Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. maí 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 509

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1404460 – Furuás 43, breyting

   Lárus Blöndal Sigurðsson leggur inn 30.04.2014 breytingu á áður samþykktum teikningum, sjá skýringu á teikningum. Unnar af Gunnari Páli Kristinssonar dagsettar 25.04.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1404330 – Kvistavellir 45, breyting

   Verkþing ehf sækir 23.04.14 um að breyta þaki í eins halla, klætt með tjörupappa. Minniháttarbreyting á gluggum og ný skráningartafla samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 15.04.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1405029 – Gjáhella 5, reyndarteikningar

   Húsfélagið Gjáhellu 5 sækir 05.05.14 að legga inn reyndarteikningar af húsinu samkvæmt teikningum Haraldar Valbergssonar dags.22.04.14. Stimpill slökkviliðs er á teikningunni.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1405050 – Norðurbakki 7-9 , stöðuleyfi v/ vinnuskúrs

   Vélaverkstæði Hjalta Einarss sækir 06.05.14 um að flytja vinnuskúr frá Dalsaás og staðsetja vinnuskúrinn við lóðina á Norðurbakka 7-9.Framkvæmdir þar,standa yfir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið en þó ekki lengur en til eins árs í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

   Eyrartröð 4, umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1405084 – Arnarhraun 50, fyrirspurn

   Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Ass styrktarfélags leggur 07.05.2014 inn fyrirspurn með tölvupósti um íbúðarkjarna á lóðinni Arnarhraun 50.

   Erindið samræmist ekki deiliskipulagi þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir einbýlishúsi á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingaráðs.

  • 1405041 – Lónsbraut 1, stækkun, fyrirspurn

   Þorsteinn Magnússon f.h. Eskju spyr með tölvupósti um möguleika á að nýta vegginn sem myndast við stækkun Eskju við hliðina og reisa létta byggingu (dúkskemmu eða viðlíka) sem framlengingu á móttöku þeirra.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir fyrirspyrjanda á að sækja um byggingarleyfi. Skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf að liggja fyrir.

  • 1405044 – Lónsbraut, umgengni

   Borist hefur ábending um að þar virðist vera hálfgerð óreiða og draslaragangur, ónýtir bílar, gámar og kofar á plani o.fl.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi felur eftirlitsmanni byggingarfulltrúa að skoða málið.

  • 1210322 – Lyngbarð 2, frágangur á húsi

   Borist hafa ítrekaðar kvartanir frá nágrönnum vegna þess hve dregist hefur að ganga frá húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.07.13 byggingarstjóra hússins skylt að ganga frá ytra byrði hússins innan 4 vikna. Ekkert hefur gerst í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til byggingarstjóra og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við 56. grein sömu laga.

  • 10023452 – Furuás 30, frágangur lóðar

   Ítrekuð hefur verið kvörtun vegna frágangs á lóðinni Furuás 30. Byggingarefni og timbur er á lóðinni, og ekki hefur verið gengið frá lóðinni. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti að fullgera húsið að utan fyrir 18. desember 2008. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.07.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftirfarandi 03.08.10: “Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra Furuáss 30 skylt að fjarlægja tilgreint efni og tæki af lóðinni og götunni nú þegar. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” Bæjarstjórn samþykkti dagsektirnar 23.02.2011, en þar sem byggingarkrani var fjarlægður og timbri raðað upp var fallið frá þeim að svo stöddu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.04.2013 byggingarstjóra skylt að ljúka framkvæmdum í samræmi við lóðarleigusamning og sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu og enn eru gámur og vinnuskúr á lóðinni auk timburs. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 03.10.2013 fyrirmæli sín og gerði eiganda skylt að fjarlægja gám, vinnuskúr og timbur af lóðinni. Yrði ekki brugðist við því innan 4 vikna mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. $line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að frágangur húss hefur dregist úr hömlu og að lóðin er ekki geymslustaður fyrir vinnuskúra og timbur. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra (nafn) og sömu upphæð á eigendur (nafn) frá og með (dags) 2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

  • 1403055 – Gullhella 1, óleyfisframkvæmd olíutankar

   Komið hefur í ljós að reistir hafa verið olíutankar sem ekkert leyfi er fyrir. Geymarnir eru aðeins sýndir á grunnmynd frá 2007 og ekki tekið fram að sótt sé um leyfi fyrir þá í umsókn um byggingarleyfi.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.03.14 eiganda skylt að sækja án tafar um leyfi fyrir olíutönkunum. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að sækja um byggingarleyfi með uppdrætti árituðum af heilbrigðiseftirliti og eldvarnareftirliti. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannirki nr. 160/2010.

  • 1405086 – Fífuvellir 2, óleyfisframkvæmdir

   Bent hefur verið á að húsinu hafi verið breytt án leyfis og innréttaðar aukaíbúðir, en húsið er skráð sem einbýlishús.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum Sveinbirni Sveinssyni kt. 300567-5339 og Laufeyju Baldvinsdóttur kt. 020664-2589 skylt að gera grein fyrir umræddum framkvæmdum og færa húsið til þess horfs sem leyfi er fyrir. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1404461 – Drekavellir 40, breyting

   Heiðarverk leggur inn 30.04.2014 breytingu á áður samþykktum teikningum, sjá skýringu á teikningum. Unnar af Gunnari Páli Kristinssonar dagsettar 25.04.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1404438 – Selhella 13, umsókn um byggingarleyfi

   Sturlaugur Jónasson & Co sækja um að breyta rýmisskipan í húsnæðinu og innrétta samkomusal á 2. hæð sem áður var skráður sem millipallur. 2. hæð stækkar nokkuð. Samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1405040 – Hnoðravellir 21, breyting

   Gosi Trésmiðja sækir 05.05.14 um að breyta innraskipulagi og gluggum samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 08.08.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt