Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. apríl 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 504

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1401851 – Selvogsgata 3, lóðarstækkun

      Kjartan Freyr Ásmundsson sækir um lóðarstækkun skv. framlögðu lóðarblaði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og vísar því til afgeiðslu Bæjarráðs.

    • 1401681 – Hnoðravellir 41. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja eins hæða raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014 Nýjar teikningar bárust 24.03.14, nýjar teikningar nr.1 bárust 31.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401682 – Hnoðravellir 43. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja eins hæða raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014 Nýjar teikningar bárust 24.03.14. nýjar teikningar nr.1 bárust 31.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1401683 – Hnoðravellir 45. Byggingarleyfi

      Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar sækir 21.01.2014 um leyfi fyrir að byggja eins hæða raðhús, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Hauk Ásgeirsson dagsettar 01.01.2014 Nýjar teikningar bárust 24.03.14. Nýjar teikningar nr.1 bárust 31.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1403232 – Hnoðravellir 41-45, jarðvegsvinna

      Óskað er eftir því að fá að ganga frá jarðvegspúða undir raðhús nr 41 til 45 við Hnoðravelli.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 2. mgr. 13. gr laga nr. 160/2010.

    • 1403547 – Bergsskarð 5, fyrirspurn

      Þarastarverk ehf leggur 27.03.2014 inn fyrirspurn , óskar eftir að byggja fjölbýli á lóðinni, samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið með vísun til meðfylgjandi athugasemda.

    • 1403345 – Hlíðarþúfur 203, breyting

      Sigríður Jónsdóttir sækir 25.03.2014 um breytingu á Hlíðarþúfum 203, samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dagsettar okt 2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1403402 – Vesturgata 18-20, breyting

      Leiguhlíð ehf sækir 26.03.2014 um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Tryggva Tryggvasonar dagsettar 25.03.14

      Frestað á milli funda.

    • 1207194 – Strandgata 9, Súfistinn, útisvæði og tré

      Hjördís Birgisdóttir óskar eftir í bréfi dags. 10. mars 2014 að fá leyfi til að fjarlægja alaskaösp sem stendur fyrir framan Súfistann og setja nýtt tré niður í staðinn sem hentar betur þar sem tréð er orðið hátt og rætur farnar að skemma gangstéttina fyrir framan. Erindið var áður tekið fyrir í skipulags- og og byggingarráði þar sem tekið var neikvætt í það.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1404012 – Norðurbakki 1-3,Fyrirspurn bílastæði

      Sigurður Þorvarðarson leggur inn tillögu að bílastæðum milli húsa á Norðurbakka 1-3, sjá teikningu Arkþings dags 31.01.14

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1404010 – Drekavellir 40, byggingarstig

      Það er verið að selja fullbúnar eignir að Drekavöllum 40, en mannvirkið er á bst. 4 og mst. 4. Það vantar lokaúttekt. Nýr byggingarstjóri hefur ekki skilað inn skráningu á iðnmeisturum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ráða meistara á húsið og ganga frá lokaúttekt innan þriggja vikna. Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 er ekki heimilt að taka mannvirki í notkun án þess að öryggisúttekt eða lokaúttekt hafi farið fram.

    • 1404042 – Breiðhella 12,umgengni á lóð

      Borist hefur ábending vegna lóðarfrágangs og umgengni á lóð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi ástand og fjarlægja án tafar allt það efni sem liggur utan lóðar. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1404041 – Flatahraun 29, erindi frá Stangaveiðifél.Hfj.

      Borist hefur ábending um ólöglega búsetu í húsinu og óviðunandi ástands lóðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að gera grein fyrir núverandi starfsemi og notkun hússins og gera grein fyrir notkun lóðar. Sjá meðfylgjandi athugasemir.

    • 11032770 – Hvaleyrarbraut 27.Umgengni á lóð.

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi á Hvaleyrarbraut 27. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 30.06.2011 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf. Lóðin hefur aftur færst í verra horf, m.a. netabunkar og gámar án stöðuleyfis. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því á ný til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna og sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.

    • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

      Borist hefur erindi í tölvupósti dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1403620 – Rauðhella 12, fyrirspurn

      Þröstur Helgason leggur inn 31.03.2014 fyrirspurn, óskar efitr viðbyggingu sem mun tengjast við núverandi húsnæði að aftanverðu og liggja að lóðarmörkum, samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 31.03.2014

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

Ábendingagátt