Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. apríl 2014 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 508

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1404367 – Glitberg 1, byggingarleyfi

   Inga Hulda Sigurgeirsdóttir sækir 25.04.14 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 22.04.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1404366 – Glitberg 3, byggingarleyfi

   Garðar Grétarsson sækir 25.04.14 um að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dags.22.04.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1404421 – Umsókn um graftrarleyfi innan lóðar

   Guðmundur Gunnlaugsson leggur fram umsókn dags. 29.4.14. um að fá graftrarleyfi innan lóðar til að kanna jarðvegsdýpt á lóðunum við Glitberg 1 og 3.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1404430 – Hnoðravellir 41,breyting

   Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar leggur 29.04.14 inn breytingateikningar. Samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dag.28.4.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að steypa sökkla með tilvísan í grein 2.4.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1404431 – Hnoðravellir 43, breyting

   Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar leggur 29.04.14 inn breytingateikningar. Samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dag.28.4.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að steypa sökkla með tilvísan í grein 2.4.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1404432 – Hnoðravellir 45,breyting

   Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar leggur 29.04.14 inn breytingateikningar. Samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dag.28.4.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að steypa sökkla með tilvísan í grein 2.4.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1404441 – Leyfi fyrir tjald í miðbænum

   Ólafur Ingi Tómasson f.h. Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar óskar með tölvupósti dags. 28.04.14 eftir leyfi til að setja upp lítið tjald laugardaginn 3. maí á grasbalanum aftan við Fjörð, Strangata 28. Við munum vera með gasgrill við tjaldið og er áætlað að það verði uppi í 4-5 klst.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið enda liggi samþykki lóðarhafa fyrir.

  • 1404442 – Hnoðravellir 41, 43 og 45

   Haukur Ásgeirsson sækir um að breyta deiliskipulagi Valla 6 hvað varðar lóðirnar Hnoðravellir 41, 43 og 45. Erindið var grenndarkynnt 17.03.14 en dregið til baka 28.03.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að ljúka grenndarkynnngunni með athugasemdafresti til 8. maí n.k.

  C-hluti erindi endursend

  • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

   Eyrartröð 4, umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

   Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari skýringum og betri gögnum.

  • 1402321 – Cuxhavengata 1,byggingarleyfi, breyting.

   Rafvangur ehf sækir 24.2.14 ium lokun milli 101-(174) hurð og (103)neyðarútgangur út í sameign. sjá teikningar. Samkvæmt teikningum Sigubjarts Halldórssonar dag.okt 2013. Nýjar teikningar bárust 15.4.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1404338 – Erluhraun 3, breyting

   Sigurður Jónsson sækir 23.04.14 um að leggja inn reyndarteiningar. Húsið hefur verið einangrað með 3″ steinull og klætt með steni plötum. Minniháttar garðskáli. Ný skráningartafla. Samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 25.03.14

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1404304 – Brekkutröð 1, breyting á brunarvarnartexta

   Húsfélagið Brekkutröð 1. leggur inn 22.04.2014 breytingu á brunavarnartexta á áður samþykktum teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 26.04.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt