Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. júlí 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 519

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1407139 – Dalshraun 9b, reynarteikningar

   Síld og Fiskur ehf sækja 11.07.2014 um leyfi fyrir breytingum innanhúss og stækkun á tæknirými á 3.hæð, samkvæmt teikningum Ásmunds Sigvaldasonar dagsettar 10.07.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Samþykktin nær ekki til flettiskiltis, sem vísað er til umsagnar Vegagerðarinnar.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1405331 – Sléttuhlíð D1,Sumarhús

   Lárus Sumarliði Marinuson óska eftir niðurfellingu á byggingarleyfi vegna Sumarhúss D1 í Sléttuhlíð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1407092 – Hafravellir 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Eysteinn Harrý Sigursteinsson Hafravöllum 13, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 0711134 – Kirkjuvellir 7, umferðaröryggi

   Borist hafa ábendingar um að þrenging sem gerð var á götunni dugi ekki til að takmarka umferð um götuna, er fólk styttir sér leið til að sleppa við tvö hringtorg.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til Undirbúningshóps umferðarmála.

  • 1404190 – Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12, deiliskipulagsbreyting

   Tillaga að breyttu deiliskipulagi er í auglýsingu með umsagnarfresti til 1. ágúst 2014. Á vefsíðu Hafnarfjarðar stendur ranglega að umsagnarfrestur sé til 2. ágúst 2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi mun taka við umsögnum til 2. ágúst til samræmis við auglýsingu á vefsíðu bæjarins. Jafnframt er boðað til kynningarfundar að Norðurhellu 2 mánudaginn 21. júlí kl. 17:00.

  • 1204264 – Rauðhella 11. lokaúttekt

   Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 16.10.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri sagði sig af verki skömmu síðar. Enginn byggingarstjóri er því skráður á verkið.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi afturkallar dagsektir á f.v. byggingarstjóra og gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna. Öryggismálum hússins er ábótavant.

  • 1407119 – Stapahraun 2, fyrirspurn.

   Tómas Marteinsson leggur inn fyrirspurn þann 09.07.2014. Hann er eigandi að gistiheimili og hefur hug á að breyta vörugeymslu sem er tengd að baka til við gistiheimilið, í fjórar studio-íbúðir. Sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Íbúðir eru ekki heimilar á þessu svæði, og byggingin uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1407118 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

   Norðurhella 8 ehf leggja 09.07.2014 inn reyndarteikningar af Norðurhellu 8, unnið af Jóni Þór Þorvaldsson dagsettar 01.04.2014. Stimpill frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt