Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. maí 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 510

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Stefán Ásmundsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1404147 – Linnetsstígur 2.breytingar

   FM-Hús sækir um að breyta gleri í svalagöngum samkvæmt teikningum frá Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt. Skriflegt meirihluta samþykki eigenda í húsi barst 08.05.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1405149 – Strandgata 34,breyting

   Hafnarborg sækir 12.05.14 um leyfi til að breyta sýningarsal í eldra húsi Strandgötu 34 í kynningarskála.Núverandi lyfta er færð að útvegg m/tilheyrandi aðlögun, samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundsonar dag.05.05.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1405157 – Reykjavíkurvegur 54, fyrirspurn

   Löður ehf leggur 12.05.14 fram fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Allar innkeyrslur verða norðanmegin húss og eingöngu verður um sjálfsþjónustu að ræða. Engar ryksugur verða á vegum löðurs. Svæðið sunnanmegin verður lokað fyrir bílaumferð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404354 – Krýsuvíkurvegur 121495,endurnýjun á lóðarleigusamningi

   Sveinn Hannesson óskar eftir f.h. Gámaþjónustunnar hf, með bréfi dags. 22.4.2014, endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina Krýsuvíkurveg 121495 eða nýjan lóðarleigusamning vegna breyttrar notkunar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1405148 – Kaplakriki - Skilti

   Knattspyrnudeild FH sækir 12.05.14 um leyfi til að skipta út núverandi velti skiltum með Led skjáum, sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404434 – Strandgata 31-33. fyrirspurn

   Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg, Yrki arkitektar, leggja fram fyrirspurn varðandi breytingar á húsunum Strandgata 31 og 33. Óskað er eftir afslætti á gatnagerðagjöldum af mögulegri framkvæmd á að byggja 4. hæðina ofan á bygginguna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar fyrirspurn varðandi gatnagerðargjöld til bæjarráðs.

  • 1404442 – Hnoðravellir 41, 43 og 45

   Haukur Ásgeirsson sækir um að breyta deiliskipulagi Valla 6 hvað varðar lóðirnar Hnoðravellir 41, 43 og 45. Erindið var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1405196 – Skúlaskeið 30, skemmdir á bæjarlandi

   Athygli hefur verið vakin á byggingarúrgangi utan baklóðar hússins og skemmdum sem ökutæki hefur valdið á bæjarlandi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum Skúlaskeiðs 30 skylt að fjarlægja umræddan byggingarúrgang og bæta skemmdir á grasi á bæjarlandi.

  • 1305377 – Kirkjuvellir 8, byggingarkrani á lóð

   Kvartanir hafa borist vegna byggingarkrana á lóðinni, sem stóð óhreyfður í nokkur ár. Kraninn er farinn, en undirstöðurnar enn á staðnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja undirstöður kranans innan þriggja vikna.

  • 1308292 – Mávahraun 5 og 7 og Svöluhraun 6 og 8, göngustígur

   Lagt fram erindi íbúa við Mávahraun dags 14.águst 2013 þar sem óskað er eftir að stígum sem er á skipulagi milli Mávahrauns og Svöluhrauns verði gerður. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til næstu fjárhagsáætlunar. Komið hefur í ljós að hindranir eru á stígnum milli Svöluhrauns 6 og 8 og við Mávahraun 7. Sorptunnuskýli er staðsett á göngustíg milli húsa nr. 6 og 8 við Svöluhraun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum viðkomandi húsa skylt að fjarlægja hindranirnar.

  • 1405137 – Fífuvellir 4, skúr á lóð

   Borist hefur kvörtun um vinnuskúr sem staðið hefur á lóðinni við gangstétt um langan tíma. Byggingarleyfi var samþykkt fyrir tæpu ári, en engar framkvæmdir hafist.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá lóðarhafa um fyrirhugaðar framkvæmdir, en beinir því til hans að fjarlægja skúrinn ef engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar.

  • 1309254 – Hellisgata 12 óleyfisskúr, aðgengi, bílastæði o.fl..

   Borist hafa ábendingar um uppsetningu skúrs á lóðinni, sem samræmist ekki byggingarreglugerð, og ekki liggur fyrir samþykki meðeganda í húsi, svo sem lög um fjöleignahús kveða á um. Enn fremur hefur verið gert bílastæði á lóðinni, sem er í ósamræmi við deiliskipulag svæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.09.13 eiganda eignar 0101 skylt að fjarlægja skúrinn innan 4 vikna, eða að öðrum kosti færa hann þannig að hann samræmist byggingarreglugerð nr. 112/2012 og að fengnu samþykki meðeiganda í húsi. Ennfremur fjarlægja bílastæði eða sækja um staðsetningu þess að öðrum kosti. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.03.14 fyrirmæli til eiganda eignar nr. 0101. Yrði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 10.000 á dag á eigendur eignar 0101 frá og með 1. júlí 2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1312216 – Mjósund 10, breyting byggingarleyfi

   Byggingarleyfi var samþykkt 09.01.14 en ekki er enn skráður byggingarstjóri á verkið, og engar sérteikningar hafa borist. Engar úttektir hafa heldur farið fram. Samkvæmt 35. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 er búseta því ekki heimil í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 19.03.14 eiganda skylt að skrá nú þegar byggingarstjóra á húsið og boða til öryggisúttektar í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Að öðrum kosti mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum sömu laga til að knýja fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda hússins Mjósund 10 ehf frá og með 15. júní 2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  • 1404338 – Erluhraun 3, breyting

   Sigurður Jónsson sækir 23.04.14 um að leggja inn reyndarteiningar. Húsið hefur verið einangrað með 3″ steinull og klætt með steni plötum. Minniháttar garðskáli. Ný skráningartafla. Samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 25.03.14. Nýjar teikningar bárust 13.maí 2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1405206 – Hrauntunga 22, land í fóstur.

   Guðrún Inga Guðlaugsdóttir óskar eftir í tölvupósti að fá land í fóstur. Spildan var í fóstri hjá fyrri eigendum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa sviðsins að ganga frá málinu skv. þeim reglum sem gilda um úthlutun svæða af þessu tagi.

  C-hluti erindi endursend

  • 1402321 – Cuxhavengata 1,byggingarleyfi, breyting

   Rafvangur ehf sækir 24.2.14 ium lokun milli 101-(174) hurð og (103)neyðarútgangur út í sameign. sjá teikningar. Samkvæmt teikningum Sigubjarts Halldórssonar dag.okt 2013. Nýjar teikningar bárust 15.4.14.Nýjar teikningar bárust 12.05.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1403182 – Flatahraun 29, Skráning fasteignar

   Gylfi Sveinsson og Sigr. A. Þorgrímsdóttir Flatahrauni 29 Hafnarfirði ítreka beiðni um að húsnæðiáð Flatahrauni 29 verði skráð sem íbúðarhúsnæði en ekki skrifstofuhúsnæði. Vísað er til úrskurðar Yfirskattanefndar um fasteignagjöld af húsnæðinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem húsið er á athafnasvæði, og í aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir íbúðum á slíkum svæðum. Úrskurðurinn er kæranlegur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

  • 1402059 – Norðurbraut 39, byggingarleyfi

   Jóhannes Magnús Ármannsson sækir 03.02.14 um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Ekki eru gerðar breytingar á útliti eða öðrum eignum í húsinu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags.06.01.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu með vísan til 27. greinar laga um fjöleignahús nr. 26/1994 þar sem ljóst er að samþykki meðeigenda í húsi muni ekki fást. Úrskurðurinn er kæranlegur til kærunefndar fjöleignahúsamála.

Ábendingagátt