Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. júlí 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 521

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Þormóður Sveinsson
  • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1407270 – Hellisgata 21, fyrirspurn.

      Anton Örn Gunnarsson leggur inn fyrirspurn 25.07.2014 – sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi bendir fyrirspyrjanda á að hafa samband við Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar varðandi áframhaldandi meðferð málsins.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1407296 – Skútahraun 2 númerslausir bílar við gangstétt.

      Borist hefur ábending um nokkra númerslausa bíla sem standa í jaðri lóðarinnar við gangstétt. Sumir hafa staðið þar lengi.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að gera grein fyrir umræddum bílum eða fjarlægja þá að öðrum kosti.

    • 1407209 – Kvistavellir 46-54. Lokaúttekt ólokið.

      Kvistavellir nr. 50-54 voru seld sem fullbúin að utan og tilbúin til innréttinga að innan (byggingarstig 5) en nr. 46 og 48 sem fokheld. Það hafa ekki verið skráðir nýjir meistarar né byggingarstjóri.

      Húsin eru ekki brunatryggð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum (seljendum) skylt að skrá byggingarstjóra og meistara á húsin og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verð ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011393 – Stapahraun 11, byggingarstig og notkun

      Stapahraun 11 mhl 02 eining 0103 er skráð á bst 4 mst 8, en hinar 2 einingarnar á bst/mst 7, það vantar lokaúttekt en byggingarárið er 2002. Húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði Guðmund Leifsson til lokaúttektar 04.06.2012, en hann sinnti erindinu ekki.

      Húsið er ekki að fullu brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verð ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0908249 – Íshella 7, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 5 þótt það hafi verið tekið í notkun. Dagsektir voru lagðar á fyrri eigendur. Breytingar innanhúss voru samþykktar 10.07.14.

      Húsið er ekki brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og nýjum eigendum skylt að boða til lokaúttektar á húsinu innan 8 vikna.

    • 1011345 – Lónsbraut 68, byggingarstig og notkun

      Lónsbraut 68 sem er á hafnarsvæði er skráð á bst/mst 4 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt, það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Frestur hefur tvívegis verið veittur, síðast til 01.03.12. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 18.04.2012 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Frestur var veittur til 20.03.2013 og tilkynnt var að unnið væri að reyndarteikningum fyrir húsið. Síðan hefur ekkert gerst í málinu og enginn byggingarstjóri er á húsinu.

      Húsið er ekki brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda Kjartan Ólafsson frá og með 01.09.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011245 – Rauðhella 9, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 22.11.2013 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið er á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki.

      Brunavarnir hússins eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

    • 1011268 – Rauðhella 13, byggingarstig og notkun

      Í fasteignaskrá er Rauðhella 13 sem er á iðnaðarsvæði skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 31.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 18.04.12 dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Vað fasteignafélag ehf og byggingarstjóra Hreiðar Sigurjónsson frá og með 1. júní 2012, en frestur var veittur til 01.06.12. Síðan hefur ekkert þokast í málinu.

      Brunavörnum hússins er ábótavant. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og nýjum eigendum skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna.

    • 1011327 – Selhella 9, byggingarstig og notkun

      Selhella 9 sem er á athafnasvæði er skráð á byggingarstig 2, þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 25.02.11 en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið stenst ekki fokheldi fyrr en sótt hefur verið um byggingarleyfi fyrir milliloftinu og skila inn burðarþolsteikningu af því.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eigendum skylt að skila inn réttum teikningum innan fjögurra vikna, og byggingarstjóra að sækja samhliða um fokheldi og síðan lokaúttekt. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggigarfulltrúi gerði 08.08.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 18.04.2012 dagsektir á byggingarstjóra Örn Inga Ingvarsson og eigendur Vesturkant ehf kr 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 01.08.2013. Frestur var veittur til 01.09.2013, en síðan hefur málið ekki þokast.

      Húsið er ekki brunatryggt, stenst ekki fokheldi og er ekki í samræmi við teikningar. Skipulags- og byggignarfulltrúi setur áður boðaðar dagsektir í innheimtu frá og með 01.09.2014, hafi ekki verið sótt um endurtekna lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1003299 – Steinhella 10, byggingarstig og notkun

      Steinhella 10, er á bst. 4 og mst. 8, en er í fullri notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 11.04.2012, en var frestað vegna breytinga. Enginn byggingarstjóri er skráður á húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða byggingarstjóra á húsið og boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011332 – Suðurhella 7, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 26.03.13 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Brunavarnir hússins eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eigend í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011396 – Trönuhraun 7 mhl 03, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 09.02.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Húsið er ekki að fullu brunatryggt og brunavörnum er áfátt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eigend í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1111371 – Kirkjuvellir 9.Byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt fór fram 23.01.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.08.13 byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Enginn byggingarstjóri er skráður á húsið.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna.

    • 1110223 – Eyrartröð 12, viðbygging, fokheldi og skráning

      Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Ekki hefur farið fram lokaúttekt á viðbyggingunni. Enginn byggingarstjóri er skráður á eignina.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna.

    • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

      Húsið hefur verið tekið í notkun án þess að lögboðin öryggisúttekt eða lokaúttekt hafi farið fram, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. $line$Nýjir eigendur, Miðengi, óska eftir fresti á greiðslu dagssekta meðan þeir skoða málið. í viðtali 26.09.13 kom fram að verið væri að undirbúa umsókn um öryggisúttekt, en enn hefur ekkert gerst í því máli. Málið var ítrekað á síðasta fundi, en komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.03.2014 eigendum skylt að ráða byggingastjóra á húsið innan þriggja vikna, sem sækti um lokaúttekt innan þess tíma. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur verði ekki brugðist við erindinu innan 4. vikna.

    • 1407301 – Hverfisgata 22B, mannvirki í niðurníðslu

      Við Hverfisgötu 22, þ.e. hús nr. 22B, liggur húsið undir skemmdum og skapar slysahættu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að koma fasteigninni í viðunandi horf innan 4. vikna.

    • 1403324 – Fléttuvellir 23, ruslageymsla á loðarmörkum Fléttuvalla 23 og 25.

      Á milli lóða við Fléttuvelli 23 og 25 er ruslageymsla á lóðamörkum.Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 26.03.2014 meðfylgjandi athugasemdum að eiganda ruslageymslunnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín.

    C-hluti erindi endursend

    • 1407210 – Grandatröð 10, breyting byggingarleyfi

      Björn Gíslasson leggur 22.07.14 inn reyndarteikningar teiknaðar af Ásmundi Jóhannssyni dags.17.07.2009.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1407189 – Kaplakriki knatthús matshluti 10, byggingarleyfi

      FH.knatthús ehf sækir um 21.07.14 um að byggja knatthús sunnan núverandi íþróttahúss. Einnig er sótt um leyfi til að breyta áður samþykktum tengigangi að knattspyrnuhúsinu, Risanum svo hann þjóni einnig nýju knatthúsi samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafssonar dags. 11.07.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1407160 – Grænakinn 20, breyting

      Svava Berglind Hrafnsdóttir sækir 16.07.14 um að byggja við stofu og andyri, hækka ris á þaki og innrétta risið til íbúðar samkvæmt teikningum Ivon Stefán Cilia dags.14.07.14

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1407229 – Hringhella 12, breyting

      Ísrör sækir 23.07.14 um að setja upp hillur í bil 01-02 samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssona dags.20.07.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt