Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. apríl 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 506

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1403137 – Trönuhraun 7c, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja f.h.Kjötkompaníið 12.03.14 um að breyta innraskipulagi eignahluta 0103.samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 12.03.14 Stimpill heilbrigðiseftirlits er á teikningu. nýjar teikningar bárust 09.04.2014

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1404260 – Suðurbraut stígur framkvæmdaleyfi

      Halldór Ingólfsson f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdarleyfi $line$til að gera stíg meðfram Suðurbraut samkvæmt meðfylgjandi teikningu.$line$Um er að ræða 3 metra breiðan stíg ca 1,5 m frá götu og mun stígurinn tengja saman stíg við Suðurbraut og stíg meðfram Reykjanesbraut í átt að álveri.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1203361 – Álfaskeið 1,Reyndarteikning

      Jón Eimar Eyjólfsson og Herbjörg Alda Sigurðardóttir leggja 28.03.12 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar dag.10.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 0705103 – Drangahraun 3, byggingarleyfi mhl 02

      Merlin ehf sækir 10.05.07 um að byggja nýtt hús á baklóð Drangahrauns 3 samkvæmt teikningum Ársæls Vignissonar dags. 23.04.07. Nýjar teikningar bárust 24.05.07 og 04.06.07. Samþykktar 06.06.07.

      Framkvæmdir hófust ekki og byggingarleyfi er þar með fallið úr gildi.

    • 0702076 – Reykjavíkurvegur 24, byggingarleyfi.

      Juan José Pulgar og Margrét Pétursdóttir sækja um leyfi til að byggja viðbyggingu á þremur hæðum við austurhorn húsins og kvist á suðurhlið. Hagræðing á herbergjum inni. Girðing á lóðarmörkum við Reykjavikurveg 22 og við ómælt land á suðaustur hlið lóðar samkvæmt teikningum Magnúsar K. Sigurjónssonar dags. 06.02.07$line$Undirskrift nágranna að Reykjavíkurvegi 22 barst 23. apríl 2007.$line$Nýjar teikningar bárust 02.05.07, samþykktar 09.05.07.

      Framkvæmdir hófust ekki og byggingarleyfi er þar með fallið úr gildi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1404257 – Glitberg 1, fyrirspurn

      Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt, Archus slf leggur inn fyrirspurn með netpósti dags. 9.4.2014, f.h. Ingu Huldu Sigurgeirsdóttur lóðareiganda lóðar nr. 1 við Glitberg, um byggingu einbýlishúsa samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags. 8.4.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eigi hér við.

    • 1403577 – Smyrlahraun 1, lóðarstækkun

      Hólmfríður Helga Jósefsdóttir Smyrlahrauni 1 sækirm lóðarstækkun sbr. meðfylgjandi uppdrátt og að fá að annast það sem eftir stendur af klettinum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindi um lóðarstækkun og vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins sem nú er í vinnslu í samræmi við fyrri bókun um samsvarandi erindi 29.10.08 málsnr. 0810303. Athugasemd varðandi annað mál er vísað þangað.

    • 1403576 – Smyrlahraun 5, lóðarstækkun

      Anna Þorgrímsdóttir Smyrlahrauni 5 sækir um lóðarstækkun sbr. meðfylgjandi uppdrátt og að fá að annast það sem eftir stendur af klettinum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindi um lóðarstækkun og vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins sem nú er í vinnslu í samræmi við fyrri bókun um samsvarandi erindi 29.10.08 málsnr. 0810301. Athugasemd varðandi annað mál er vísað þangað.

    • 1404262 – Burknavellir 17c, hljóðmæling

      Niðurstöður úr hljóðmælingu að Burknavöllum 17c, framkvæmd af verkfræðistofuni EFLU 8.apríl 2014 sýna að högghljóð frá gólfi íbúðar nr. 03-301 er yfir viðmiðunarmörkum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda íbúðar nr. 03-301 að gera ráðstafanir til að draga úr högghljóðum.

    • 0906205 – Kríuás 47, ósk um lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 08.07.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.08.13 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurð Harald Ragnarsson frá og með 15.05.14 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

    C-hluti erindi endursend

    • 1404147 – Linnetsstígur 2.breytingar

      FM-Hús sækir um að breyta gleri í svalagöngum samkvæmt teikningum frá Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt.

      Frestað. Hér er um að ræða óverulega útlitsbreytingu, sem krefst skriflegs samþykkis 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglega boðuðum húsfundi sbr. 2. mgr. 30.gr. laga um fjöleignahús nr. 26/1994.

    • 1404182 – Flugvellir 1, byggingarleyfi

      Iceignir sækja 11.04.14 um að byggja þjálfunarsetur og skrifstofuhúsnæði samkvæmt teikningum Ólafs Ó. Axelssonar dags.10.04.14

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi og deiliskipulag er í athugun hjá Skipulagsstofnun. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1404014 – Vörðuberg 20.sólskáli

      Jón Valur Frostason og María Hrafnsdóttir sækja þann 31.03.2014 um leyfi til að byggja sólskála samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni. Vísað til skipulags- og byggingarráðs á síðasta fundi, en vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á undirbúningsfundi ráðsins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

Ábendingagátt