Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. janúar 2014 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 493

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. B-hluti skipulagserindi

  • 0906180 – Fluguskeið 4, byggingarleyfi

   Húsið er fullbyggt en skráð á byggingarstigi 2 og engar úttektir hafa farið fram, sem er brot á lögum um mannvirki nrl 160/2010.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

  • 1312222 – Straumsvík, stækkun og skráning

   Vegna framkvæmda við stækkun og breytingar í álverinu í Straumsvík 123154 standa út af nokkrir matshlutar þar sem vantar fokheldis og lokaúttektir. En það eru mhl 81,52, 88, 43, 60, 80. Einnig þarf að lagfæra töflur fyrir mhl 100 og 101 þar sem ekki er hægt að hafa fleiri mhl á lóð en 99. Það vantar einnig skráningartöflu og úttektir vegna skýlis fyrir loftræsissamstæðu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að lagfæra skráningartöflur fyrir matshlutana, sækja um fokheldisúttekt á nefndum matshlutum innan þriggja vikna og lokaúttekt að því loknu. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

  • 1207172 – Hlíðarás 20, byggingarstig og notkun

   Við skoðun embættis byggingarfulltrúa hefur komið í ljós að húsið fyllir skilyrði þess að vera fokhelt, en ekki hefur verið sótt um fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.03.13 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Lagðar voru inn teikningar af breytingum, en afgreiðslu frestað þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli um að sækja um fokheldisúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

  • 1310452 – Hjallahraun-Fjarðarhraun gatnamót, deiliskipulag.

   Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Fjarðarhrauni, Hjallahrauni og Helluhrauni, sem sýnir breytingu gatnamóta og akreina Fjarðarhrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 5.11.2013 að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan var aulýst og athugasemdafrestur er liðinn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1401520 – Sævangur 24, óleyfisframkvæmd

   Eftir vetvangsferð kom í ljós að sagað hefur verið fyrir dyragati á austurgafli án tilskilins leyfirs. Sótt var um breytingu, en afgreiðslu frestað þar sem umsækjandi var ekki eigandi hússins. Einnig var bent á að Samkvæmt skipulagsskilmálum skal einbýlishús ávalt vera ein eign.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja á réttan hátt um breytingu sem framkvæmd hefur verið á húsinu eða færa húsið í fyrra horf að öðrum kosti. Jafnframt er bent á að breyting á notkun húss er byggingarleyfisskyld. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

Ábendingagátt