

      Frestað milli funda þar sem gögn eru óljós.

Ábendingagátt