Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. apríl 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 505

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1211145 – Miðvangur 41, breyting

   Jón I. Garðarsson ehf sækir 12.11.12 um að setja glugga og hurð á vestuhlið og breyta innra skipulagi samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 10.10.2012 Nýjar teikningar bárust 30.11.12 Nýjar teikningar bárust 04.04.14

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1403057 – Helluhraun 16-18 breyting á byggingarleyfi

   Eik fasteignafélag sækir 06.03.14 um að skila inn reyndarteikningum af matshluta 01 og skráningartafla er uppfærð. Einnig er sótt um að koma fyrir skiltaturni samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 04.03.2014 Nýjar teikningar bárust 02.04.14

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1403402 – Vesturgata 18-20, breyting

   Leiguhlíð ehf sækir 26.03.2014 um breytingu á áður samþykktum teikningum, nýjar teikningar samkvæmt teikningum Tryggva Tryggvasonar dagsettar 25.03.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar að lóðaruppdrætti verði skilað sem fyrst og frágangi á lóðamörkum hraðað.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1308543 – Kaldárselsvegur J1. Stöðuleyfi

   Skv. ódagsettu bréfi Magnúsar Jónssonar óskar hann eftir að stöðuleyfi fyrir gám verði fellt niður, þar sem aðstæður hans hafa breyst.

   Skipulalgs- og byggingarfulltrúi samþykkir að fella stöðuleyfið úr gildi.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1404014 – Vörðuberg 20.sólskáli

   Jón Valur Frostason og María Hrafnsdóttir sækja þann 31.03.2014 um leyfi til að byggja sólskála samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni.

   Skiplags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404129 – Eyrartröð 4, viðbygging og skemma

   Gullmolar ehf leggja inn þann 08.04.2014 teikningar og óska eftir að að byggja viðbyggingu og skemmu við Eyrartröð 4, samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dagsettar 28.03.2014

   Skipulalgs- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðan verði grenndarkynnt.

  • 1301771 – Hvaleyrarvöllur, jarðvegsframkvæmdir

   Vakin hefur verið athygli á því að jarðvegur sem verið sé að keyra á golfvöllinn flæði inn á svæði bátaskýlanna og einnig að yfirborðsvatn flæði af golfvellinum inn á bátaskýlasvæðið af þeim sökum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.01.14 umráðamönnum golfvallarins skylt að fjarlægja umræddan jarðveg af bátaskýlalóðinni án tafar og sjá til þess að vatn flæði ekki inn á það svæði af golfvellinum, sbr. grein 7.1.5 í byggingarreglugerð. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulalgs- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að fjarlægja umræddan jarðveg af bátaskýlalóðinni án tafar og sjá til þess að vatn flæði ekki inn á það svæði af golfvellinum. Verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

Ábendingagátt