Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. janúar 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 495

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1401754 – Drangahraun 3, breyting byggingarleyfi

      Höldur ehf sækja 23.01.14 um að breyta klæðningu, milliveggjum og fl. samkvæmt teikningum Birgirs Ágústssonar dags. 06.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401506 – Glitvellir 40. Byggingarleyfi

      Grétar Þór og Sólveig sækja 14.01.2014 um leyfi til að byggja trépall með heitum potti og trégirðingu. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir breytingum innandyra og þær eru að flytja geymslu og aðgang að aðgangsrými. Samkv. teikningum Luigi Bartolozzi dagsettar: 20.12.2006 Nýjar teikningar bárust 27.01.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401191 – Steinhella 10. Byggingarleyfi

      Thor Datacenter sækir 07.01.2014 um leyfi fyrir nýbyggingu að Steinhellu 10. Samkv. teikningum Vigfúsar Halldórssonar dagsettar 29.12.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag, en umsækjanda er bent er á að skipulagið er i kæruferli. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt, en það er á ábyrgð eigenda ef framkvæmdir hefjast áður en úrskurður fellur, skyldi hann verða neikvæður, og bærinn þá ekki bótaskyldur.$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401159 – Klukkuvellir 23-27, byggingarleyfi

      Ás styrktarfélag sækir um að byggja hús með 6 sérbýlum og starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Önnu M. Hauksdóttur dags. 06.01.2014. Einnig er sótt um jarðvegsskipti á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401834 – Stapahraun 10, flutningshús

      Björgvin Sigmar Stefánsson sækir um að reisa sumarhús til flutnings. Fyrir liggur samþykki byggingarfulltrúa Rangárþings Ytra að taka við húsinu þegar lögboðnar úttektir hafa farið fram.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1205140 – Vallarbarð 12.byggja yfir svalir

      Eigandinn hafði samband við fasteignaskrá Þjóðskráar og bað um mat á sólstofu. Það eru hvorki byggingarstjóri né meistarar skráðir á verkið og þ.a.l. engar úttektir. Það á einnig við um svalalokun á efri hæð, sem var samþykkt árið 2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða byggingarstjóra á verkið og sækja að því loknu um lokaúttekt.

    • 1201192 – Linnetsstígur 2, byggingarstig og notkun

      Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Bygginsgarstjóri Benedikt Steingrímsson óskaði eftir fresti til 15.04.13 til að ljúka verkinu. Sótt var um breytingu á brunahólfun og fl, en erindinu frestað 17.04.2013, þar sem samþykki slökkviliðs lá ekki fyrir. Umsækjandi hefur ennekki skilað því inn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.12.13 byggingastjóra skylt að ljúka verkinu og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Benedikt Steingrímsson frá og með 01.03.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1401816 – Strandgata 43,byggingarstig og notkun

      Húsnæðið er ýmist skráð á byggingarstig 4 eða 7.$line$Lokaúttekt hefur ekki farið fram.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1401835 – Norðurhella 5, frágangur á lóð

      Kvartað hefur verið yfir frágangi lóðar, sem er á athafnasvæði og í nábýli við íbúðarhverfi. Á lóðinni eru m.a. gámar sem ekki er leyfi fyrir, og ökutækjum er lagt utan lóðar. Ákvæði skipulagsskilmála grein 2.9 eru ekki uppfyllt, m.a: “Ef um útilagera er að ræða, skal girða þá af með skjólveggjum úr varanlegu efni sem hindrar innsýn. Hæð þeirra skal vera 2 m.” Um athafnasvæði gildir: “Á athafnasvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi þar$line$sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum.”

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að byrgja innsýn á lóðina frá íbúðarhverfinu og að fjarlægja ökutæki utan lóðar.

    C-hluti erindi endursend

    • 1401681 – Hnoðravellir 41. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja einnar hæðar raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1401682 – Hnoðravellir 43. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja einnar hæðar raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1401683 – Hnoðravellir 45. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja einnar hæðar raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt