Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Húsfélagið að Dvergholti 21 – 27 og Hörgsholti 3 sækir þann 26.06.2014 um svalalokun samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar júní 2014. Stimpill frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins barst 08.07.2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
Húsfélagið að Dvergholti 21 – 27 og Hörgsholti 3 sækir þann 26.06.2014 um svalalokun samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar júní 2014. Stimpill frá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins barst 08.07.2014.
Viking Life-Saving á Íslandi ehf. sækir 13.06.2014 um breytingu á innra skipulagi, samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar mars 2014. Nýjar teikningar bárust 07.07.2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Ófeigur Ó Ófeigsson og Anne K. Vík sækja 16.10.13 um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi við Álfholti 6 skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð heimilaði eiganda 5.11.2013 að gera tillögu að breytingu skv. 2. mgr. 38.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem yrði grenndarkynnt. Borist hefur tillaga frá verkfræðistofunni Hnit dags. 26.5.2014. Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr.43. gr. laga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Rafnar Hermannsson óskar eftir f.h. kvikmyndafyrirtækisins Truenorth að mynda í Undirhlíðanámu. Takan tekur einn dag og er á tímabilinu 14 – 17. júlí.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Undirhlíðanáma er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Náman er einnig á vatnsverndarsvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar. $line$Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður á umhverfi og framkvæmdum óskar eftir að setja upp upplýsingaskilti í Hellnahrauni I skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfið með þeim fyrirvara að skiltið rúmast innan þeirrar samþykktar sem var samþykkt í Bæjarstjórn þann 29. mars 2012.
Komið hefur í ljós að grænt svæði næst Álfaskeiði er notað sem snúningssvæði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi lætur loka fyrir aksturinn og bendir á að akstur utan vega er bannaður skv. 17. gr. laga um náttúruvernd nr 44/1999.
Komið hefur í ljós að verið er að steypa vegg við lóðarmörk að götu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um leyfi fyrir veggnum í samræmi við 7.2.3. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.: $line$Afla skal byggingarleyfis vegna girðinga og skjólveggja á lóðum nema framkvæmdirnar séu undanþegnar byggingarleyfi skv. f-lið 1. mgr. 2.3.5. gr.$line$Girðing eða skjólveggur á mörkum lóða er alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa óháð hæð girðingar eða skjólveggs og skal samþykkis leitað áður en hafist er handa við smíði girðingar eða skjólveggs.
Haft var samband vegna slysahættu að Hlíðarási 45. Húsið hefur staðið hálfbyggt og óvarið síðan 2008 Er nú í eigu Íslandsbanka.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga þannig frá að ekki sé slysahætta af m.a. þarf að verja óvarin steypujárn.
Vakin er athygli á fasteignaauglýsingu á mbl.is þar sem verið er að auglýsa einstaklingsherbergi, skrifstofu og kaffiaðstöðu til sölu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vekur athygli á því að búseta er bönnuð á þessu svæði sem er hafnarsvæði. Eiganda er gert skylt að draga umrædda auglýsingu til baka, auk þess sem húnæðið er engan veginn brunahelt og þarfnast mikilla lagfæringa.
Borist hafa nánari upplýsingar um málið, m.a. varðandi stærð skúrsins. Deiliskipulag svæðisins liggur ekki fyrir, en er í vinnslu.
Skúrinn er undir þeim stærðarmörkum að vera byggingarleyfisskyldur. Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir dagsektir niður og mun ekki hafa frekari afskipti af skúrnum né öðrum lóðarframkvæmdum sem ekki eru byggingarleyfisskyldar. Varðandi bílastæði á lóðinni vísast það mál til deiliskipulags svæðisins sem er í vinnslu.
Ingimar Jón Þorvaldsson sækir 08.07.2014 um stöðuleyfi fyrir kaffiskúr á bílastæði, gámurinn er 20 fet og mun standa þar í 6.mánuði eða skemur.
Skipulags og- byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem kaffiskúrar er byggingarleyfisskyldir og skulu þ.a.l. uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, þ.m.t. grein 6.8.5. gr.: Kaffi- og mataraðstaða á vinnustöðum. Sækja má um tímabundið byggingarleyfi. Gámar eru einungis ætlaðir til geymslu.
Eysteinn Harry Sigursteinsson Hafravöllum 13 óskar eftir lóðarstækkun skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem hraunið er hverfisverndað.