Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. janúar 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 494

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1401649 – Eyrarholt 16. Byggingarleyfi

   Helgi Már Hannesson sækir 20.01.2014 um leyfi fyrir breytingum á teikningum á þakrými. Samkvæmt reyndarteikningum Rafns Kristjánssonar dagsettar: 13.01.2014

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

   Haraldur Sigfús Magnússon og Erl Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1311276 – Stapahraun 12,byggingarleyfi

   Bílakjallarinn ehf sækir 19.11.2013 um byggingarleyfi sjá meðfylgjandi gögn.Samkvæmt teikningum Sigurður Þorvarðarssonar dags.19.11.13. Nýjar teikningar bárust 19.12.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1312309 – Kaplahraun 16, byggingarleyfi

   Vélsmiðja Orms og Víglundar sækja 31.12.13 um byggingarleyfi fyrir mhl. 02 en þar hafði áður verið samþykktur uppdráttur í maí 1988 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 30.12.2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulasbreyting.

   Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir með tölvuposti dags. 11.12.13 um að breyta deiliskipulagi lóðanna í samræmi við innlagðan uppdrátt. Lóðirnar sameinaðar og raðhúsaíbúðum fjölgað úr 4 í 7. Umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð gerði athugasemd við fyrirkomulag bílastæða. Lagfærður uppdráttur dags. 22.01.14 hefur borist, þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar leiðréttum uppdrætti í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1401637 – Stapahraun 10. Fyrirspurn

   Björgvin Sigmar Stefánsson leggur fram 17.01.2014 fyrirspurn um að byggja sumarhús við Stapahraun 10 sem mun verða flutt að lokinni byggingu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að ef byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar á að annast úttektir á sumarhúsinu þarf að sækja um byggingarleyfi. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki þess sveitarfélags sem taka á við sumarhúsinu.

  • 1301771 – Hvaleyrarvöllur, jarðvegsframkvæmdir

   Vakin hefur verið athygli á því að jarðvegur sem verið sé að keyra á golfvöllinn flæði inn á svæði bátaskýlanna og einnig að yfirborðsvatn flæði af golfvellinum inn á bátaskýlasvæðið af þeim sökum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir umráðamönnum golfvallarins skylt að fjarlægja umræddan jarðveg af bátaskýlalóðinni án tafar og sjá til þess að vatn flæði ekki inn á það svæði af golfvellinum, sbr. grein 7.1.5 í byggingarreglugerð.

  • 1401458 – Hjallhraun, fyrirkomulag gangstéttar við Reykjavíkurveg 64

   Batteríið kvartar yfir fyrirkomulagi gangstéttar og umferðar fyrir utan húsið.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Undirbúningshóps umferðarmála.

  • 1401738 – Móabarð,Mosabarð,gámur í óleyfi

   Borist hefur ábending um gám staðsettan á bæjarlandi sem skyggir á umferð þegar ekið er af Mosabarði inn á Móabarð. Gámurinn tilheyrir Móabarði 8.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum/umráðamönnum gámsins skylt að fjarlægja hann án tafar.

  C-hluti erindi endursend

  • 1401506 – Glitvellir 40. Byggingarleyfi

   Grétar Þór og Sólveig sækja 14.01.2014 um leyfi til að byggja trépall með heitum potti og trégirðingu. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir breytingum innandyra og þær eru að flytja geymslu og aðgang að aðgangsrými. Samkv. teikningum Luigi Bartolozzi dagsettar: 20.12.2006

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1401508 – Helluhraun 14. Byggingarleyfi

   Hagnaður EHF og Gunnþór Ægir sækja 14.01.2014 um leyfi fyrir stækkun á einingu 0102 á kostnað einingar 0104. Gert vegna eignaskiptasamnings.Samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 13.01.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt